Stjórnendur Uber nýttu sér ofbeldi gegn ökumönnum til að greiða götu sína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2022 14:31 Uber hélt áfram starfsemi víða í Evrópu jafnvel þótt þjónusta fyrirtækisins hefði verið sögð ekki samrýmast lögum. Til átaka kom í París og víðar. epa/Ian Langsdon Stjórnendur Uber nýttu sér ofbeldi gegn ökumönnum fyrirtækisins til að auglýsa fyrirtækið og hafa áhrif á löggjafa í þeim ríkjum þar sem þeir vildu koma starfsemi sinni á fót. Þá voru digrir sjóðir frá fjárfestum notaðir til að niðurgreiða þjónustuna og grafa undan samkeppnisaðilum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem lekið var til Guardian. Samkvæmt umfjöllun Washington Post, sem er meðal 40 miðla sem hafa unnið fréttir upp úr gögnunum, var Uber metið á 50 miljarða Bandaríkjadala árið 2016, þegar fyrirtækið horfði til þess að komast á markaði í Asíu, Afríku og Indlandi. Þá höfðu þegar um 80 ökumenn Uber orðið fyrir árásum í Evrópu árið 2015 og fjöldi bifreiða verið eyðilagður, í átökum við aðra leigubílstjóra sem óttuðust að missa lifibrauð sitt. Þegar efnt var til mótmæla gegn fyrirtækinu í París, var starfsemin flutt í ómerkt húsnæði og starfsmönnum sagt að klæðast ekki merktum fatnaði á almannafæri. Þáverandi forstjóri fyrirtækisins, Travis Kalanick, einn stofnenda Uber, vildi hins vegar fá ökumenn og viðskiptavini til að taka þátt í gagn-mótmælum og talaði um „borgaralega óhlýðni“, „15.000 ökumenn“ og „50.000 farþega“ í skilaboðum. Þegar aðrir yfirmenn viðruðu áhyggjur af öryggi viðstaddra sagði Kalanick að ef hópurinn yrði nógu stór ættu ökumennirnir að vera öruggir. Ef til átaka kæmi, gæti Uber hagnast á því. „Ég held það sé þess virði,“ sagði Kalanick. „Ofbeldi tryggir árangur.“ Vörðu 90 milljónum dala í „stefnumótun og samskiptamál“ Uber var mjög fljótt að stækka á heimsvísu, þrátt fyrir að hafa ekki starfsleyfi í mörgum löndum en gögnin sem fjölmiðlar hafa undir höndum sýna að forsvarsmenn fyrirtækisins höfðu ekki miklar áhyggjur af því þótt þeir vissu að þeir væru að brjóta lög. Þegar ökumenn voru beittir ofbeldi gripu talsmenn Uber stundum til þess ráðs að fá fjölmiðlum upplýsingar um atvikin til að ýta undir óvild í garð samkeppnisaðila og þá var ofbeldið notað til að tryggja stjórnendum fundi með ráðamönnum til að þrýsta á breytingar á löggjöfinni á viðkomandi svæði. Í París, degi eftir skipulögð gagn-mótmæli, þurfti lögregla að grípa inn í þegar til átaka kom á milli leigubílstjóra og ökumanna Uber. Þess ber að geta að ökumennirnir eru sjaldnast beinlínis starfsmenn Uber og oftar en ekki á afar lélegum kjörum. Þannig var því hins vegar ekki farið þegar Uber hóf fyrst inneið á nýja markaði, þar sem fyrirtækið notaði hyldjúpar kistur sínar til að niðurgreiða þjónustuna og grafa þannig undan samkeppni og löggjöf. Ökumönnum var þá greitt ákveðið álag sem var langt umfram hefðbundið kaup, á sama tíma og þjónustan var nærri því ókeypis. Samkvæmt Washington Post nam það fjármagn sem varið var til „stefnumótunar og samskiptamála“ um 90 milljónum Bandaríkjadala árið 2016. Kalanick var látinn fjúka árið 2017, meðal annars vegna þrýstings frá fjárfestum. Talsmenn fyrirtækisins segja aðferðir hans tíma ekki viðgangast í dag. Leigubílar Frakkland Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem lekið var til Guardian. Samkvæmt umfjöllun Washington Post, sem er meðal 40 miðla sem hafa unnið fréttir upp úr gögnunum, var Uber metið á 50 miljarða Bandaríkjadala árið 2016, þegar fyrirtækið horfði til þess að komast á markaði í Asíu, Afríku og Indlandi. Þá höfðu þegar um 80 ökumenn Uber orðið fyrir árásum í Evrópu árið 2015 og fjöldi bifreiða verið eyðilagður, í átökum við aðra leigubílstjóra sem óttuðust að missa lifibrauð sitt. Þegar efnt var til mótmæla gegn fyrirtækinu í París, var starfsemin flutt í ómerkt húsnæði og starfsmönnum sagt að klæðast ekki merktum fatnaði á almannafæri. Þáverandi forstjóri fyrirtækisins, Travis Kalanick, einn stofnenda Uber, vildi hins vegar fá ökumenn og viðskiptavini til að taka þátt í gagn-mótmælum og talaði um „borgaralega óhlýðni“, „15.000 ökumenn“ og „50.000 farþega“ í skilaboðum. Þegar aðrir yfirmenn viðruðu áhyggjur af öryggi viðstaddra sagði Kalanick að ef hópurinn yrði nógu stór ættu ökumennirnir að vera öruggir. Ef til átaka kæmi, gæti Uber hagnast á því. „Ég held það sé þess virði,“ sagði Kalanick. „Ofbeldi tryggir árangur.“ Vörðu 90 milljónum dala í „stefnumótun og samskiptamál“ Uber var mjög fljótt að stækka á heimsvísu, þrátt fyrir að hafa ekki starfsleyfi í mörgum löndum en gögnin sem fjölmiðlar hafa undir höndum sýna að forsvarsmenn fyrirtækisins höfðu ekki miklar áhyggjur af því þótt þeir vissu að þeir væru að brjóta lög. Þegar ökumenn voru beittir ofbeldi gripu talsmenn Uber stundum til þess ráðs að fá fjölmiðlum upplýsingar um atvikin til að ýta undir óvild í garð samkeppnisaðila og þá var ofbeldið notað til að tryggja stjórnendum fundi með ráðamönnum til að þrýsta á breytingar á löggjöfinni á viðkomandi svæði. Í París, degi eftir skipulögð gagn-mótmæli, þurfti lögregla að grípa inn í þegar til átaka kom á milli leigubílstjóra og ökumanna Uber. Þess ber að geta að ökumennirnir eru sjaldnast beinlínis starfsmenn Uber og oftar en ekki á afar lélegum kjörum. Þannig var því hins vegar ekki farið þegar Uber hóf fyrst inneið á nýja markaði, þar sem fyrirtækið notaði hyldjúpar kistur sínar til að niðurgreiða þjónustuna og grafa þannig undan samkeppni og löggjöf. Ökumönnum var þá greitt ákveðið álag sem var langt umfram hefðbundið kaup, á sama tíma og þjónustan var nærri því ókeypis. Samkvæmt Washington Post nam það fjármagn sem varið var til „stefnumótunar og samskiptamála“ um 90 milljónum Bandaríkjadala árið 2016. Kalanick var látinn fjúka árið 2017, meðal annars vegna þrýstings frá fjárfestum. Talsmenn fyrirtækisins segja aðferðir hans tíma ekki viðgangast í dag.
Leigubílar Frakkland Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Sjá meira