Senda fleiri HIMARS og nákvæmari skot til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2022 23:15 Úkraínumenn eru sagðir hafa notað þau HIMARS-vopnakerfi sem þeir hafa þegar fengið með mjög góðum árangri á undanförnum dögum. Getty/Anastasia Vlasova Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að senda fleiri vopnakerfi og nákvæm skotfæri til Úkraínu. Bæði er um að ræða eldflaugakerfi af gerðinni HIMARS, sem gera Úkraínumönnum kleift að gera nákvæmar árásir á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð, og 155 mm skot í fallbyssur sem hægt er að skjóta af mun meiri nákvæmni en hefðbundnum stórskotaliðsskotum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti vopnasendinguna nú í kvöld. Fjögur eldflaugakerfi verða send til Úkraínu, til viðbótar við þau átta sem þegar er búið að senda. Þá verða þúsund nákvæm skot einnig send. Samkvæmt frétt Politico skjóta Úkraínumenn um fimm þúsund hefðbundnum skotum úr fallbyssum sínum á dag. Rússar eru sagðir skjóta tvöfalt fleiri skotum. Bandaríkjamenn vonast til þess að með þessum þúsund nýju skotum muni Úkraínumenn geta náð betri árangri með mun færri árásum. Skotin munu gera Úkraínumönnum kleift að gera mun nákvæmari árásir í átökunum við Rússa og vonast Bandaríkjamenn til að þau muni gefa Úkraínumönnum aukna burði til að draga úr yfirburðum Rússa þegar kemur að stórskotaliði. NEWS: Precision Artillery Rounds Included in Latest Security Assistance Package to Ukraine. https://t.co/TQs6yA3Wpj— Department of Defense (@DeptofDefense) July 8, 2022 Nota HIMARS með góðum árangri Fram kom á blaðamannafundi í Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í dag að rúmlega hundrað úkraínskir hermenn hafi fengið þjálfun í notkun HIMARS-vopnakerfanna. Fregnir hafa borist af því að Úkraínumenn hafi notað þau átta kerfi sem þeir hafi þegar fengið til að gera árásir á birgðastöðvar og stjórnstöðvar Rússar langt frá víglínum. Úkraínumenn eru sagðir hafa beitt vopnakerfunum með miklum árangri. Á áðurnefndum blaðamannafundi sögðu Bandaríkjamenn að úkraínskir hermenn væru að koma upp nýjum varnarlínum, eftir fall Luhansk-héraðs og væru að undirbúa varnir Donetsk. Saman mynda héruðin Donbas-svæðið. Sjá einnig: Lýsa aðstæðum sem „helvíti á jörðu“ Undirbúningur Úkraínumanna var sagður ganga vel, samkvæmt blaðamanni Foreign Policy sem sótti fundinn. Rússar sagðir skorta baráttuanda Bandaríkjamenn segja einnig að Rússar eigi í nokkrum vandræðum með baráttuanda hermanna sinna. „Ég get ekki ímyndað mér að verða fyrir eins miklu mannfalli og Rússar hafa orðið fyrir, og eiga ekki í vandræðum með baráttuanda,“ sagði einn háttsettur embættismaður í Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Fregnir af manneklu í rússneska hernum hafa borist reglulega á undanförnum vikum. Ráðamenn í Kreml hafa forðast það að lýsa formlega yfir stríði og efna til almennrar herkvaðningar. Þess í staðinn hefur rússneski herinn boðið mönnum fúlgur fjár fyrir herþjónustu. Mun hærri laun en við hefðbundnar kringumstæður og styttri samninga en voru í boði fyrir innrásina í Úkraínu. Sjá einnig: Alvarlegir gallar á rússneska hernum Í dag bárust svo fregnir af því að verið væri að bjóða rússneskum föngum með reynslu af herþjónustu að ganga í herinn eða ganga til liðs við málaliðahóp sem nefnist Wagner Group og hefur verið lýst við skuggaher Rússlands. Michael Kofman, sérfræðingur í málefnum rússneska hersins, segir þetta renna frekari stoðum undir fregnir af mikilli manneklu rússneska hersins. Looks like small numbers, but still, recruiting prisoners with experience reflects the Russian military s desperate need to replace lost manpower. https://t.co/RRs7vV27pq— Michael Kofman (@KofmanMichael) July 8, 2022 Úkraína Bandaríkin Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rússar halda áfram að kenna öðrum um innrásina Á sama tíma og Rússar leggja undir sig gífurlegar olíu- og gasauðlindir Úkraínu á Donbas svæðinu sem gætu farið langt með að svara orkuþörf Evrópu, halda þeir áfram að kenna Bandaríkjunum og NATO um þeirra eigin innrás í landið. 