FBI segir Baldwin hafa tekið í gikkinn Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2022 10:41 Alec Baldwin við tökur kvikmyndarinnar Rust. Leikarinn Alec Baldwin, tók í gikk byssu á tökum kvikmyndarinnar Rust þegar Haylyna Hutchins, tökustjóri kvikmyndarinnar, fékk skot úr byssunni í bringuna og dó. Skotið hæfði einnig Joel Souza, leikstjóra en Baldwin hefur haldið því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn þegar skotið hljóp af. Þetta kemur fram í skýrslu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) þar sem einnig segir að dauði Hutchins sé slys. Ákvörðunin um hvort einhver verði ákærður í málinu er þó á höndum saksóknara í Nýju Mexíkó. Samkvæmt frétt Sky News komust rannsakendur FBI að þeirri niðurstöðu að ekki væri mögulegt að skot hefði hlaupið úr byssunni, án þess að tekið væri í gikk hennar. Aðrir höfðu áður komist að sömu niðurstöðu en Baldwin segist ekki hafa tekið í gikkinn. Hann segist hafa verið að æfa sig í því að draga byssuna úr hulstrinu og Hutchins hafi verið á bakvið myndavélina og sagt honum að draga hamarinn á byssunni aftur þegar hann dró byssuna úr hulstrinu og beina henni að myndavélinni. Við það hljóp skotið úr byssunni. Enn liggur ekki fyrir hvernig raunverulegt byssuskot rataði í byssuna á tökustað. FBI segir þó að engar vísbendingar hafi fundist um að einhver hafi viljandi sett raunverulegt skot í byssuna. Bæði vopnavörður kvikmyndarinnar og aðstoðarleikstjóri áttu að hafa skoðað byssuna áður en hún endaði í höndum Baldwins og þegar Dave Halls, aðstoðarleikstjórinn rétti leikaranum vopnið sagði hann „köld byssa“ sem þýðir að hún átti að vera tóm. Lögreglan hefur sagt að öryggisráðstöfunum vegna skotvopna hafi ekki verið framfylgt fyllilega á tökustaðnum og var hald lagt á um fimm hundruð skot. Þar á meðal púðurskot, tóm skothylki og hefðbundin skot, sem eiga ekki að finnast á tökustað. Starfsmenn höfðu einnig kvartað undan öryggisráðstöfunum og sparnaði og nokkrum klukkustundum fyrir banaskotið lögðu nokkrir þeirra niður störf. Baldwin, sem var einn af framleiðendum kvikmyndarinnar, hefur sagt að hann hafi aldrei heyrt af slíkum kvörtunum. Hann sagðist einnig ekki telja að sparnaður við framleiðslu kvikmyndarinnar hefði dregið úr öryggi á tökustað. Byssuskot Alecs Baldwin Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) þar sem einnig segir að dauði Hutchins sé slys. Ákvörðunin um hvort einhver verði ákærður í málinu er þó á höndum saksóknara í Nýju Mexíkó. Samkvæmt frétt Sky News komust rannsakendur FBI að þeirri niðurstöðu að ekki væri mögulegt að skot hefði hlaupið úr byssunni, án þess að tekið væri í gikk hennar. Aðrir höfðu áður komist að sömu niðurstöðu en Baldwin segist ekki hafa tekið í gikkinn. Hann segist hafa verið að æfa sig í því að draga byssuna úr hulstrinu og Hutchins hafi verið á bakvið myndavélina og sagt honum að draga hamarinn á byssunni aftur þegar hann dró byssuna úr hulstrinu og beina henni að myndavélinni. Við það hljóp skotið úr byssunni. Enn liggur ekki fyrir hvernig raunverulegt byssuskot rataði í byssuna á tökustað. FBI segir þó að engar vísbendingar hafi fundist um að einhver hafi viljandi sett raunverulegt skot í byssuna. Bæði vopnavörður kvikmyndarinnar og aðstoðarleikstjóri áttu að hafa skoðað byssuna áður en hún endaði í höndum Baldwins og þegar Dave Halls, aðstoðarleikstjórinn rétti leikaranum vopnið sagði hann „köld byssa“ sem þýðir að hún átti að vera tóm. Lögreglan hefur sagt að öryggisráðstöfunum vegna skotvopna hafi ekki verið framfylgt fyllilega á tökustaðnum og var hald lagt á um fimm hundruð skot. Þar á meðal púðurskot, tóm skothylki og hefðbundin skot, sem eiga ekki að finnast á tökustað. Starfsmenn höfðu einnig kvartað undan öryggisráðstöfunum og sparnaði og nokkrum klukkustundum fyrir banaskotið lögðu nokkrir þeirra niður störf. Baldwin, sem var einn af framleiðendum kvikmyndarinnar, hefur sagt að hann hafi aldrei heyrt af slíkum kvörtunum. Hann sagðist einnig ekki telja að sparnaður við framleiðslu kvikmyndarinnar hefði dregið úr öryggi á tökustað.
Byssuskot Alecs Baldwin Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira