Nóbelsmedalía Muratov slegin á 13 milljarða króna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júní 2022 07:45 Muratov sagðist ekki hefðu getað ímyndað sér að þvílík upphæð fengist fyrir medalíuna. AP/Eduardo Munoz Alvarez Nóbelsmedalía rússneska blaðamannsins Dmitry Muratov var seld á uppboði í gær og slegin á 103,5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 13,5 milljarða króna. Féð mun renna til UNICEF, til að aðstoða börn sem hafa flúið heimili sín í Úkraínu. „Ég vonaðist eftir mikilli samstöðu en ég átti ekki von á að þetta yðri svona há upphæð,“ sagði Muratov að uppboðinu loknu. Kaupandi verðlaunapeningsins er óþekktur, enn sem komið er, en ljóst er að um er að ræða nýtt met hvað varðar upphæð sem greidd hefur verið fyrir Nóbelsverðlaun. Fyrra metið var sett árið 2014, þegar James Watson seldi medalíuna sína fyrir 4,76 milljónir Bandaríkjadala. Watson hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1962, fyrir sinn þátt í uppgötvun sameindagerðar kjarnsýra, það er að segja erfðaefnisins. Muratov var verðlaunaður í fyrra, fyrir framlag sitt til blaðamennsku og tjáningarfrelsisins. Hann var einn stofnenda sjálfstæða miðilsins Novaya Gazeta og var meðal annars mjög gagnrýninn á innlimun Krímskaga árið 2014. Mikil stemning myndaðist í uppboðssalnum í New York í gær, þar sem mögulegir kaupendur eggjuðu hvorn annan til að gera hærri tilboð í verðlaunapeninginn. Sá sem bauð milljarðana 13, í gegnum síma, fór nokkuð langt yfir síðasta boð og kom viðstöddum þannig skemmtilega á óvart. Muratov sagðist vona til að aðrir myndu feta í fótspor hans og bjóða upp verðmætar eignir til styrktar Úkraínumönnum. Innrás Rússa í Úkraínu Nóbelsverðlaun Rússland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. 8. október 2021 09:03 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
„Ég vonaðist eftir mikilli samstöðu en ég átti ekki von á að þetta yðri svona há upphæð,“ sagði Muratov að uppboðinu loknu. Kaupandi verðlaunapeningsins er óþekktur, enn sem komið er, en ljóst er að um er að ræða nýtt met hvað varðar upphæð sem greidd hefur verið fyrir Nóbelsverðlaun. Fyrra metið var sett árið 2014, þegar James Watson seldi medalíuna sína fyrir 4,76 milljónir Bandaríkjadala. Watson hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1962, fyrir sinn þátt í uppgötvun sameindagerðar kjarnsýra, það er að segja erfðaefnisins. Muratov var verðlaunaður í fyrra, fyrir framlag sitt til blaðamennsku og tjáningarfrelsisins. Hann var einn stofnenda sjálfstæða miðilsins Novaya Gazeta og var meðal annars mjög gagnrýninn á innlimun Krímskaga árið 2014. Mikil stemning myndaðist í uppboðssalnum í New York í gær, þar sem mögulegir kaupendur eggjuðu hvorn annan til að gera hærri tilboð í verðlaunapeninginn. Sá sem bauð milljarðana 13, í gegnum síma, fór nokkuð langt yfir síðasta boð og kom viðstöddum þannig skemmtilega á óvart. Muratov sagðist vona til að aðrir myndu feta í fótspor hans og bjóða upp verðmætar eignir til styrktar Úkraínumönnum.
Innrás Rússa í Úkraínu Nóbelsverðlaun Rússland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. 8. október 2021 09:03 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. 8. október 2021 09:03