Nóbelsmedalía Muratov slegin á 13 milljarða króna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júní 2022 07:45 Muratov sagðist ekki hefðu getað ímyndað sér að þvílík upphæð fengist fyrir medalíuna. AP/Eduardo Munoz Alvarez Nóbelsmedalía rússneska blaðamannsins Dmitry Muratov var seld á uppboði í gær og slegin á 103,5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 13,5 milljarða króna. Féð mun renna til UNICEF, til að aðstoða börn sem hafa flúið heimili sín í Úkraínu. „Ég vonaðist eftir mikilli samstöðu en ég átti ekki von á að þetta yðri svona há upphæð,“ sagði Muratov að uppboðinu loknu. Kaupandi verðlaunapeningsins er óþekktur, enn sem komið er, en ljóst er að um er að ræða nýtt met hvað varðar upphæð sem greidd hefur verið fyrir Nóbelsverðlaun. Fyrra metið var sett árið 2014, þegar James Watson seldi medalíuna sína fyrir 4,76 milljónir Bandaríkjadala. Watson hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1962, fyrir sinn þátt í uppgötvun sameindagerðar kjarnsýra, það er að segja erfðaefnisins. Muratov var verðlaunaður í fyrra, fyrir framlag sitt til blaðamennsku og tjáningarfrelsisins. Hann var einn stofnenda sjálfstæða miðilsins Novaya Gazeta og var meðal annars mjög gagnrýninn á innlimun Krímskaga árið 2014. Mikil stemning myndaðist í uppboðssalnum í New York í gær, þar sem mögulegir kaupendur eggjuðu hvorn annan til að gera hærri tilboð í verðlaunapeninginn. Sá sem bauð milljarðana 13, í gegnum síma, fór nokkuð langt yfir síðasta boð og kom viðstöddum þannig skemmtilega á óvart. Muratov sagðist vona til að aðrir myndu feta í fótspor hans og bjóða upp verðmætar eignir til styrktar Úkraínumönnum. Innrás Rússa í Úkraínu Nóbelsverðlaun Rússland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. 8. október 2021 09:03 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Sjá meira
„Ég vonaðist eftir mikilli samstöðu en ég átti ekki von á að þetta yðri svona há upphæð,“ sagði Muratov að uppboðinu loknu. Kaupandi verðlaunapeningsins er óþekktur, enn sem komið er, en ljóst er að um er að ræða nýtt met hvað varðar upphæð sem greidd hefur verið fyrir Nóbelsverðlaun. Fyrra metið var sett árið 2014, þegar James Watson seldi medalíuna sína fyrir 4,76 milljónir Bandaríkjadala. Watson hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1962, fyrir sinn þátt í uppgötvun sameindagerðar kjarnsýra, það er að segja erfðaefnisins. Muratov var verðlaunaður í fyrra, fyrir framlag sitt til blaðamennsku og tjáningarfrelsisins. Hann var einn stofnenda sjálfstæða miðilsins Novaya Gazeta og var meðal annars mjög gagnrýninn á innlimun Krímskaga árið 2014. Mikil stemning myndaðist í uppboðssalnum í New York í gær, þar sem mögulegir kaupendur eggjuðu hvorn annan til að gera hærri tilboð í verðlaunapeninginn. Sá sem bauð milljarðana 13, í gegnum síma, fór nokkuð langt yfir síðasta boð og kom viðstöddum þannig skemmtilega á óvart. Muratov sagðist vona til að aðrir myndu feta í fótspor hans og bjóða upp verðmætar eignir til styrktar Úkraínumönnum.
Innrás Rússa í Úkraínu Nóbelsverðlaun Rússland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. 8. október 2021 09:03 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Sjá meira
Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. 8. október 2021 09:03