Stjórnarskrárbreyting veitir forseta Túnis nær alræðisvald Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. júlí 2022 08:52 Kais Saied fagnar sigri með stuðningsfólki sínu. Getty Nýsamþykkt stjórnarskrárbreyting í Túnis veitir forseta landsins nær alræðisvald innan stjórnkerfisins. Margir óttast að landið sé að færast aftur til einræðis. Þjóðaratkvæðagriðslan var haldin í gær, nákvæmlega ári eftir að Saied sagði upp ríkisstjórinni og setti þingstörf í algjört uppnám. Samkvæmt niðurstöðum er um 95 prósent stuðningur innan landsins við stjórnarskrárbreytinguna. Útgönguspár voru kynntar í ríkisútvarpi landsins um klukkan tvö í nótt að staðartíma. Saied ávarpaði lýðinn í kjölfarið. „Nýtt skeið er hafið í sögu Túnis,“ er haft eftir Saied í frétt ríkisútvarpsins í Túnis. „Allir þeir sem hafa framið glæpi gegn landi okkar munu svara fyrir það,“ bætti forsetinn við án þess að nefna þá glæpamenn á nafn. Einungis um þriðjungur þeirra 9,3 milljóna kosningabærra manna nýttu atkvæðarétt sinn, en margir sniðgengu atkvæðagreiðsluna í mótmælaskyni. Þrátt fyrir það var kjörsókn nokkru meiri en búist var við og gefur því vísbendingu um að forsetinn njóti enn mikils persónufylgis. Kjörstjórn var þó sökuð um að falsa kosningatölur um leið og tölurnar voru birtar. Með nýjum stjórnarskrárákvæðum verður forsetinn æðsti yfirmaður hersins, sem gerir honum kleift að skipa ríkisstjórn án stuðnings meiri hluta þingsins. Að auki verður mun auðveldara fyrir forsetann að samþykkja ný lög einhliða. Í raun sé því ómögulegt að koma forsetanum af valdastóli með núverandi stjórnskipulagi, að sögn pólitískra andstæðinga þar í landi. Túnis Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira
Þjóðaratkvæðagriðslan var haldin í gær, nákvæmlega ári eftir að Saied sagði upp ríkisstjórinni og setti þingstörf í algjört uppnám. Samkvæmt niðurstöðum er um 95 prósent stuðningur innan landsins við stjórnarskrárbreytinguna. Útgönguspár voru kynntar í ríkisútvarpi landsins um klukkan tvö í nótt að staðartíma. Saied ávarpaði lýðinn í kjölfarið. „Nýtt skeið er hafið í sögu Túnis,“ er haft eftir Saied í frétt ríkisútvarpsins í Túnis. „Allir þeir sem hafa framið glæpi gegn landi okkar munu svara fyrir það,“ bætti forsetinn við án þess að nefna þá glæpamenn á nafn. Einungis um þriðjungur þeirra 9,3 milljóna kosningabærra manna nýttu atkvæðarétt sinn, en margir sniðgengu atkvæðagreiðsluna í mótmælaskyni. Þrátt fyrir það var kjörsókn nokkru meiri en búist var við og gefur því vísbendingu um að forsetinn njóti enn mikils persónufylgis. Kjörstjórn var þó sökuð um að falsa kosningatölur um leið og tölurnar voru birtar. Með nýjum stjórnarskrárákvæðum verður forsetinn æðsti yfirmaður hersins, sem gerir honum kleift að skipa ríkisstjórn án stuðnings meiri hluta þingsins. Að auki verður mun auðveldara fyrir forsetann að samþykkja ný lög einhliða. Í raun sé því ómögulegt að koma forsetanum af valdastóli með núverandi stjórnskipulagi, að sögn pólitískra andstæðinga þar í landi.
Túnis Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira