ESB staðfestir Úkraínu væntanlega sem umsóknarríki í næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 11. júní 2022 19:21 Volodymyr Zelenskyy og Ursula Von der Leyen ræddu ýmis skilyrði sem Úkraína þarf að uppfylla fyrir aðild landsins að Evrópusambandinu á fundi þeirra í dag. AP/Natacha Pisarenko Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefur álit sitt á aðildarumsókn Úkraínu að sambandinu í lok næstu viku. Harðir bardagar geisa í austurhluta landsins þar sem Úkraínumenn er farið að skorta vopn. Ursula von der Leyen kom öðru sinni til fundar við forseta Úkraínu í Kænugarði í dag til að ræða aðildarumsókn landsins að Evrópusambandinu. Gífurlega harðir stórskotaliðsbardagar eiga sér stað í Donbas héraði þessa dagana þar sem Úkraínumenn eru að verða uppiskroppa með allt frá skotfærum upp í þungavopn. Rússar eru taldir hafa allt að fimmtán sinnum fleiri stórskotbyssur og eldflaugakerfi en Úkraínumenn sem bíða enn slíkra vopna frá Bandaríkjunum og Evrópu. Volodymyr Zelenskyy segir þá miklu bardaga sem nú standi yfir í Donbas geta ráðið úrslitum um framtíð friðar í Evrópu.AP/Natacha Pisarenko Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu þakkaði von der Leyen fyrir sex pakka Evrópusambandsins af refsiaðgerðum gegn Rússum en sagði að gera þyrfti meira. Loka þyrfti ástarfsemi allra rússneskra banka og banna viðskipti við öll rússnesk fyrir tæki sem meira og minna styddu stríðsreksturinn. „Nú er úrslitastundin runnin upp, ekki bara fyrir Úkraínu heldur einnig fyrir Evrópusambandið og alla Evrópu. Nú ræðst það hvernig framtíð sameinaðrar Evrópu verður og hvort hún á sér yfirhöfuðeinhverja framtíð. Rússar vilja brjóta niður einingu Evrópuríkja svo Evrópa verði klofin og veik. Við erum sannfærðir um að öll Evrópa er skotmark Rússa,“ sagði Zelenskyy á sameiginlegum fréttamannafundi með van der Leyen í dag. Úkraínuforseti segir stórveldisdrauma Vladimirs Putins forseta Rússlands ná langt út fyrir Úkraínu.AP/Mikhail Klimentyev Úkraína væri aðeins fyrsta skrefið í útþensluáætlunum Rússa. Jákvætt svar við umsókn Úkraínu að Evrópusambandinu gæti því ráðið miklu um framtíð álfunnar. Van der Leyen lýsti yfir fullum stuðningi Evrópusambandsins við Úkraínu. Undanfarið hefðu sambandsins lagt dag við nótt að fara yfir ráðleggingar sínar varðandi aðildarumsókn Úkraínu. „Viðræðurnar í dag munu gera okkur kleift að ljúka við mat okkar í lok næstu viku,“ sagði von der Leyen. Ursula von der Leyen skoðaði sig um á Maidan torgi í Kænugarði eftir fund sinn með Zelenskyy forseta í dag.AP/Natacha Pisarenko Úkraínumenn hefðu staðið sig vel í að uppfylla þau skilyrði sem sambandið setti ríkjum til að fá formlega stöðu umsóknarríkis. „Úkraínumenn hafa sýnt af sér ótrúlegan styrk, ákveðni og þrek. Svo ég er sannfærð um að við munum saman...Þið munuð sigra í þessu hræðilega, grimmilega stríði. Við munum og þið munuð endurreisa þetta fallega land og nútímavæða Úkraínu og ég vil bara segja að við stöndum með ykkur. Lifi Úkraína,“ sagði Ursula von der Leyen í Kænugarði í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Úkraína Tengdar fréttir Segir Rússa stefna að gjöreyðingu Donbas-héraðs Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa stefna að því að eyða öllum borgum í Donbas héraði. 11. júní 2022 09:20 Segir að Selenskí hafi ekki viljað hlusta í aðdraganda innrásarinnar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir að Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ekki viljað hlusta á aðvaranir um að Rússar væru að safna liði í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. 11. júní 2022 08:14 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira
