Átök Rússlands og vesturveldanna ná út í geim Eiður Þór Árnason skrifar 26. júlí 2022 16:08 Alþjóðlega geimstöðin sést hér fyrir ofan Persaflóa. NASA Rússar hyggjast slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina árið 2024 og byggja upp sína eigin geimstöð. Yuri Borisov, nýr yfirmaður rússnesku geimferðastofnunarinnar Roskosmos, segir Rússar ætla að efna allar skuldbindingar sínar fram að því en þeir hafa átt í samstarfi við Bandaríkin og fleiri ríki um rekstur Alþjóðlegu geimstöðvarinnar frá árinu 1998. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu en samskipti Rússlands og Vesturlanda hafa versnað til muna eftir að Rússar hófu innrás sína í Úkraínu. Fram að þessu virtust átökin hafa haft lítil áhrif á samstarf ríkjanna í geimnum en nú er breyting þar á. Fyrir innrásina höfðu Rússar áður hótað því að draga sig úr Alþjóðlegu geimstöðinni í kjölfar efnahagslegra refsiaðgerða vesturvelda. Fimm geimvísindastofnanir standa að baki Alþjóðlegu geimstöðinni sem hefur verið á sporbraut um jörðu frá árinu 1998 og nýtt til að framkvæma þúsundir vísindatilrauna. Auk NASA og Roskosmos taka geimferðastofnanir Evrópu, Japans og Kanada þátt í verkefninu. NASA ekki enn borist formleg tilkynning Samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi starfsemi geimstöðvarinnar fram til ársins 2024 og hafa Bandaríkin kallað eftir því að allir samstarfsaðilarnir samþykki að framlengja samkomulagið um sex ár. Borisov tók við stjórn Roskosmos eftir að Vladimir Putin Rússlandsforseti rak forvera hans Dmitrí Rogozin fyrr í júlí en sá hafði hótað því að Rússar ætluðu að slíta sig frá samstarfinu. Að sögn BBC tilkynnti Borisov ákvörðunina á fundi sínum með Putin og bætti við að uppsetning nýrrar rússneskrar geimstöðvar yrði forgangsverkefni stofnunarinnar. Frá fundi Yuri Borisov og Vladimir Putin í Kreml í dag. Epa/MIKHAIL KLIMENTYEV Fulltrúi NASA segir í samtali við fréttaveituna Reuters að geimferðastofnunin hafi ekki enn verið formlega tilkynnt um þessa stefnubreytingu Rússa. Rússar hafa reglulega talað um að draga sig úr Alþjóðlegu geimstöðinni og hefja eigið geimstöðvarverkefni en lengi var óljóst hversu mikil alvara lægi þar að baki. Jonathan Amos, fréttamaður BBC, segir ljóst að slíkt verkefni yrði kostnaðarsamt fyrir rússnesk stjórnvöld og kallaði á meiri fjármuni en þau hafi veitt til geimferðaáætlunar fram til þessa. Alþjóðlega geimstöðin Rússland Geimurinn Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Vladimír Pútín, forseti Rússlands, rak í morgun Dmitrí Rogozin, yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Yuri Borisov, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra, hefur verið skipaður í embættið í stað Rogozins. 15. júlí 2022 14:04 Segir Rússa ætla að yfirgefa geimstöðina Dmitrí Rogozin, yfirmaður Roscosmos, geimvísindastofnunnar Rússlands, lýsti því yfir um helgina að Rússar ætli að slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina. Hann sagði ákvörðun hafa verið tekna og það væri vegna refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. 3. maí 2022 07:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu en samskipti Rússlands og Vesturlanda hafa versnað til muna eftir að Rússar hófu innrás sína í Úkraínu. Fram að þessu virtust átökin hafa haft lítil áhrif á samstarf ríkjanna í geimnum en nú er breyting þar á. Fyrir innrásina höfðu Rússar áður hótað því að draga sig úr Alþjóðlegu geimstöðinni í kjölfar efnahagslegra refsiaðgerða vesturvelda. Fimm geimvísindastofnanir standa að baki Alþjóðlegu geimstöðinni sem hefur verið á sporbraut um jörðu frá árinu 1998 og nýtt til að framkvæma þúsundir vísindatilrauna. Auk NASA og Roskosmos taka geimferðastofnanir Evrópu, Japans og Kanada þátt í verkefninu. NASA ekki enn borist formleg tilkynning Samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi starfsemi geimstöðvarinnar fram til ársins 2024 og hafa Bandaríkin kallað eftir því að allir samstarfsaðilarnir samþykki að framlengja samkomulagið um sex ár. Borisov tók við stjórn Roskosmos eftir að Vladimir Putin Rússlandsforseti rak forvera hans Dmitrí Rogozin fyrr í júlí en sá hafði hótað því að Rússar ætluðu að slíta sig frá samstarfinu. Að sögn BBC tilkynnti Borisov ákvörðunina á fundi sínum með Putin og bætti við að uppsetning nýrrar rússneskrar geimstöðvar yrði forgangsverkefni stofnunarinnar. Frá fundi Yuri Borisov og Vladimir Putin í Kreml í dag. Epa/MIKHAIL KLIMENTYEV Fulltrúi NASA segir í samtali við fréttaveituna Reuters að geimferðastofnunin hafi ekki enn verið formlega tilkynnt um þessa stefnubreytingu Rússa. Rússar hafa reglulega talað um að draga sig úr Alþjóðlegu geimstöðinni og hefja eigið geimstöðvarverkefni en lengi var óljóst hversu mikil alvara lægi þar að baki. Jonathan Amos, fréttamaður BBC, segir ljóst að slíkt verkefni yrði kostnaðarsamt fyrir rússnesk stjórnvöld og kallaði á meiri fjármuni en þau hafi veitt til geimferðaáætlunar fram til þessa.
Alþjóðlega geimstöðin Rússland Geimurinn Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Vladimír Pútín, forseti Rússlands, rak í morgun Dmitrí Rogozin, yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Yuri Borisov, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra, hefur verið skipaður í embættið í stað Rogozins. 15. júlí 2022 14:04 Segir Rússa ætla að yfirgefa geimstöðina Dmitrí Rogozin, yfirmaður Roscosmos, geimvísindastofnunnar Rússlands, lýsti því yfir um helgina að Rússar ætli að slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina. Hann sagði ákvörðun hafa verið tekna og það væri vegna refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. 3. maí 2022 07:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Vladimír Pútín, forseti Rússlands, rak í morgun Dmitrí Rogozin, yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Yuri Borisov, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra, hefur verið skipaður í embættið í stað Rogozins. 15. júlí 2022 14:04
Segir Rússa ætla að yfirgefa geimstöðina Dmitrí Rogozin, yfirmaður Roscosmos, geimvísindastofnunnar Rússlands, lýsti því yfir um helgina að Rússar ætli að slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina. Hann sagði ákvörðun hafa verið tekna og það væri vegna refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. 3. maí 2022 07:00