8. júlí 2022 19:17 „Pútín mun ekki gráta það að hann sé farinn“ Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands lýsti því yfir í dag að hann sæktist eftir að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þekkir vel til innan Íhaldsflokksins, telur líklegt að annað hvort Sunak eða Liz Truss utanríkisráðherra hafi sigur í leiðtogakjöri. 8. júlí 2022 18:01 Segir Sievieródonetsk á barmi mannúðarhörmunga Ástandið í hinni hersetnu Sievieródonetsk „er á barmi mannúðarhörmunga,“ segir Serhai Haidai, ríkisstjóri Lúhansk í Úkraínu. Hann segir ekkert miðlægt vatnsveitu-, gasveitu- eða rafveitukerfi í borginni, um 80 prósent alls húsnæðis hafi verið eyðilagt og að Rússar fari ránshendi um borgina. 8. júlí 2022 08:21 Segir Rússa rétt að byrja í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að Rússar séu að „rétt að byrja“ í Úkraínu. Þetta sagði hann í samtali við rússneska þingmenn í dag og manaði hann einnig Vesturlönd til að reyna að sigra Rússland á vígvellinum. 7. júlí 2022 21:31 Vestræn þungavopn loks farin að draga úr mætti Rússa Forseti Úkraínu segir að langþráð þungavopn frá Vesturlöndum séu loksins farin að skila árangri í baráttunni við rússneska innrásarliðið. Úkraínskar hersveitir sæki fram gegn Rússum í suðurhluta landsins. Hörðustu bardagarnir fari þó fram í austurhlutanum þessa dagana. 7. júlí 2022 14:02 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti vopnasendinguna nú í kvöld. Fjögur eldflaugakerfi verða send til Úkraínu, til viðbótar við þau átta sem þegar er búið að senda. Þá verða þúsund nákvæm skot einnig send. Samkvæmt frétt Politico skjóta Úkraínumenn um fimm þúsund hefðbundnum skotum úr fallbyssum sínum á dag. Rússar eru sagðir skjóta tvöfalt fleiri skotum. Bandaríkjamenn vonast til þess að með þessum þúsund nýju skotum muni Úkraínumenn geta náð betri árangri með mun færri árásum. Skotin munu gera Úkraínumönnum kleift að gera mun nákvæmari árásir í átökunum við Rússa og vonast Bandaríkjamenn til að þau muni gefa Úkraínumönnum aukna burði til að draga úr yfirburðum Rússa þegar kemur að stórskotaliði. NEWS: Precision Artillery Rounds Included in Latest Security Assistance Package to Ukraine. https://t.co/TQs6yA3Wpj— Department of Defense (@DeptofDefense) July 8, 2022 Nota HIMARS með góðum árangri Fram kom á blaðamannafundi í Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í dag að rúmlega hundrað úkraínskir hermenn hafi fengið þjálfun í notkun HIMARS-vopnakerfanna. Fregnir hafa borist af því að Úkraínumenn hafi notað þau átta kerfi sem þeir hafi þegar fengið til að gera árásir á birgðastöðvar og stjórnstöðvar Rússar langt frá víglínum. Úkraínumenn eru sagðir hafa beitt vopnakerfunum með miklum árangri. Á áðurnefndum blaðamannafundi sögðu Bandaríkjamenn að úkraínskir hermenn væru að koma upp nýjum varnarlínum, eftir fall Luhansk-héraðs og væru að undirbúa varnir Donetsk. Saman mynda héruðin Donbas-svæðið. Sjá einnig: Lýsa aðstæðum sem „helvíti á jörðu“ Undirbúningur Úkraínumanna var sagður ganga vel, samkvæmt blaðamanni Foreign Policy sem sótti fundinn. Rússar sagðir skorta baráttuanda Bandaríkjamenn segja einnig að Rússar eigi í nokkrum vandræðum með baráttuanda hermanna sinna. „Ég get ekki ímyndað mér að verða fyrir eins miklu mannfalli og Rússar hafa orðið fyrir, og eiga ekki í vandræðum með baráttuanda,“ sagði einn háttsettur embættismaður í Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Fregnir af manneklu í rússneska hernum hafa borist reglulega á undanförnum vikum. Ráðamenn í Kreml hafa forðast það að lýsa formlega yfir stríði og efna til almennrar herkvaðningar. Þess í staðinn hefur rússneski herinn boðið mönnum fúlgur fjár fyrir herþjónustu. Mun hærri laun en við hefðbundnar kringumstæður og styttri samninga en voru í boði fyrir innrásina í Úkraínu. Sjá einnig: Alvarlegir gallar á rússneska hernum Í dag bárust svo fregnir af því að verið væri að bjóða rússneskum föngum með reynslu af herþjónustu að ganga í herinn eða ganga til liðs við málaliðahóp sem nefnist Wagner Group og hefur verið lýst við skuggaher Rússlands. Michael Kofman, sérfræðingur í málefnum rússneska hersins, segir þetta renna frekari stoðum undir fregnir af mikilli manneklu rússneska hersins. Looks like small numbers, but still, recruiting prisoners with experience reflects the Russian military s desperate need to replace lost manpower. https://t.co/RRs7vV27pq— Michael Kofman (@KofmanMichael) July 8, 2022
