Cosby fundinn sekur um að misnota táningsstúlku Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2022 08:39 Cosby (t.v.) fór með Judy Huth (t.h.) á Playboy-setrið þegar hún var aðeins sextán ára gömul árið 1975. Þar misnotað leikarinn hana kynferðislega. AP Kviðdómur í Kaliforníu fann Bill Cosby sekan um að hafa misnotað sextán ára gamla stúlku kynferðislega á Playboy-setrinu árið 1975 í gær. Málið var eitt af þeim síðustu gegn Cosby en fjöldi kvenna hefur sakað hann um misnotkun í gegnum tíðina. Judy Huth, sem nú er 64 ára gömul, stefndi Cosby vegna kynferðisofbeldis sem hún sakaði hann um að hafa beitt sig þegar hún var sextán ára gömul. Cosby neitaði sök þrátt fyrir að hann viðurkenndi að hafa hitt Huth og vinkonu hennar úr framhaldsskóla og tekið þær með sér á Playboy-setrið árið 1975. Í málinu voru meðal annars lagðar fram myndir sem vinkonan tók af Cosby og Huth á setrinu. Kviðdómendur komust að þeirri niðurstöðu að Cosby hefði vísvitandi valdið Huth skaða með kynferðislegu samneyti, honum hefði mátt vera ljóst að hún væri yngri en átján ára gömul og að framferði hans hafi verið knúið af ónáttúrulegri eða óeðlilegri kynferðislegri löngun í barn, að sögn AP-fréttastofunnar. Huth var dæmd hálf milljón dollara, jafnvirði rúmra 66 milljóna íslenskra króna, en engar refsibætur. Hún sagði það skipta hana meira máli að kviðdómendurnir hefðu trúað henni en að vera úrskurðaðar fúlgur fjár. „Þetta hefur verið pynting. Að vera rifin í sundur, hent undir rútuna og bakkað yfir mann. Fyrir mér er þetta svo stór sigur,“ sagði Huth en mál hennar hefur tekið um sjö ár. Cosby bar ekki vitni og var ekki viðstaddur réttarhöldinn. Hann er nú 84 ára gamall. Áfrýjunardómstóll ógilti fangelsisdóm sem hann hlaut fyrir að byrla konu ólyfjan og nauðga henni í fyrra og var hann látinn laus úr fangelsi. Fjöldi kvenna hefur sakað Cosby um kynferðisofbeldi en mál Huth var eitt það síðasta sem kemur til kasta dómstóla. Tryggingafyrirtæki Cosby gerði sátt í fjölda annarra mála. Mál Bill Cosby Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Cosby svarar enn fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi Málflutningur í einkamáli konu gegn Bill Cosby hefst fyrir dómstóli í Kaliforníu í dag. Konan sakar Cosby um að hafa neytt sig til kynferðislegra athafna á Playboy-setrinu þegar hún var sextán ára gömul árið 1975. 1. júní 2022 08:40 Ásakendur Cosby slegnir Mikið reiði og undran hefur brotist út eftir að Bill Cosby var sleppt úr fangelsi eftir að sakfelling hans fyrir kynferðisbrot var ógilt í gær. Konur sem báru hann sökum segjast slegnar yfir niðurstöðunni. 1. júlí 2021 10:49 Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. 30. júní 2021 17:14 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Judy Huth, sem nú er 64 ára gömul, stefndi Cosby vegna kynferðisofbeldis sem hún sakaði hann um að hafa beitt sig þegar hún var sextán ára gömul. Cosby neitaði sök þrátt fyrir að hann viðurkenndi að hafa hitt Huth og vinkonu hennar úr framhaldsskóla og tekið þær með sér á Playboy-setrið árið 1975. Í málinu voru meðal annars lagðar fram myndir sem vinkonan tók af Cosby og Huth á setrinu. Kviðdómendur komust að þeirri niðurstöðu að Cosby hefði vísvitandi valdið Huth skaða með kynferðislegu samneyti, honum hefði mátt vera ljóst að hún væri yngri en átján ára gömul og að framferði hans hafi verið knúið af ónáttúrulegri eða óeðlilegri kynferðislegri löngun í barn, að sögn AP-fréttastofunnar. Huth var dæmd hálf milljón dollara, jafnvirði rúmra 66 milljóna íslenskra króna, en engar refsibætur. Hún sagði það skipta hana meira máli að kviðdómendurnir hefðu trúað henni en að vera úrskurðaðar fúlgur fjár. „Þetta hefur verið pynting. Að vera rifin í sundur, hent undir rútuna og bakkað yfir mann. Fyrir mér er þetta svo stór sigur,“ sagði Huth en mál hennar hefur tekið um sjö ár. Cosby bar ekki vitni og var ekki viðstaddur réttarhöldinn. Hann er nú 84 ára gamall. Áfrýjunardómstóll ógilti fangelsisdóm sem hann hlaut fyrir að byrla konu ólyfjan og nauðga henni í fyrra og var hann látinn laus úr fangelsi. Fjöldi kvenna hefur sakað Cosby um kynferðisofbeldi en mál Huth var eitt það síðasta sem kemur til kasta dómstóla. Tryggingafyrirtæki Cosby gerði sátt í fjölda annarra mála.
Mál Bill Cosby Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Cosby svarar enn fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi Málflutningur í einkamáli konu gegn Bill Cosby hefst fyrir dómstóli í Kaliforníu í dag. Konan sakar Cosby um að hafa neytt sig til kynferðislegra athafna á Playboy-setrinu þegar hún var sextán ára gömul árið 1975. 1. júní 2022 08:40 Ásakendur Cosby slegnir Mikið reiði og undran hefur brotist út eftir að Bill Cosby var sleppt úr fangelsi eftir að sakfelling hans fyrir kynferðisbrot var ógilt í gær. Konur sem báru hann sökum segjast slegnar yfir niðurstöðunni. 1. júlí 2021 10:49 Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. 30. júní 2021 17:14 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Cosby svarar enn fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi Málflutningur í einkamáli konu gegn Bill Cosby hefst fyrir dómstóli í Kaliforníu í dag. Konan sakar Cosby um að hafa neytt sig til kynferðislegra athafna á Playboy-setrinu þegar hún var sextán ára gömul árið 1975. 1. júní 2022 08:40
Ásakendur Cosby slegnir Mikið reiði og undran hefur brotist út eftir að Bill Cosby var sleppt úr fangelsi eftir að sakfelling hans fyrir kynferðisbrot var ógilt í gær. Konur sem báru hann sökum segjast slegnar yfir niðurstöðunni. 1. júlí 2021 10:49
Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. 30. júní 2021 17:14