Ursula von der Leyen kom öðru sinni til fundar við forseta Úkraínu í Kænugarði í dag til að ræða aðildarumsókn landsins að Evrópusambandinu. Gífurlega harðir stórskotaliðsbardagar eiga sér stað í Donbas héraði þessa dagana þar sem Úkraínumenn eru að verða uppiskroppa með allt frá skotfærum upp í þungavopn. Rússar eru taldir hafa allt að fimmtán sinnum fleiri stórskotbyssur og eldflaugakerfi en Úkraínumenn sem bíða enn slíkra vopna frá Bandaríkjunum og Evrópu. Volodymyr Zelenskyy segir þá miklu bardaga sem nú standi yfir í Donbas geta ráðið úrslitum um framtíð friðar í Evrópu.AP/Natacha Pisarenko Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu þakkaði von der Leyen fyrir sex pakka Evrópusambandsins af refsiaðgerðum gegn Rússum en sagði að gera þyrfti meira. Loka þyrfti ástarfsemi allra rússneskra banka og banna viðskipti við öll rússnesk fyrir tæki sem meira og minna styddu stríðsreksturinn. „Nú er úrslitastundin runnin upp, ekki bara fyrir Úkraínu heldur einnig fyrir Evrópusambandið og alla Evrópu. Nú ræðst það hvernig framtíð sameinaðrar Evrópu verður og hvort hún á sér yfirhöfuðeinhverja framtíð. Rússar vilja brjóta niður einingu Evrópuríkja svo Evrópa verði klofin og veik. Við erum sannfærðir um að öll Evrópa er skotmark Rússa,“ sagði Zelenskyy á sameiginlegum fréttamannafundi með van der Leyen í dag. Úkraínuforseti segir stórveldisdrauma Vladimirs Putins forseta Rússlands ná langt út fyrir Úkraínu.AP/Mikhail Klimentyev Úkraína væri aðeins fyrsta skrefið í útþensluáætlunum Rússa. Jákvætt svar við umsókn Úkraínu að Evrópusambandinu gæti því ráðið miklu um framtíð álfunnar. Van der Leyen lýsti yfir fullum stuðningi Evrópusambandsins við Úkraínu. Undanfarið hefðu sambandsins lagt dag við nótt að fara yfir ráðleggingar sínar varðandi aðildarumsókn Úkraínu. „Viðræðurnar í dag munu gera okkur kleift að ljúka við mat okkar í lok næstu viku,“ sagði von der Leyen. Ursula von der Leyen skoðaði sig um á Maidan torgi í Kænugarði eftir fund sinn með Zelenskyy forseta í dag.AP/Natacha Pisarenko Úkraínumenn hefðu staðið sig vel í að uppfylla þau skilyrði sem sambandið setti ríkjum til að fá formlega stöðu umsóknarríkis. „Úkraínumenn hafa sýnt af sér ótrúlegan styrk, ákveðni og þrek. Svo ég er sannfærð um að við munum saman...Þið munuð sigra í þessu hræðilega, grimmilega stríði. Við munum og þið munuð endurreisa þetta fallega land og nútímavæða Úkraínu og ég vil bara segja að við stöndum með ykkur. Lifi Úkraína,“ sagði Ursula von der Leyen í Kænugarði í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Úkraína Tengdar fréttir Segir Rússa stefna að gjöreyðingu Donbas-héraðs Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa stefna að því að eyða öllum borgum í Donbas héraði. 11. júní 2022 09:20 Segir að Selenskí hafi ekki viljað hlusta í aðdraganda innrásarinnar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir að Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ekki viljað hlusta á aðvaranir um að Rússar væru að safna liði í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. 11. júní 2022 08:14 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira
Segir Rússa stefna að gjöreyðingu Donbas-héraðs Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa stefna að því að eyða öllum borgum í Donbas héraði. 11. júní 2022 09:20
Segir að Selenskí hafi ekki viljað hlusta í aðdraganda innrásarinnar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir að Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ekki viljað hlusta á aðvaranir um að Rússar væru að safna liði í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. 11. júní 2022 08:14