Rússar byrjaðir að innlima hluta Úkraínu í Rússland Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2022 19:21 Rússar beita öllum hernaðarmætti sínum þessa dagana til að ná Donetsk héraði á sitt vald og hefur héraðsstjórinn þar skorað á íbúa að flýja til vesturs. Evrópusambandið býst við að Rússar skrúfi brátt alfarið fyrir gas til aðildarríkjanna. Zelesnkyy Úkraínuforseti sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt að loftvarnaflautur hafi hljómað um allt landið í gærkvöldi og nótt. Rússar hafi gert árásir á bæi og borgir um alla Úkraínu eftir nokkuð hlé sem hafi skapað óróa hjá mörgum sem töldu að Rússar væru að undirbúa eitthvað stórkostlegt. Þjóðarleiðtogar hafa streymt til fundar við Zelenskyy forseta í Kænugarði frá því fljótlega eftir að innrás Rússa hófst. Forsetinn tók á móti Micheal Martin forsætisráðherra Írlands í dag.AP/Andrew Kravchenko „Fólk ætti ekki að leita að rökvísi í gerðum hryðjuverkamanna.Rússneski herinn gerir ekkert hlé. Hann hefur eitt verkefni: Að drepa fólk, að hræða fólk þannig að nokkrir dagar án þess að loftvarnaflautur gjalli virðast vera hluti af ógninni. Í kvöld mátti heyra í loftvarnaflautunum í Kænugarði og í næstum allri Úkraínu,“ sagði Zelenskyy. Eftir að Rússar náðu Luhanks héraði að fullu á sitt vald á dögunum hafa þeir beit öllum hernaðarmætti sínum að bæjum og borgum í Donetsk héraði en sameiginlega mynda þessi tvö héruð Donbas svæðið svo kallaða. Pavlo Kyrylenko héraðsstjóri í Donetsk skorar á 350 þúsund íbúa af 1,6 milljón sem enn eru í héraðinu að flýja til vesturs. Þannig verði auðveldara að ráðast gegn innrásarliðinu. Árásir Rússa séu óskipulagðar og beinist alls ekki einvörðungu gegn hernaðarlegum skotmörkum. „Heldur að því að eyðileggja borgaralega innviði og íbúðahverfi eins og gert var um helgina í Sloviansk og Kramatorsk,“ segir héraðsstjórinn. Rússar eru byrjaðir að innlima hluta Donbas svæðisins inn í Rússland með útgáfu vegabréfa þar sem fram kemur að Úkraína sé hérað í Rússlandi.AP Yfirvarp Rússa fyrir innrásinni er að þeir séu að frelsa rússneskumælandi íbúa undan stjórn nasista í Úkraínu. En í raun eru þeir að hertaka Donbas vegna þess að þar eru gífurlegar kola-, gas- og olíuauðlindir sem myndu duga til að útvega Evrópu allt það gas sem hún þarf á að halda. Innlimun Rússa á héruðunum er þegar hafin því þeir eru byrjaðir að gefa út vegabréf til íbúa Luhansk þar sem kemur fram að Úkraína sé hérað í Rússlandi. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir Evrópu verða að búa sig undir að Rússar skrúfi alfarið fyrir gasflutninga til álfunnar.AP/Jean-Francois Badias Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir sambandið búa sig undir að Rússar skúrfi bráðlega alveg fyrir gasflutninga til aðildarríkjanna. „Núna hafa tólf aðildarríki þegar orðið fyrir beinum áhrifum vegna lokunar fyrir rússneskt gas að hluta eða öllu leyti. Svo það liggur í augum uppi að Pútín heldur áfram að nota orkugjafa sem vopn,“ segir von der Leyen. Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Úkraína Rússland Tengdar fréttir Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50 Enn hart barist í Lysychansk og fólk hvatt til að flýja Ríkisstjóri Donetsk-héraðs hefur hvatt um 350 þúsund íbúa héraðsins til að flýja í ljósi yfirvofandi rússneskrar sóknar. Hann segir enn hart barist í útjaðri Lysychansk. 6. júlí 2022 10:35 Úkraínuforseti segir ESB aðild ekki mega dragast í mörg ár Forseti Úkraínu segir aðildarferli landsins að Evrópusambandinu ekki mega taka einhver ár eða áratugi. Tuttugu og einn almennur borgari féll, þeirra á meðal tvö börn, og tæplega fjörutíu manns særðust í eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús og sumarbúðir í Odessa héraði í gærkvöldi. 