Úkraínuforseti birtist óvænt á stuttermabol á höfninni í Odessa Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2022 20:01 Volodymyr Zelenskyy heimsótti hafnirnar í Chornomork og Odessa, tvær af þremur helstu útflutningshöfnum Úkraínu, þar sem verið var að dæla korni um borð í flutingaskip. AP/forsetaskrifstofa Úkraínu Forseti Úkraínu heimsótti óvænt hafnarborgina Odessa ásamt sendiherrum sjö ríkja í dag til að kynna sér undirbúning fyrir útflutning á milljónum tonna af korni frá Úkraínu. Vonir eru bundnar við að útflutningurinn geti hafist í dag eða á morgun. Öryggisverðir gæta korngeymslna við höfnina í Odessa í dag. Flytja þarf út um 20 milljónir tonna til að pláss verði fyrir haustuppskeru þessa árs.AP/David Goldman Volodymyr Zelenskyy var yfirvegaður þar sem hann gekk um hafnarsvæðið í stuttermabol í dag. Hann bar þess ekki merki að rússneska leyniþjónustan sæti um líf hans og Rússar hefðu nýlega gert eldflaugaárás á Odessa og hafnarsvæðið þar. Hann fékk munnlega skýrslu um stöðu mála og var viðstaddur þegar verið var að dæla korni um borð í fyrsta skipið. „Þetta er tyrkneskt skip sem ég stend hérna við. Þetta gefur til kynna að höfnin hafi tekið til starfa. Það mikilvægasta fyrir okkur er að höfnin og fólkið geti starfað,“ sagði forsetinn. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu kynnti sér aðstæður á útflutningshöfninni í Odessa í fylgd sendiherra ýmissra ríkja og fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í dag.AP/forsetaskrifstofa Úkraínu Allt væri til reiðu Úkraínu meginn til að hefja útflutninginn. Nú væri bara beðið eftir merki frá samhæfingarmiðstöð í Tyrklandi. „Um leið og Tyrkir og Sameinuðu þjóðirnar gefa merki um að þeir séu tilbúnir að taka við farminum og að við getum hafið útflutning byrjar þetta allt. Ég held að ferlið muni hefjast í dag eða á morgun“, sagði Zelenskyy. Um hundrað flutningaskip hafa legið föst í útflutningshöfnum Úkraínu frá því innrás Rússa í landið hófst hinn 24. febrúar.AP/David Goldman Yuzhny, Odessa og Chornomorsk eru aðalútflutningshafnir Úkraínu og er allt til reiðu í þeim tveimur síðar nefndu. Flytja þarf út um 20 milljónir tonna af korni og mikið af áburði á þeim 120 dögum sem samkomulag Úkraínumanna og Rússa fyrir milligöngu Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna um útflutninginn nær til. Samhæfingarmiðstöð skipuð fulltrúum þessara aðila var formlega opnuð í Istanbúl í Tyrklandi í gær. Þaðan verður öllum flutningunum stjórnað. Hulusi Akar varnarmálaráðherra Tyrklands segir alla leggja metnað sinn í að útflutningurinn frá Úkraínu gangi vel í nafni friðar í heiminum. Náið eftirlit verði með siglingunum.AP/Khalil Hamra Hulusi Akar varnarmálaráðherra Tyrklands segir að fylgst verði með skipunum með aðstoð gervihnatta og öðrum samskiptum. Fylgst verði með lestun þeirra í Úkraínu og farmur þeirra skoðaður í Tyrklandi áður en skipin haldi lengra. Ekki þurfi að slægja upp tundurdufl vegna siglinganna að þessu sinni. „Starfsmennirnir í þessari miðstöð vita að augu heimsins hvíla á þeim. Það er von okkar að með samvinnu og vel heppnuðu starfi muni miðstöðin ná hámarksframlagi til mannúðarþarfa og friðar,“ sagði tyrkneski varnarmálaráðherrann í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13 Eldfjöll, sundlaugar, ís og nammi í uppáhaldi Skapandi sumarnámskeið ætlað úkraínskum börnum sem flúið hafa hingað til lands hefur vakið mikla lukku, en þar fá þau útrás fyrir sköpunargleðina. Þau segjast hrifin af Íslandi, en eldfjöll, sundlaugar og rjómaís eru á meðal þess sem þeim finnst best við landið. 29. júlí 2022 08:31 Úkraína ætlar að útvega Evrópu rafmagn Almenningur í Þýskalandi er byrjaður að undirbúa sig undir kaldan vetur vegna þess að Rússar hafa meira og minna skrúfað fyrir gasflutninga til landsins. Í Köln er hiti lækkaður í mörgum fjölbýlishúsum yfir nóttina til að spara gasið. 28. júlí 2022 21:47 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Sjá meira
