Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2022 14:23 Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington DC. AP/J. Scott Applewhite Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. Niðurstaða Hæstaréttarins um að leyfa lögum í Mississippi sem banna þungunarrof eftir fimmtándu viku meðgöngu að standa gengur gegn áratugagömlu fordæmi sem var sett í máli Roe gegn Wade frá 1973. Á grundvelli þess og síðari hæstaréttardóma hafa konur verið taldar eiga stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs í Bandaríkjunum. Í meirihlutaáliti fimm íhaldssamra dómara við réttinn skrifar Samuel Alito að dómurinn í máli Roe gegn Wade hafi verið algerlega rangur frá upphafi. Rökstuðningur hans hafi verið sérstaklega veikur og að hann hafi haft skaðlegar afleiðingar. Tími væri kominn til þess að hlýða stjórnarskránni og vísa málefninu til kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. Frjálslyndu dómararnir þrír sögðu réttinn svíkja grundvallarhugsjónir sínar með dómnum í dag. Dómurinn hefur áhrif samstundis í fjölda ríkja. Á annan tug þeirra hafa nú þegar lög sem virkja bann eða verulegar takmarkanir á þungunarrof þegar Hæstiréttur hefur snúið við Roe gegn Wade. AP-fréttastofan segir að dómurinn leiði líklega til þess að þungunarrof verði bannað í helmingi ríkja Bandaríkjanna. Af dómurunum fimm sem stóðu að meirihlutaálitinu eru fjórir karlar en ein kona. Auk Alito skrifuðu Brett Kavanaugh, Amy Coney Barrett, Clarence Thomas og Neil Gorsuch undir álitið. Donald Trump skipaði þrjú þeirra. John Roberts, forseti réttarins og sjötti íhaldsmaðurinn, tók undir meirihlutaálitið að hluta. Hann vildi þó aðeins staðfesta lögin frá Mississippi en ekki ganga svo langt að afnema með öllu réttinn til þungunarrofs. Í samræmi við leka á meirihlutaáliti Dómurinn kemur ekki á óvart þar sem efni meirihlutaálitsins var lekið í fjölmiðla í síðasta mánuði. Rannsókn stendur enn yfir á uppruna lekans. Samkvæmt fordæmi Roe gegn Wade áttu konur rétt á að gangast undir þungunarrof áður en fóstur er talið lífvænlegt, yfirleitt í kringum 24 viku. Undanfarin ár hafa ríki þar sem repúblikanar fara með völd sett upp sífellt strangari takmarkanir á þungunarrof. Miklar vangaveltur voru uppi um að Hæstiréttur myndi næst snúa við Roe gegn Wade eftir að íhaldssamir dómarar leyfðu lögum frá Texas að standa þrátt fyrir að þau bönnuðu þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur vita að þær eru barnshafandi. Niðurstaðan í dag er stórsigur fyrir andstæðinga þungunarrofs og kristilega íhaldsmenn sem hafa um áratugaskeið barist gegn því. Þeir hafa nú um nokkurt skeið eygt möguleikann á að Hæstiréttur afnæmi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs eftir að íhaldsmenn komust í öruggan meirihluta í réttinum í forsetatíð Donalds Trump. Fréttin hefur verið uppfærð til að skýra hvernig akvæði féllu í Hæstarétti. Fimm dómarar af níu greiddu atkvæði með því að snúa við Roe gegn Wade. Sex af níu greiddu atkvæði með því að staðfesta þungunartakmarkanir Mississippi-ríkis. Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24 Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Niðurstaða Hæstaréttarins um að leyfa lögum í Mississippi sem banna þungunarrof eftir fimmtándu viku meðgöngu að standa gengur gegn áratugagömlu fordæmi sem var sett í máli Roe gegn Wade frá 1973. Á grundvelli þess og síðari hæstaréttardóma hafa konur verið taldar eiga stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs í Bandaríkjunum. Í meirihlutaáliti fimm íhaldssamra dómara við réttinn skrifar Samuel Alito að dómurinn í máli Roe gegn Wade hafi verið algerlega rangur frá upphafi. Rökstuðningur hans hafi verið sérstaklega veikur og að hann hafi haft skaðlegar afleiðingar. Tími væri kominn til þess að hlýða stjórnarskránni og vísa málefninu til kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. Frjálslyndu dómararnir þrír sögðu réttinn svíkja grundvallarhugsjónir sínar með dómnum í dag. Dómurinn hefur áhrif samstundis í fjölda ríkja. Á annan tug þeirra hafa nú þegar lög sem virkja bann eða verulegar takmarkanir á þungunarrof þegar Hæstiréttur hefur snúið við Roe gegn Wade. AP-fréttastofan segir að dómurinn leiði líklega til þess að þungunarrof verði bannað í helmingi ríkja Bandaríkjanna. Af dómurunum fimm sem stóðu að meirihlutaálitinu eru fjórir karlar en ein kona. Auk Alito skrifuðu Brett Kavanaugh, Amy Coney Barrett, Clarence Thomas og Neil Gorsuch undir álitið. Donald Trump skipaði þrjú þeirra. John Roberts, forseti réttarins og sjötti íhaldsmaðurinn, tók undir meirihlutaálitið að hluta. Hann vildi þó aðeins staðfesta lögin frá Mississippi en ekki ganga svo langt að afnema með öllu réttinn til þungunarrofs. Í samræmi við leka á meirihlutaáliti Dómurinn kemur ekki á óvart þar sem efni meirihlutaálitsins var lekið í fjölmiðla í síðasta mánuði. Rannsókn stendur enn yfir á uppruna lekans. Samkvæmt fordæmi Roe gegn Wade áttu konur rétt á að gangast undir þungunarrof áður en fóstur er talið lífvænlegt, yfirleitt í kringum 24 viku. Undanfarin ár hafa ríki þar sem repúblikanar fara með völd sett upp sífellt strangari takmarkanir á þungunarrof. Miklar vangaveltur voru uppi um að Hæstiréttur myndi næst snúa við Roe gegn Wade eftir að íhaldssamir dómarar leyfðu lögum frá Texas að standa þrátt fyrir að þau bönnuðu þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur vita að þær eru barnshafandi. Niðurstaðan í dag er stórsigur fyrir andstæðinga þungunarrofs og kristilega íhaldsmenn sem hafa um áratugaskeið barist gegn því. Þeir hafa nú um nokkurt skeið eygt möguleikann á að Hæstiréttur afnæmi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs eftir að íhaldsmenn komust í öruggan meirihluta í réttinum í forsetatíð Donalds Trump. Fréttin hefur verið uppfærð til að skýra hvernig akvæði féllu í Hæstarétti. Fimm dómarar af níu greiddu atkvæði með því að snúa við Roe gegn Wade. Sex af níu greiddu atkvæði með því að staðfesta þungunartakmarkanir Mississippi-ríkis.
Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24 Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24
Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent