Búa sig undir slag um þungunarrofspillu Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2022 11:24 Sjálfboðaliði heilsugæslustöðvar í Jackson í Mississippi heldur á skilti um að stöðin sé enn opin og að þungunarrofspilla sé enn lögleg eftir að Hæstiréttur felldi niður rétt kvenna til þungunarrofs á föstudag. Stöðin er sú eina sem gerði þungunarrof í Mississippi en bann við þungunarrofi tekur gildi á næstu dögum. AP/Rogelio V. Solis Hvíta húsið ætlar að reyna að koma í veg fyrir að ríki geti bannað svonefnda þungunarrofspillu í kjölfar Hæstaréttardóms um að konur eigi ekki rétt til þungunarrofs. Búast má við að tekist verði um málið fyrir dómstólum. Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við tæplega fimmtíu ára gömlu dómafordæmi um að konur hefði stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs á föstudag. Fjöldi ríkja ætlar að banna þungunarrof strax á næstu dögum og vikum eða takmarka verulega aðgang að því. Tugir milljóna kvenna missir þannig aðgang að þungunarrofi í heimaríkjunum sínum á næstunni. Alríkisstjórnin hefur fá vopn í höndum til að bregðast við dómnum. Hún ætlar hins vegar að reyna að koma í veg fyrir að ríkin geti líka bannað lyfið mifepristone sem hefur verið nefnt þungunarrofspillan í Bandaríkjunum. Reuters-fréttastofan segir að stjórnin gæti byggt á því að sú staðreynd að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hafi gefið grænt ljós á notkun lyfsins þýði að ríkin geti ekki bannað notkun þess. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, sagði að ríkin gætu ekki bannað notkun mifepristone á grundvelli þess að þau séu ósammála sérþekkingu FDA á öryggi þess og gagnsemi. Lyfið hefur verið með markaðsleyfi í Bandaríkjunum frá árinu 2000. Erfitt gæti reynst fyrir ríki sem banna þungunarrof að koma í veg fyrir að konur nálgist lyfið. Það er hægt að kaupa á netinu eða í öðrum ríkjum. Hópur ríkja hefur þó reynt að takmarka notkun lyfsins. Í nítján ríkjum verða konur að mæta á staðinn til að geta verslað pilluna þrátt fyrir að FDA setji engar slíkar kvaðir á notkun þess. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti hæstaréttardóminum sem „öfgafullum“. Auk þess að lofa að taka slaginn um þungunarrofspilluna sagði hann að alríkisstjórnin myndi tryggja að ríki kæmu ekki í veg fyrir að konur ferðuðust til annarra ríkja til að gangast undir þungunarrof. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Trúmál Tengdar fréttir Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35 Viðsnúningurinn mikil afturför í mannréttindum Fyrr í dag sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir viðsnúning Hæstaréttar mikla afturför í mannréttindum. 24. júní 2022 21:30 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við tæplega fimmtíu ára gömlu dómafordæmi um að konur hefði stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs á föstudag. Fjöldi ríkja ætlar að banna þungunarrof strax á næstu dögum og vikum eða takmarka verulega aðgang að því. Tugir milljóna kvenna missir þannig aðgang að þungunarrofi í heimaríkjunum sínum á næstunni. Alríkisstjórnin hefur fá vopn í höndum til að bregðast við dómnum. Hún ætlar hins vegar að reyna að koma í veg fyrir að ríkin geti líka bannað lyfið mifepristone sem hefur verið nefnt þungunarrofspillan í Bandaríkjunum. Reuters-fréttastofan segir að stjórnin gæti byggt á því að sú staðreynd að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hafi gefið grænt ljós á notkun lyfsins þýði að ríkin geti ekki bannað notkun þess. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, sagði að ríkin gætu ekki bannað notkun mifepristone á grundvelli þess að þau séu ósammála sérþekkingu FDA á öryggi þess og gagnsemi. Lyfið hefur verið með markaðsleyfi í Bandaríkjunum frá árinu 2000. Erfitt gæti reynst fyrir ríki sem banna þungunarrof að koma í veg fyrir að konur nálgist lyfið. Það er hægt að kaupa á netinu eða í öðrum ríkjum. Hópur ríkja hefur þó reynt að takmarka notkun lyfsins. Í nítján ríkjum verða konur að mæta á staðinn til að geta verslað pilluna þrátt fyrir að FDA setji engar slíkar kvaðir á notkun þess. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti hæstaréttardóminum sem „öfgafullum“. Auk þess að lofa að taka slaginn um þungunarrofspilluna sagði hann að alríkisstjórnin myndi tryggja að ríki kæmu ekki í veg fyrir að konur ferðuðust til annarra ríkja til að gangast undir þungunarrof.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Trúmál Tengdar fréttir Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35 Viðsnúningurinn mikil afturför í mannréttindum Fyrr í dag sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir viðsnúning Hæstaréttar mikla afturför í mannréttindum. 24. júní 2022 21:30 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Sjá meira
Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35
Viðsnúningurinn mikil afturför í mannréttindum Fyrr í dag sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir viðsnúning Hæstaréttar mikla afturför í mannréttindum. 24. júní 2022 21:30