1. júlí 2022 19:20 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Zelesnkyy Úkraínuforseti sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt að loftvarnaflautur hafi hljómað um allt landið í gærkvöldi og nótt. Rússar hafi gert árásir á bæi og borgir um alla Úkraínu eftir nokkuð hlé sem hafi skapað óróa hjá mörgum sem töldu að Rússar væru að undirbúa eitthvað stórkostlegt. Þjóðarleiðtogar hafa streymt til fundar við Zelenskyy forseta í Kænugarði frá því fljótlega eftir að innrás Rússa hófst. Forsetinn tók á móti Micheal Martin forsætisráðherra Írlands í dag.AP/Andrew Kravchenko „Fólk ætti ekki að leita að rökvísi í gerðum hryðjuverkamanna.Rússneski herinn gerir ekkert hlé. Hann hefur eitt verkefni: Að drepa fólk, að hræða fólk þannig að nokkrir dagar án þess að loftvarnaflautur gjalli virðast vera hluti af ógninni. Í kvöld mátti heyra í loftvarnaflautunum í Kænugarði og í næstum allri Úkraínu,“ sagði Zelenskyy. Eftir að Rússar náðu Luhanks héraði að fullu á sitt vald á dögunum hafa þeir beit öllum hernaðarmætti sínum að bæjum og borgum í Donetsk héraði en sameiginlega mynda þessi tvö héruð Donbas svæðið svo kallaða. Pavlo Kyrylenko héraðsstjóri í Donetsk skorar á 350 þúsund íbúa af 1,6 milljón sem enn eru í héraðinu að flýja til vesturs. Þannig verði auðveldara að ráðast gegn innrásarliðinu. Árásir Rússa séu óskipulagðar og beinist alls ekki einvörðungu gegn hernaðarlegum skotmörkum. „Heldur að því að eyðileggja borgaralega innviði og íbúðahverfi eins og gert var um helgina í Sloviansk og Kramatorsk,“ segir héraðsstjórinn. Rússar eru byrjaðir að innlima hluta Donbas svæðisins inn í Rússland með útgáfu vegabréfa þar sem fram kemur að Úkraína sé hérað í Rússlandi.AP Yfirvarp Rússa fyrir innrásinni er að þeir séu að frelsa rússneskumælandi íbúa undan stjórn nasista í Úkraínu. En í raun eru þeir að hertaka Donbas vegna þess að þar eru gífurlegar kola-, gas- og olíuauðlindir sem myndu duga til að útvega Evrópu allt það gas sem hún þarf á að halda. Innlimun Rússa á héruðunum er þegar hafin því þeir eru byrjaðir að gefa út vegabréf til íbúa Luhansk þar sem kemur fram að Úkraína sé hérað í Rússlandi. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir Evrópu verða að búa sig undir að Rússar skrúfi alfarið fyrir gasflutninga til álfunnar.AP/Jean-Francois Badias Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir sambandið búa sig undir að Rússar skúrfi bráðlega alveg fyrir gasflutninga til aðildarríkjanna. „Núna hafa tólf aðildarríki þegar orðið fyrir beinum áhrifum vegna lokunar fyrir rússneskt gas að hluta eða öllu leyti. Svo það liggur í augum uppi að Pútín heldur áfram að nota orkugjafa sem vopn,“ segir von der Leyen.
Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Úkraína Rússland Tengdar fréttir Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50 Enn hart barist í Lysychansk og fólk hvatt til að flýja Ríkisstjóri Donetsk-héraðs hefur hvatt um 350 þúsund íbúa héraðsins til að flýja í ljósi yfirvofandi rússneskrar sóknar. Hann segir enn hart barist í útjaðri Lysychansk. 6. júlí 2022 10:35 Úkraínuforseti segir ESB aðild ekki mega dragast í mörg ár Forseti Úkraínu segir aðildarferli landsins að Evrópusambandinu ekki mega taka einhver ár eða áratugi. Tuttugu og einn almennur borgari féll, þeirra á meðal tvö börn, og tæplega fjörutíu manns særðust í eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús og sumarbúðir í Odessa héraði í gærkvöldi. 1. júlí 2022 19:20 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50
Enn hart barist í Lysychansk og fólk hvatt til að flýja Ríkisstjóri Donetsk-héraðs hefur hvatt um 350 þúsund íbúa héraðsins til að flýja í ljósi yfirvofandi rússneskrar sóknar. Hann segir enn hart barist í útjaðri Lysychansk. 6. júlí 2022 10:35
Úkraínuforseti segir ESB aðild ekki mega dragast í mörg ár Forseti Úkraínu segir aðildarferli landsins að Evrópusambandinu ekki mega taka einhver ár eða áratugi. Tuttugu og einn almennur borgari féll, þeirra á meðal tvö börn, og tæplega fjörutíu manns særðust í eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús og sumarbúðir í Odessa héraði í gærkvöldi. 1. júlí 2022 19:20