Úkraína Bandaríkin Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rússar halda áfram að kenna öðrum um innrásina Á sama tíma og Rússar leggja undir sig gífurlegar olíu- og gasauðlindir Úkraínu á Donbas svæðinu sem gætu farið langt með að svara orkuþörf Evrópu, halda þeir áfram að kenna Bandaríkjunum og NATO um þeirra eigin innrás í landið. 8. júlí 2022 19:17 „Pútín mun ekki gráta það að hann sé farinn“ Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands lýsti því yfir í dag að hann sæktist eftir að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þekkir vel til innan Íhaldsflokksins, telur líklegt að annað hvort Sunak eða Liz Truss utanríkisráðherra hafi sigur í leiðtogakjöri. 8. júlí 2022 18:01 Segir Sievieródonetsk á barmi mannúðarhörmunga Ástandið í hinni hersetnu Sievieródonetsk „er á barmi mannúðarhörmunga,“ segir Serhai Haidai, ríkisstjóri Lúhansk í Úkraínu. Hann segir ekkert miðlægt vatnsveitu-, gasveitu- eða rafveitukerfi í borginni, um 80 prósent alls húsnæðis hafi verið eyðilagt og að Rússar fari ránshendi um borgina. 8. júlí 2022 08:21 Segir Rússa rétt að byrja í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að Rússar séu að „rétt að byrja“ í Úkraínu. Þetta sagði hann í samtali við rússneska þingmenn í dag og manaði hann einnig Vesturlönd til að reyna að sigra Rússland á vígvellinum. 7. júlí 2022 21:31 Vestræn þungavopn loks farin að draga úr mætti Rússa Forseti Úkraínu segir að langþráð þungavopn frá Vesturlöndum séu loksins farin að skila árangri í baráttunni við rússneska innrásarliðið. Úkraínskar hersveitir sæki fram gegn Rússum í suðurhluta landsins. Hörðustu bardagarnir fari þó fram í austurhlutanum þessa dagana. 7. júlí 2022 14:02 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Sjá meira
Rússar halda áfram að kenna öðrum um innrásina Á sama tíma og Rússar leggja undir sig gífurlegar olíu- og gasauðlindir Úkraínu á Donbas svæðinu sem gætu farið langt með að svara orkuþörf Evrópu, halda þeir áfram að kenna Bandaríkjunum og NATO um þeirra eigin innrás í landið. 8. júlí 2022 19:17
„Pútín mun ekki gráta það að hann sé farinn“ Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands lýsti því yfir í dag að hann sæktist eftir að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þekkir vel til innan Íhaldsflokksins, telur líklegt að annað hvort Sunak eða Liz Truss utanríkisráðherra hafi sigur í leiðtogakjöri. 8. júlí 2022 18:01
Segir Sievieródonetsk á barmi mannúðarhörmunga Ástandið í hinni hersetnu Sievieródonetsk „er á barmi mannúðarhörmunga,“ segir Serhai Haidai, ríkisstjóri Lúhansk í Úkraínu. Hann segir ekkert miðlægt vatnsveitu-, gasveitu- eða rafveitukerfi í borginni, um 80 prósent alls húsnæðis hafi verið eyðilagt og að Rússar fari ránshendi um borgina. 8. júlí 2022 08:21
Segir Rússa rétt að byrja í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að Rússar séu að „rétt að byrja“ í Úkraínu. Þetta sagði hann í samtali við rússneska þingmenn í dag og manaði hann einnig Vesturlönd til að reyna að sigra Rússland á vígvellinum. 7. júlí 2022 21:31
Vestræn þungavopn loks farin að draga úr mætti Rússa Forseti Úkraínu segir að langþráð þungavopn frá Vesturlöndum séu loksins farin að skila árangri í baráttunni við rússneska innrásarliðið. Úkraínskar hersveitir sæki fram gegn Rússum í suðurhluta landsins. Hörðustu bardagarnir fari þó fram í austurhlutanum þessa dagana. 7. júlí 2022 14:02