Kærasti Kim Wall óánægður með framgöngu fjölmiðla Bjarki Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2022 19:26 Peter Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Kim Wall. Vísir Ole Stobbe, kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall sem myrt var árið 2017, er ekki ánægður með hversu langt fjölmiðlar gengu í fréttaumfjöllun um morðið á Wall. Líf hans snúi enn um málið, fimm árum seinna. Kim Wall var myrt aðfaranótt 11. ágúst árið 2017 í kafbáti danska uppfinningamannsins Peter Madsen. Stobbe var gestur danska hlaðvarpsins Genstart vegna þess að fimm ár væru liðin frá morðinu. Hefur reynt að forðast fjölmiðlalestur „Þetta fyllir allt enn þann dag í dag. Þetta er það sem ég vakna við á morgnanna og það sem ég sofna við á kvöldin,“ segir Stobbe um morðið og umfjöllun fjölmiðla. Hann hefur reynt sitt besta við að forðast það að lesa fjölmiðla eftir morðið en það hefur reynst honum erfitt. Stobbe þjáist af áfallastreituröskun, kvíða og fær tíðar martraðir eftir að Peter Madsen myrti kærustuna hans. Í viðtalinu minnist hann þess þegar tveir lögreglumenn gengu að honum er hann sat fyrir utan íbúð sína og Wall. „Þeir gengu til mín, sögðu að ég væri örugglega sá sem þeir ættu að tala við og tilkynntu mér þetta. Þá var nú þegar búið að halda jarðarför á sjó,“ segir Stobbe. „Það eru mjög orð sem ég á mjög erfitt með eftir þetta. Mörg orð sem ég á erfitt með að segja. Og þegar aðrir segja þessi orð sýni ég mikil viðbrögð,“ segir hann og vill meina að fjölmiðlar eigi hluta af sök þess. Fjölmiðlar of ágengir Hann segist aldrei hafa fengið tíma í að skilja og átta sig á því hvað hefði gerst við kærustu sína þar sem fjölmiðlar voru svo ágengir. „Það voru sumir tóku þetta mál og eignuðu sér það, þrátt fyrir að þetta væri mikill harmleikur fyrir mig,“ segir Stobbe. Hann nefnir eitt dæmi þar sem fréttamaður hringdi í hann og bað hann um að koma í viðtal. Ef hann vildi ekki tjá sig um málið ætlaði viðkomandi blaðamaður að fylla restina af frétt sinni með umfjöllun um morðingjann, Peter Madsen. Hann segir þó að það sem hafi farið mest fyrir brjóstið á sér sé ekki hvað kom fram í umfjölluninni um morðið heldur hversu ákafir blaðamenn voru, magn fréttanna og hversu lengi umfjallanir héldu áfram. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 „Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45 Kærasti Kim Wall lýsir síðustu stundum þeirra saman áður en hún sigldi á brott með Madsen Danskur kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur lýst síðustu stundum þeirra saman fyrir fréttamönnum dansks sjónvarpsþáttar sem sýndur verður á TV2 í kvöld. 25. janúar 2018 12:50 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Kim Wall var myrt aðfaranótt 11. ágúst árið 2017 í kafbáti danska uppfinningamannsins Peter Madsen. Stobbe var gestur danska hlaðvarpsins Genstart vegna þess að fimm ár væru liðin frá morðinu. Hefur reynt að forðast fjölmiðlalestur „Þetta fyllir allt enn þann dag í dag. Þetta er það sem ég vakna við á morgnanna og það sem ég sofna við á kvöldin,“ segir Stobbe um morðið og umfjöllun fjölmiðla. Hann hefur reynt sitt besta við að forðast það að lesa fjölmiðla eftir morðið en það hefur reynst honum erfitt. Stobbe þjáist af áfallastreituröskun, kvíða og fær tíðar martraðir eftir að Peter Madsen myrti kærustuna hans. Í viðtalinu minnist hann þess þegar tveir lögreglumenn gengu að honum er hann sat fyrir utan íbúð sína og Wall. „Þeir gengu til mín, sögðu að ég væri örugglega sá sem þeir ættu að tala við og tilkynntu mér þetta. Þá var nú þegar búið að halda jarðarför á sjó,“ segir Stobbe. „Það eru mjög orð sem ég á mjög erfitt með eftir þetta. Mörg orð sem ég á erfitt með að segja. Og þegar aðrir segja þessi orð sýni ég mikil viðbrögð,“ segir hann og vill meina að fjölmiðlar eigi hluta af sök þess. Fjölmiðlar of ágengir Hann segist aldrei hafa fengið tíma í að skilja og átta sig á því hvað hefði gerst við kærustu sína þar sem fjölmiðlar voru svo ágengir. „Það voru sumir tóku þetta mál og eignuðu sér það, þrátt fyrir að þetta væri mikill harmleikur fyrir mig,“ segir Stobbe. Hann nefnir eitt dæmi þar sem fréttamaður hringdi í hann og bað hann um að koma í viðtal. Ef hann vildi ekki tjá sig um málið ætlaði viðkomandi blaðamaður að fylla restina af frétt sinni með umfjöllun um morðingjann, Peter Madsen. Hann segir þó að það sem hafi farið mest fyrir brjóstið á sér sé ekki hvað kom fram í umfjölluninni um morðið heldur hversu ákafir blaðamenn voru, magn fréttanna og hversu lengi umfjallanir héldu áfram.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 „Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45 Kærasti Kim Wall lýsir síðustu stundum þeirra saman áður en hún sigldi á brott með Madsen Danskur kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur lýst síðustu stundum þeirra saman fyrir fréttamönnum dansks sjónvarpsþáttar sem sýndur verður á TV2 í kvöld. 25. janúar 2018 12:50 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31
„Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45
Kærasti Kim Wall lýsir síðustu stundum þeirra saman áður en hún sigldi á brott með Madsen Danskur kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur lýst síðustu stundum þeirra saman fyrir fréttamönnum dansks sjónvarpsþáttar sem sýndur verður á TV2 í kvöld. 25. janúar 2018 12:50