Íbúar Kansas standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. ágúst 2022 06:41 Niðurstöðunni var víðsvegar fagnað en á öðrum stöðum grétu viðstaddir og báðu. AP/Kansas City Star/Tammy Ljungblad Íbúar í Kansas í Bandaríkjunum höfnuðu því í atkvæðagreiðslu í gær að fjarlægja ákvæði úr stjórnarskrá ríkisins þar sem konum er tryggður rétturinn til þungunarrofs. Ákveðið var að efna til atkvæðagreiðslunnar í kjölfar þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti niðurstöðu dómsins í máli Roe gegn Wade. Það fordæmi hafði um áratuga skeið tryggt konum réttin til þungunarrofs í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Afgerandi niðurstöður atkvæðagreiðslunnar í Kansas komu nokkuð á óvart en þegar 80 prósent atkvæða höfðu verið talin reyndust 61 prósent hafa kosið að viðhalda réttinum en 39 prósent að fella ákvæðið úr stjórnarskránni. Þetta þýðir að atkvæði féllu ekki eftir flokkslínum en meðal íbúa Kansas eru mun fleiri skráðir repúblikanar en demókratar. Breaking News: Kansans rejected an amendment removing the right to abortion from the State Constitution, a backlash to the end of Roe v. Wade. https://t.co/yp1vmo2lDZ— The New York Times (@nytimes) August 3, 2022 Milljónum dala var varið í kosningabaráttuna en um er að ræða fyrstu íbúakosningarnar sem haldnar eru um réttinn til þungunarrofs frá því að dómur Hæstaréttar féll. Stuðningsmenn viðaukans sem kosið var um, sem kvað á um að fella úr gildi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs, bentu á að samþykki hans þýddi ekki endilega að þungunarrof yrðu gerð óheimil heldur að valdið til að taka ákvörðun um málið yrði í höndum löggjafans. Margir stuðningsmenn þungunarrofa sögðust hins vegar óttast að breytingin yrði til þess að nær algjört bann gegn þungunarrofum yrði samþykkt á næstu mánuðum. Tonight, Kansans used their voices to protect women s right to choose and access reproductive health care.It s an important victory for Kansas, but also for every American who believes that women should be able to make their own health decisions without government interference.— President Biden (@POTUS) August 3, 2022 Þungunarrof Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Sjá meira
Ákveðið var að efna til atkvæðagreiðslunnar í kjölfar þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti niðurstöðu dómsins í máli Roe gegn Wade. Það fordæmi hafði um áratuga skeið tryggt konum réttin til þungunarrofs í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Afgerandi niðurstöður atkvæðagreiðslunnar í Kansas komu nokkuð á óvart en þegar 80 prósent atkvæða höfðu verið talin reyndust 61 prósent hafa kosið að viðhalda réttinum en 39 prósent að fella ákvæðið úr stjórnarskránni. Þetta þýðir að atkvæði féllu ekki eftir flokkslínum en meðal íbúa Kansas eru mun fleiri skráðir repúblikanar en demókratar. Breaking News: Kansans rejected an amendment removing the right to abortion from the State Constitution, a backlash to the end of Roe v. Wade. https://t.co/yp1vmo2lDZ— The New York Times (@nytimes) August 3, 2022 Milljónum dala var varið í kosningabaráttuna en um er að ræða fyrstu íbúakosningarnar sem haldnar eru um réttinn til þungunarrofs frá því að dómur Hæstaréttar féll. Stuðningsmenn viðaukans sem kosið var um, sem kvað á um að fella úr gildi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs, bentu á að samþykki hans þýddi ekki endilega að þungunarrof yrðu gerð óheimil heldur að valdið til að taka ákvörðun um málið yrði í höndum löggjafans. Margir stuðningsmenn þungunarrofa sögðust hins vegar óttast að breytingin yrði til þess að nær algjört bann gegn þungunarrofum yrði samþykkt á næstu mánuðum. Tonight, Kansans used their voices to protect women s right to choose and access reproductive health care.It s an important victory for Kansas, but also for every American who believes that women should be able to make their own health decisions without government interference.— President Biden (@POTUS) August 3, 2022
Þungunarrof Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Sjá meira