Öryggisverðir gæta korngeymslna við höfnina í Odessa í dag. Flytja þarf út um 20 milljónir tonna til að pláss verði fyrir haustuppskeru þessa árs.AP/David Goldman Volodymyr Zelenskyy var yfirvegaður þar sem hann gekk um hafnarsvæðið í stuttermabol í dag. Hann bar þess ekki merki að rússneska leyniþjónustan sæti um líf hans og Rússar hefðu nýlega gert eldflaugaárás á Odessa og hafnarsvæðið þar. Hann fékk munnlega skýrslu um stöðu mála og var viðstaddur þegar verið var að dæla korni um borð í fyrsta skipið. „Þetta er tyrkneskt skip sem ég stend hérna við. Þetta gefur til kynna að höfnin hafi tekið til starfa. Það mikilvægasta fyrir okkur er að höfnin og fólkið geti starfað,“ sagði forsetinn. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu kynnti sér aðstæður á útflutningshöfninni í Odessa í fylgd sendiherra ýmissra ríkja og fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í dag.AP/forsetaskrifstofa Úkraínu Allt væri til reiðu Úkraínu meginn til að hefja útflutninginn. Nú væri bara beðið eftir merki frá samhæfingarmiðstöð í Tyrklandi. „Um leið og Tyrkir og Sameinuðu þjóðirnar gefa merki um að þeir séu tilbúnir að taka við farminum og að við getum hafið útflutning byrjar þetta allt. Ég held að ferlið muni hefjast í dag eða á morgun“, sagði Zelenskyy. Um hundrað flutningaskip hafa legið föst í útflutningshöfnum Úkraínu frá því innrás Rússa í landið hófst hinn 24. febrúar.AP/David Goldman Yuzhny, Odessa og Chornomorsk eru aðalútflutningshafnir Úkraínu og er allt til reiðu í þeim tveimur síðar nefndu. Flytja þarf út um 20 milljónir tonna af korni og mikið af áburði á þeim 120 dögum sem samkomulag Úkraínumanna og Rússa fyrir milligöngu Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna um útflutninginn nær til. Samhæfingarmiðstöð skipuð fulltrúum þessara aðila var formlega opnuð í Istanbúl í Tyrklandi í gær. Þaðan verður öllum flutningunum stjórnað. Hulusi Akar varnarmálaráðherra Tyrklands segir alla leggja metnað sinn í að útflutningurinn frá Úkraínu gangi vel í nafni friðar í heiminum. Náið eftirlit verði með siglingunum.AP/Khalil Hamra Hulusi Akar varnarmálaráðherra Tyrklands segir að fylgst verði með skipunum með aðstoð gervihnatta og öðrum samskiptum. Fylgst verði með lestun þeirra í Úkraínu og farmur þeirra skoðaður í Tyrklandi áður en skipin haldi lengra. Ekki þurfi að slægja upp tundurdufl vegna siglinganna að þessu sinni. „Starfsmennirnir í þessari miðstöð vita að augu heimsins hvíla á þeim. Það er von okkar að með samvinnu og vel heppnuðu starfi muni miðstöðin ná hámarksframlagi til mannúðarþarfa og friðar,“ sagði tyrkneski varnarmálaráðherrann í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13 Eldfjöll, sundlaugar, ís og nammi í uppáhaldi Skapandi sumarnámskeið ætlað úkraínskum börnum sem flúið hafa hingað til lands hefur vakið mikla lukku, en þar fá þau útrás fyrir sköpunargleðina. Þau segjast hrifin af Íslandi, en eldfjöll, sundlaugar og rjómaís eru á meðal þess sem þeim finnst best við landið. 29. júlí 2022 08:31 Úkraína ætlar að útvega Evrópu rafmagn Almenningur í Þýskalandi er byrjaður að undirbúa sig undir kaldan vetur vegna þess að Rússar hafa meira og minna skrúfað fyrir gasflutninga til landsins. Í Köln er hiti lækkaður í mörgum fjölbýlishúsum yfir nóttina til að spara gasið. 28. júlí 2022 21:47 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Sjá meira
Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13
Eldfjöll, sundlaugar, ís og nammi í uppáhaldi Skapandi sumarnámskeið ætlað úkraínskum börnum sem flúið hafa hingað til lands hefur vakið mikla lukku, en þar fá þau útrás fyrir sköpunargleðina. Þau segjast hrifin af Íslandi, en eldfjöll, sundlaugar og rjómaís eru á meðal þess sem þeim finnst best við landið. 29. júlí 2022 08:31
Úkraína ætlar að útvega Evrópu rafmagn Almenningur í Þýskalandi er byrjaður að undirbúa sig undir kaldan vetur vegna þess að Rússar hafa meira og minna skrúfað fyrir gasflutninga til landsins. Í Köln er hiti lækkaður í mörgum fjölbýlishúsum yfir nóttina til að spara gasið. 28. júlí 2022 21:47
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent