Zion ætlar ekki að bregðast neinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júlí 2022 16:01 Zion Williamson fékk fínasta samning hjá Pelicans. Hann ætlar ekki að bregðast sjálfum sér né neinum öðrum. Getty Images/Jonathan Bachman Zion Williamson, leikmaður New Orleans Pelicans, hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann kom fyrst inn í NBA deildina. Hann hefur glímt við ýmis meiðsli en virðist nú vera á batavegi og treystir Pelicans honum nægilega mikið til að gefa honum fimm ára samning upp á nærri 200 milljónir Bandaríkjadala. Zion var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2019 og var mikil spenna fyrir komu hans í deildina. Kraft framherjinn hafði verið hreint út sagt magnaður með Duke háskóla var í raun talinn fullmótaður er hann skráði sig í nýliðavalið. Annað kom svo á daginn en hann meiddist illa á hné skömmu eftir að fyrsta tímabil hans í deildinni fór af stað. Hann kom til baka áður en tímabilið var búið og minnti heldur betur á sig með frábærum frammistöðum hér og þar. Tímabilið eftir náði hann 61 leik en í kjölfarið meiddist leikmaðurinn og var frá allt síðasta tímabil. Hefur hann bæði meiðst illa á hné sem og fótbrotnað síðan hann kom í deildina. Pelicans hefur hins vegar gríðarlega trú á honum 22 ára gamla Zion sem fékk fimm ára samning á dögunum. Á samningstímanum fær Zion hið minnsta 193 milljónir Bandaríkjadala en fari svo að Zion verði valinn í stjörnulið deildarinnar þá mun samningurinn hækka upp í 231 milljón Bandaríkjadala. Ef marka má orð Zion þá má ætla að félagið þurfi að borga honum hámarksupphæð. „Ég ætla ekki að bregðast þessar borg, ég ætla ekki að bregðast fjölskyldu minni og síst af öllu ætla ég að bregðast sjálfum mér,“ sagði Zion í viðtali við ESPN á dögunum. Zion is aiming to prove he was worth the max pic.twitter.com/PZDHp5sbkx— ESPN (@espn) July 6, 2022 Sem stendur má áætla að Zion verði með þegar NBA deildin hefst á nýjan leik næsta haust. Það eru gleðitíðindi fyrir stuðningsfólk Pelicans en það hefur beðið í ofvæntingu að sjá fullfrískan Zion ásamt Brandon Ingram, Larry Nance Jr., CJ McCollum og öðrum leikmönnum liðsins. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Zion var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2019 og var mikil spenna fyrir komu hans í deildina. Kraft framherjinn hafði verið hreint út sagt magnaður með Duke háskóla var í raun talinn fullmótaður er hann skráði sig í nýliðavalið. Annað kom svo á daginn en hann meiddist illa á hné skömmu eftir að fyrsta tímabil hans í deildinni fór af stað. Hann kom til baka áður en tímabilið var búið og minnti heldur betur á sig með frábærum frammistöðum hér og þar. Tímabilið eftir náði hann 61 leik en í kjölfarið meiddist leikmaðurinn og var frá allt síðasta tímabil. Hefur hann bæði meiðst illa á hné sem og fótbrotnað síðan hann kom í deildina. Pelicans hefur hins vegar gríðarlega trú á honum 22 ára gamla Zion sem fékk fimm ára samning á dögunum. Á samningstímanum fær Zion hið minnsta 193 milljónir Bandaríkjadala en fari svo að Zion verði valinn í stjörnulið deildarinnar þá mun samningurinn hækka upp í 231 milljón Bandaríkjadala. Ef marka má orð Zion þá má ætla að félagið þurfi að borga honum hámarksupphæð. „Ég ætla ekki að bregðast þessar borg, ég ætla ekki að bregðast fjölskyldu minni og síst af öllu ætla ég að bregðast sjálfum mér,“ sagði Zion í viðtali við ESPN á dögunum. Zion is aiming to prove he was worth the max pic.twitter.com/PZDHp5sbkx— ESPN (@espn) July 6, 2022 Sem stendur má áætla að Zion verði með þegar NBA deildin hefst á nýjan leik næsta haust. Það eru gleðitíðindi fyrir stuðningsfólk Pelicans en það hefur beðið í ofvæntingu að sjá fullfrískan Zion ásamt Brandon Ingram, Larry Nance Jr., CJ McCollum og öðrum leikmönnum liðsins. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira