Senda dróna, fallbyssur og eldflaugar til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 21. júlí 2022 13:47 Úkraínskir hermenn í Donetsk. Úkraínumenn segja mikla þörf á fleiri skrið- og bryndrekum. AP/Nariman El-Mofty Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, opinberaði í morgun að Bretar ætli að senda mikið magn vopna til Úkraínu á komandi vikum. Þar á meðal skotfæri, dróna, fallbyssur og eldflaugar til að granda skriðdrekum. Meðal þess sem senda á til Úkraínu eru rúmlega tuttugu 155mm fallbyssur af gerðinni M109 en þær eru á toppi bryndreka. Einnig stendur til að senda 36 L119 105mm fallbyssur og ratsjár sem greina stórskotaliðsárásir annarra og eru notaðar til að granda stórskotaliði óvina. Bretar ætla einnig að senda rúmlega fimmtíu þúsund skot í þær fallbyssur sem Úkraínumenn eiga fyrir. Auk þess ætla Bretar að senda rúmlega 1.600 hundrað eldflaugar sem hannaðar eru til granda skriðdrekum til Úkraínu og hundruð dróna sem hannaðir eru til að steypa sér á skotmörk og springa í loft upp. will supply scores of artillery guns, hundreds of drones and hundreds more anti-tank weapons to Ukraine in the coming weeks, Defence Secretary @BWallaceMP has announced. #StandWithUkraine Read more here https://t.co/yk675bEbZE— Ministry of Defence (@DefenceHQ) July 21, 2022 Þetta er til viðbótar við þúsundir eldflauga af gerðinni NLAW og Javelin sem Bretar hafa sent til Úkraínumanna. Bretar hafa einnig sent 120 bryndreka, loftvarnir, eldflaugar sem hannaðar eru til að sökkva skipum, dróna, loftvarnir, skotheld vesti, hjálma, nætursjónauka og ýmislegt annað. Rússneskir hermenn í Úkraínu.AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Wallace segir í yfirlýsingu að vopnasendingar Breta til Úkraínu séu til marks um vilja þeirra til að tryggja að Úkraína hafi burði til að verjast ólöglegri innrás Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Sjá einnig: Rússar vilja meira en Donbas Bandaríkjamenn tilkynntu sömuleiðis í gær að þeir myndu senda Úkraínumönnum fleiri vopn og þar á meðal fleiri HIMARS-eldflaugakerfi, sem Úkraínumenn eru sagðir hafa notað með mjög góðum árangri að undanförnu. Undirbúningur stendur nú yfir fyrir sókn Úkraínumanna í Kherson-héraði og er það í fyrsta sinn sem þeir hyggja á svo umfangsmiklar gagnárásir. Markmið Úkraínumanna er að frelsa eins mikið af suðurströnd landsins og þeir geta en hún er gífurlega mikilvæg hagkerfi Úkraínu og öryggi. Rússar munu þó geta gert árásir á úkraínska hermenn í Kherson en þeir þurfa að sækja fram yfir tiltölulega opin svæði. Wall Street Journal (áskriftarvefur) segir Úkraínumenn kalla eftir fleiri þungavopnum frá Vesturlöndum og segja þau nauðsynleg til að sækja fram í Kherson. Þeir segja hafa sérstaka þörf á skrið- og bryndrekum, drónum og stórskotaliðsvopnum. Til marks um erfiðleika Úkraínumanna í Kherson segir WSJ frá því að í síðasta mánuði hafi Rússar skotið um átta hundruð sprengjum á eina úkraínska herdeild en hermenn gátu lítið skjól fundið á ökrum héraðsins. Margir hermenn féllu og mikilvæg vopn eyðilögðust. HIMARS-eldflaugarnar eru sagðar hafa dregið verulega úr getu rússneska stórskotaliðsins á svæðinu. Einn hermaður sem ræddi við WSJ segir Úkraínumenn hafa varið tveimur mánuðum í skotgröfum við að reyna að halda aftur af Rússum. HIMARS-vopnakerfin hafi skipt sköpum en Úkraínumenn hafi misst of marga skriðdreka í átökum við Rússa. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Tengdar fréttir Fundu Fabergé-egg um borð í snekkju ólígarka Bandarísk yfirvöld hafa fundið Fabergé-egg um borð í snekkju ólígarkans Suleiman Kerimov. Lagt var hald á snekkjuna í Fiji í kjölfar innrás Rússa í Úkraínu. 21. júlí 2022 10:20 Ekkert bendi til þess að Pútín sé illa haldinn Ekkert bendir til þess að Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé við bága heilsu. Þetta segir forstjóri CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna en sögusagnir hafa verið um að forsetinn sé langt leiddur af alvarlegum sjúkdómi, mögulega krabbameini. 