Dagforeldrastéttin sem brúar bilið Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2022 07:31 Dagforeldrar sem starfa í Reykjavík horfa nú uppá fyrirframséða stöðu foreldra í borginni. Það er með ólíkindum að sjá vanmátt þeirra sem ráðum ríkja og þykjast ekki hafa séð það fyrir. Við vitum öll að það koma tölur á hverju ári um hversu mörg börn fæðast og af þeim líkindum má ráða hversu mörgum börnum vantar gæslu ár hvert. Að horfa á umkomulausa stjórnendur þessa daggæslu/ leikskólasviðs, er með ólíkindum. Í áratugi hafa dagforeldrar brúað bilið. Við fáum þó aldrei hrós fyrir það. Við höfum sparað borginni miljarða, en hvergi erum við nefnd. Það er eins og við séum ekki til, en við erum þarna og ávallt reiðubúin og höfum verið. Metnaðarleysi borgarinnar í gegnum síðustu ár hefur breytt okkar starfsumhverfi og fálát svör borgarinnar gert það að verkum að daggæsla í heimahúsi með 5 börnum í gæslu er að hverfa. Fyrir nokkrum árum vorum við 300 starfandi. Við erum tæp 90 í dag og förum fækkandi. Sé horft til nærliggjandi sveitarfélaga er staðan allt önnur. Metnaðarfull niðurgreiðsla og Það að foreldrar hafi val um margmennar gæslur og eða fámenna hljóðláta gæslu í heimahúsi sem hefur leyfi til slíkra starfa er þar í hávegum höfð. Nei!! Borgin ákvað að við værum börn okkar tíma og stofnanir væru eina rétta leiðin... en hvað gleymdist í jöfnunni? Það þarf að manna leikskólabyggingar því þær manna sig ekki sjálfar. Nú erum við öll sjálfsagt undrandi. Því kosningaloforðin hljómuðu uppá fullt af leikskólum og glansmyndin var svo skýr... en grunnurinn að byggingunni var varla til staðar.Eitthvað þarf að laga svo starfsfólk sækist í að vinna á leikskólum. Metnaðurinn var semsagt bara: kosningaloforð sem átti að svíkja. Eins og staðan er núna hefði verið lag að við gætum rétt hjálparhönd svo foreldrar í borginni sitji ekki á vergangi með sín börn. Reykjavíkurborg ákvað að gleyma ykkur kæru foreldrar og okkur! Mín orð til borgarinnar: Hisjið upp um ykkur buxurnar og eflið dagforeldrastarfið sem samhliða gæslu. Mín stétt hefur staðist tímans tönn og með metnaði frá hendi borgarinnar væri hægt að brúa bilið svo öldurnar lægi um stund. Höfundur hefur starfað við daggæslu í heimahúsi í 33 ár og líklega gætt sirka 2.000 barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Leikskólar Borgarstjórn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Dagforeldrar sem starfa í Reykjavík horfa nú uppá fyrirframséða stöðu foreldra í borginni. Það er með ólíkindum að sjá vanmátt þeirra sem ráðum ríkja og þykjast ekki hafa séð það fyrir. Við vitum öll að það koma tölur á hverju ári um hversu mörg börn fæðast og af þeim líkindum má ráða hversu mörgum börnum vantar gæslu ár hvert. Að horfa á umkomulausa stjórnendur þessa daggæslu/ leikskólasviðs, er með ólíkindum. Í áratugi hafa dagforeldrar brúað bilið. Við fáum þó aldrei hrós fyrir það. Við höfum sparað borginni miljarða, en hvergi erum við nefnd. Það er eins og við séum ekki til, en við erum þarna og ávallt reiðubúin og höfum verið. Metnaðarleysi borgarinnar í gegnum síðustu ár hefur breytt okkar starfsumhverfi og fálát svör borgarinnar gert það að verkum að daggæsla í heimahúsi með 5 börnum í gæslu er að hverfa. Fyrir nokkrum árum vorum við 300 starfandi. Við erum tæp 90 í dag og förum fækkandi. Sé horft til nærliggjandi sveitarfélaga er staðan allt önnur. Metnaðarfull niðurgreiðsla og Það að foreldrar hafi val um margmennar gæslur og eða fámenna hljóðláta gæslu í heimahúsi sem hefur leyfi til slíkra starfa er þar í hávegum höfð. Nei!! Borgin ákvað að við værum börn okkar tíma og stofnanir væru eina rétta leiðin... en hvað gleymdist í jöfnunni? Það þarf að manna leikskólabyggingar því þær manna sig ekki sjálfar. Nú erum við öll sjálfsagt undrandi. Því kosningaloforðin hljómuðu uppá fullt af leikskólum og glansmyndin var svo skýr... en grunnurinn að byggingunni var varla til staðar.Eitthvað þarf að laga svo starfsfólk sækist í að vinna á leikskólum. Metnaðurinn var semsagt bara: kosningaloforð sem átti að svíkja. Eins og staðan er núna hefði verið lag að við gætum rétt hjálparhönd svo foreldrar í borginni sitji ekki á vergangi með sín börn. Reykjavíkurborg ákvað að gleyma ykkur kæru foreldrar og okkur! Mín orð til borgarinnar: Hisjið upp um ykkur buxurnar og eflið dagforeldrastarfið sem samhliða gæslu. Mín stétt hefur staðist tímans tönn og með metnaði frá hendi borgarinnar væri hægt að brúa bilið svo öldurnar lægi um stund. Höfundur hefur starfað við daggæslu í heimahúsi í 33 ár og líklega gætt sirka 2.000 barna.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar