Guterres segir samninginn það mikilvægasta sem hann hafi gert hjá SÞ Eiður Þór Árnason skrifar 22. júlí 2022 15:22 Sergey Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, Hulusi Akar, varnarmálaráðherra Tyrklands, Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands undirrituðu samkomulagið. Epa/SEDAT SUNA Fulltrúar Úkraínu, Rússlands, Tyrklands og Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hafa undirritað samning sem mun greiða fyrir langþráðum útflutningi á korni frá Úkraínu. Samningurinn gerir Úkraínu kleift að flytja út um 20 milljón tonn af korni sem hafa lengi verið föst í höfnum landsins. Rússar hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að koma í veg fyrir útflutninginn og Sameinuðu þjóðirnar sagt aðgerðirnar ógna fæðuöryggi víða um heim. Mörg ríki eru háð kornvörum frá Úkraínu sem hefur lengi verið einn stærsti útflytjandi hveitis, korns og sólblómaolíu í heiminum. Matvælaverð á hrávörumörkuðum hefur lækkað eftir að fregnir bárust af samkomulaginu sem undirritað var upp úr klukkan 14 á íslenskum tíma. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hélt til Istanbúl í Tyrklandi í dag til að undirrita samninginn en tyrknesk stjórnvöld hafa haft milligöngu um sáttaviðræðurnar. Guterres segir að undirritun samkomulagsins kveiki vonarneista á tímum stríðs og líklega sé um að ræða hans mikilvægasta verk frá því að hann tók við stjórnartaumunum hjá SÞ árið 2017. Tyrkir hafa eftirlit með skipunum Í samkomulaginu fallast rússnesk stjórnvöld á vopnahlé til þess að liðka fyrir kornútflutningunum og munu Tyrkir hafa eftirlit með skipunum til að koma í veg fyrir að þau verði nýtt undir vopnaflutninga. Úkraínski þingmaðurinn Oleksiy Goncharenko situr á þingi fyrir hafnarborgina Odessa þar sem mikið magn korns hefur safnast upp síðustu mánuði. Goncharenko segir í samtali við BBC að hann reikni með því að útflutningur geti hafist í næstu viku ef allt sé til reiðu. Þrátt fyrir niðurstöðuna segist hann eiga erfitt með að treysta því að rússnesk stjórnvöld muni efna samkomulagið í ljósi fyrri hegðunar. Fram kemur í frétt BBC að Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna hafi lengi fest kaup á korni frá Úkraínu til að brauðfæða ríki sem standi frammi fyrir hungursneyð. Á seinasta ári neyttu um 400 milljónir manna korns frá Úkraínu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Landbúnaður Tyrkland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Skrifa undir samning um útflutning korns frá Úkraínu Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim. 22. júlí 2022 10:44 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Rússar hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að koma í veg fyrir útflutninginn og Sameinuðu þjóðirnar sagt aðgerðirnar ógna fæðuöryggi víða um heim. Mörg ríki eru háð kornvörum frá Úkraínu sem hefur lengi verið einn stærsti útflytjandi hveitis, korns og sólblómaolíu í heiminum. Matvælaverð á hrávörumörkuðum hefur lækkað eftir að fregnir bárust af samkomulaginu sem undirritað var upp úr klukkan 14 á íslenskum tíma. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hélt til Istanbúl í Tyrklandi í dag til að undirrita samninginn en tyrknesk stjórnvöld hafa haft milligöngu um sáttaviðræðurnar. Guterres segir að undirritun samkomulagsins kveiki vonarneista á tímum stríðs og líklega sé um að ræða hans mikilvægasta verk frá því að hann tók við stjórnartaumunum hjá SÞ árið 2017. Tyrkir hafa eftirlit með skipunum Í samkomulaginu fallast rússnesk stjórnvöld á vopnahlé til þess að liðka fyrir kornútflutningunum og munu Tyrkir hafa eftirlit með skipunum til að koma í veg fyrir að þau verði nýtt undir vopnaflutninga. Úkraínski þingmaðurinn Oleksiy Goncharenko situr á þingi fyrir hafnarborgina Odessa þar sem mikið magn korns hefur safnast upp síðustu mánuði. Goncharenko segir í samtali við BBC að hann reikni með því að útflutningur geti hafist í næstu viku ef allt sé til reiðu. Þrátt fyrir niðurstöðuna segist hann eiga erfitt með að treysta því að rússnesk stjórnvöld muni efna samkomulagið í ljósi fyrri hegðunar. Fram kemur í frétt BBC að Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna hafi lengi fest kaup á korni frá Úkraínu til að brauðfæða ríki sem standi frammi fyrir hungursneyð. Á seinasta ári neyttu um 400 milljónir manna korns frá Úkraínu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Landbúnaður Tyrkland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Skrifa undir samning um útflutning korns frá Úkraínu Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim. 22. júlí 2022 10:44 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Skrifa undir samning um útflutning korns frá Úkraínu Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim. 22. júlí 2022 10:44