Tilkynnti sjálfur að hann ætlaði að myrða hæstaréttardómara Árni Sæberg skrifar 8. júní 2022 22:52 Lögreglumenn hafa vaktað heimili Brett Kavanaugh síðan í maí þegar umdeildum drögum að dómi hæstaréttar Bandaríkjanna um þungunarrof var lekið. Kevin Dietsch/Getty Images Karlmaður á þrítugsaldri sætir ákæru í Marylandríki í Bandaríkjunum fyrir að hafa reynt að myrða hæstaréttardómarann Brett Kavanaugh í gærkvöldi. Hann hringdi sjálfur í neyðarlínuna og tilkynnti að hann hafi ætlað sér að myrða Kavanaugh og svipta sjálfan sig síðan lífi. Nicholas John Roske sætir nú gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið handtekinn í Washington D.C. laust eftir klukkan eitt í nótt að staðartíma. Hann var handtekinn fyrir utan heimili hins umdeilda hæstaréttardómara Brett Kavanaugh vopnaður skammbyssu, hníf, benslum, piparúða og límbandi. Hann sagði lögreglumönnum sem handtóku hann að munina hafi hann ætlað að nota til brjótast inn til Kavanaugh og myrða hann, að því er segir í frétt AP um málið. Afstaða Kavanaugh til þungunarrofs og skotvopnaeignar hafi hvatt hann áfram Roske sagði ástæðu ætlaðs tilræðisins vera þá að hann væri í uppnámi eftir að drög að dómi hæstaréttar Bandaríkjanna um að ríkjum yrði í sjálfsvald sett hvort þungunarrof yrði áfram löglegt var lekið. Þá sagði hann að hann teldi að Kavanaugh stæði fyrir rýmkaðri skotvopnalöggjöf í landinu, eitthvað sem gremdist honum í ljósi skotárásarinnar í Uvalde í Texas á dögunum. Öryggisverðir sáu til mannsins en aðhöfðust ekkert Alríkislögreglumenn hafa sinnt öryggisgæslu allan sólarhringinn á heimilum allra hæstaréttardómara í Bandaríkjunum síðan hinum umdeildu drögum var lekið í síðasta mánuði, enda hafa þau valdið mikilli reiði í bandarísku samfélagi undanfarið. Tveir þessarra lögreglumanna sáu til Roskes þegar hann steig út úr leigubíl fyrir utan heimili Kavanaugh en virðast ekkert grunsamlegt hafa séð. Það var ekki fyrr en Roske hringdi sjálfur á neyðarlínuna og tilkynnti um áform sín að lögreglumenn voru sendir á vettvang. Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Nicholas John Roske sætir nú gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið handtekinn í Washington D.C. laust eftir klukkan eitt í nótt að staðartíma. Hann var handtekinn fyrir utan heimili hins umdeilda hæstaréttardómara Brett Kavanaugh vopnaður skammbyssu, hníf, benslum, piparúða og límbandi. Hann sagði lögreglumönnum sem handtóku hann að munina hafi hann ætlað að nota til brjótast inn til Kavanaugh og myrða hann, að því er segir í frétt AP um málið. Afstaða Kavanaugh til þungunarrofs og skotvopnaeignar hafi hvatt hann áfram Roske sagði ástæðu ætlaðs tilræðisins vera þá að hann væri í uppnámi eftir að drög að dómi hæstaréttar Bandaríkjanna um að ríkjum yrði í sjálfsvald sett hvort þungunarrof yrði áfram löglegt var lekið. Þá sagði hann að hann teldi að Kavanaugh stæði fyrir rýmkaðri skotvopnalöggjöf í landinu, eitthvað sem gremdist honum í ljósi skotárásarinnar í Uvalde í Texas á dögunum. Öryggisverðir sáu til mannsins en aðhöfðust ekkert Alríkislögreglumenn hafa sinnt öryggisgæslu allan sólarhringinn á heimilum allra hæstaréttardómara í Bandaríkjunum síðan hinum umdeildu drögum var lekið í síðasta mánuði, enda hafa þau valdið mikilli reiði í bandarísku samfélagi undanfarið. Tveir þessarra lögreglumanna sáu til Roskes þegar hann steig út úr leigubíl fyrir utan heimili Kavanaugh en virðast ekkert grunsamlegt hafa séð. Það var ekki fyrr en Roske hringdi sjálfur á neyðarlínuna og tilkynnti um áform sín að lögreglumenn voru sendir á vettvang.
Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira