Kærasti Kim Wall óánægður með framgöngu fjölmiðla Bjarki Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2022 19:26 Peter Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Kim Wall. Vísir Ole Stobbe, kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall sem myrt var árið 2017, er ekki ánægður með hversu langt fjölmiðlar gengu í fréttaumfjöllun um morðið á Wall. Líf hans snúi enn um málið, fimm árum seinna. Kim Wall var myrt aðfaranótt 11. ágúst árið 2017 í kafbáti danska uppfinningamannsins Peter Madsen. Stobbe var gestur danska hlaðvarpsins Genstart vegna þess að fimm ár væru liðin frá morðinu. Hefur reynt að forðast fjölmiðlalestur „Þetta fyllir allt enn þann dag í dag. Þetta er það sem ég vakna við á morgnanna og það sem ég sofna við á kvöldin,“ segir Stobbe um morðið og umfjöllun fjölmiðla. Hann hefur reynt sitt besta við að forðast það að lesa fjölmiðla eftir morðið en það hefur reynst honum erfitt. Stobbe þjáist af áfallastreituröskun, kvíða og fær tíðar martraðir eftir að Peter Madsen myrti kærustuna hans. Í viðtalinu minnist hann þess þegar tveir lögreglumenn gengu að honum er hann sat fyrir utan íbúð sína og Wall. „Þeir gengu til mín, sögðu að ég væri örugglega sá sem þeir ættu að tala við og tilkynntu mér þetta. Þá var nú þegar búið að halda jarðarför á sjó,“ segir Stobbe. „Það eru mjög orð sem ég á mjög erfitt með eftir þetta. Mörg orð sem ég á erfitt með að segja. Og þegar aðrir segja þessi orð sýni ég mikil viðbrögð,“ segir hann og vill meina að fjölmiðlar eigi hluta af sök þess. Fjölmiðlar of ágengir Hann segist aldrei hafa fengið tíma í að skilja og átta sig á því hvað hefði gerst við kærustu sína þar sem fjölmiðlar voru svo ágengir. „Það voru sumir tóku þetta mál og eignuðu sér það, þrátt fyrir að þetta væri mikill harmleikur fyrir mig,“ segir Stobbe. Hann nefnir eitt dæmi þar sem fréttamaður hringdi í hann og bað hann um að koma í viðtal. Ef hann vildi ekki tjá sig um málið ætlaði viðkomandi blaðamaður að fylla restina af frétt sinni með umfjöllun um morðingjann, Peter Madsen. Hann segir þó að það sem hafi farið mest fyrir brjóstið á sér sé ekki hvað kom fram í umfjölluninni um morðið heldur hversu ákafir blaðamenn voru, magn fréttanna og hversu lengi umfjallanir héldu áfram. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 „Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45 Kærasti Kim Wall lýsir síðustu stundum þeirra saman áður en hún sigldi á brott með Madsen Danskur kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur lýst síðustu stundum þeirra saman fyrir fréttamönnum dansks sjónvarpsþáttar sem sýndur verður á TV2 í kvöld. 25. janúar 2018 12:50 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira
Kim Wall var myrt aðfaranótt 11. ágúst árið 2017 í kafbáti danska uppfinningamannsins Peter Madsen. Stobbe var gestur danska hlaðvarpsins Genstart vegna þess að fimm ár væru liðin frá morðinu. Hefur reynt að forðast fjölmiðlalestur „Þetta fyllir allt enn þann dag í dag. Þetta er það sem ég vakna við á morgnanna og það sem ég sofna við á kvöldin,“ segir Stobbe um morðið og umfjöllun fjölmiðla. Hann hefur reynt sitt besta við að forðast það að lesa fjölmiðla eftir morðið en það hefur reynst honum erfitt. Stobbe þjáist af áfallastreituröskun, kvíða og fær tíðar martraðir eftir að Peter Madsen myrti kærustuna hans. Í viðtalinu minnist hann þess þegar tveir lögreglumenn gengu að honum er hann sat fyrir utan íbúð sína og Wall. „Þeir gengu til mín, sögðu að ég væri örugglega sá sem þeir ættu að tala við og tilkynntu mér þetta. Þá var nú þegar búið að halda jarðarför á sjó,“ segir Stobbe. „Það eru mjög orð sem ég á mjög erfitt með eftir þetta. Mörg orð sem ég á erfitt með að segja. Og þegar aðrir segja þessi orð sýni ég mikil viðbrögð,“ segir hann og vill meina að fjölmiðlar eigi hluta af sök þess. Fjölmiðlar of ágengir Hann segist aldrei hafa fengið tíma í að skilja og átta sig á því hvað hefði gerst við kærustu sína þar sem fjölmiðlar voru svo ágengir. „Það voru sumir tóku þetta mál og eignuðu sér það, þrátt fyrir að þetta væri mikill harmleikur fyrir mig,“ segir Stobbe. Hann nefnir eitt dæmi þar sem fréttamaður hringdi í hann og bað hann um að koma í viðtal. Ef hann vildi ekki tjá sig um málið ætlaði viðkomandi blaðamaður að fylla restina af frétt sinni með umfjöllun um morðingjann, Peter Madsen. Hann segir þó að það sem hafi farið mest fyrir brjóstið á sér sé ekki hvað kom fram í umfjölluninni um morðið heldur hversu ákafir blaðamenn voru, magn fréttanna og hversu lengi umfjallanir héldu áfram.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 „Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45 Kærasti Kim Wall lýsir síðustu stundum þeirra saman áður en hún sigldi á brott með Madsen Danskur kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur lýst síðustu stundum þeirra saman fyrir fréttamönnum dansks sjónvarpsþáttar sem sýndur verður á TV2 í kvöld. 25. janúar 2018 12:50 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira
Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31
„Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45
Kærasti Kim Wall lýsir síðustu stundum þeirra saman áður en hún sigldi á brott með Madsen Danskur kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur lýst síðustu stundum þeirra saman fyrir fréttamönnum dansks sjónvarpsþáttar sem sýndur verður á TV2 í kvöld. 25. janúar 2018 12:50