21. júlí 2022 07:31 Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Meðal þess sem senda á til Úkraínu eru rúmlega tuttugu 155mm fallbyssur af gerðinni M109 en þær eru á toppi bryndreka. Einnig stendur til að senda 36 L119 105mm fallbyssur og ratsjár sem greina stórskotaliðsárásir annarra og eru notaðar til að granda stórskotaliði óvina. Bretar ætla einnig að senda rúmlega fimmtíu þúsund skot í þær fallbyssur sem Úkraínumenn eiga fyrir. Auk þess ætla Bretar að senda rúmlega 1.600 hundrað eldflaugar sem hannaðar eru til granda skriðdrekum til Úkraínu og hundruð dróna sem hannaðir eru til að steypa sér á skotmörk og springa í loft upp. will supply scores of artillery guns, hundreds of drones and hundreds more anti-tank weapons to Ukraine in the coming weeks, Defence Secretary @BWallaceMP has announced. #StandWithUkraine Read more here https://t.co/yk675bEbZE— Ministry of Defence (@DefenceHQ) July 21, 2022 Þetta er til viðbótar við þúsundir eldflauga af gerðinni NLAW og Javelin sem Bretar hafa sent til Úkraínumanna. Bretar hafa einnig sent 120 bryndreka, loftvarnir, eldflaugar sem hannaðar eru til að sökkva skipum, dróna, loftvarnir, skotheld vesti, hjálma, nætursjónauka og ýmislegt annað. Rússneskir hermenn í Úkraínu.AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Wallace segir í yfirlýsingu að vopnasendingar Breta til Úkraínu séu til marks um vilja þeirra til að tryggja að Úkraína hafi burði til að verjast ólöglegri innrás Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Sjá einnig: Rússar vilja meira en Donbas Bandaríkjamenn tilkynntu sömuleiðis í gær að þeir myndu senda Úkraínumönnum fleiri vopn og þar á meðal fleiri HIMARS-eldflaugakerfi, sem Úkraínumenn eru sagðir hafa notað með mjög góðum árangri að undanförnu. Undirbúningur stendur nú yfir fyrir sókn Úkraínumanna í Kherson-héraði og er það í fyrsta sinn sem þeir hyggja á svo umfangsmiklar gagnárásir. Markmið Úkraínumanna er að frelsa eins mikið af suðurströnd landsins og þeir geta en hún er gífurlega mikilvæg hagkerfi Úkraínu og öryggi. Rússar munu þó geta gert árásir á úkraínska hermenn í Kherson en þeir þurfa að sækja fram yfir tiltölulega opin svæði. Wall Street Journal (áskriftarvefur) segir Úkraínumenn kalla eftir fleiri þungavopnum frá Vesturlöndum og segja þau nauðsynleg til að sækja fram í Kherson. Þeir segja hafa sérstaka þörf á skrið- og bryndrekum, drónum og stórskotaliðsvopnum. Til marks um erfiðleika Úkraínumanna í Kherson segir WSJ frá því að í síðasta mánuði hafi Rússar skotið um átta hundruð sprengjum á eina úkraínska herdeild en hermenn gátu lítið skjól fundið á ökrum héraðsins. Margir hermenn féllu og mikilvæg vopn eyðilögðust. HIMARS-eldflaugarnar eru sagðar hafa dregið verulega úr getu rússneska stórskotaliðsins á svæðinu. Einn hermaður sem ræddi við WSJ segir Úkraínumenn hafa varið tveimur mánuðum í skotgröfum við að reyna að halda aftur af Rússum. HIMARS-vopnakerfin hafi skipt sköpum en Úkraínumenn hafi misst of marga skriðdreka í átökum við Rússa.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Tengdar fréttir Fundu Fabergé-egg um borð í snekkju ólígarka Bandarísk yfirvöld hafa fundið Fabergé-egg um borð í snekkju ólígarkans Suleiman Kerimov. Lagt var hald á snekkjuna í Fiji í kjölfar innrás Rússa í Úkraínu. 21. júlí 2022 10:20 Ekkert bendi til þess að Pútín sé illa haldinn Ekkert bendir til þess að Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé við bága heilsu. Þetta segir forstjóri CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna en sögusagnir hafa verið um að forsetinn sé langt leiddur af alvarlegum sjúkdómi, mögulega krabbameini. 21. júlí 2022 07:31 Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Fundu Fabergé-egg um borð í snekkju ólígarka Bandarísk yfirvöld hafa fundið Fabergé-egg um borð í snekkju ólígarkans Suleiman Kerimov. Lagt var hald á snekkjuna í Fiji í kjölfar innrás Rússa í Úkraínu. 21. júlí 2022 10:20
Ekkert bendi til þess að Pútín sé illa haldinn Ekkert bendir til þess að Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé við bága heilsu. Þetta segir forstjóri CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna en sögusagnir hafa verið um að forsetinn sé langt leiddur af alvarlegum sjúkdómi, mögulega krabbameini. 21. júlí 2022 07:31
Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55