Placido Domingo viðriðinn mansalshring í Argentínu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. ágúst 2022 14:31 Placido Domingo á tónleikum í Mérida á Spáni í september í fyrra. Jorge Armestar/Getty Images Argentínska lögreglan hefur handtekið rúmlega 20 manns sem eru grunaðir um að reka mansalshring, sem rændi konur aleigu þeirra og seldi þær í vændi. Fullyrt er að spænski óperusöngvarinn Placido Domingo sé á meðal viðskiptavina samtakanna. Argentínska lögreglan framkvæmdi rassíu samtímis á 50 stöðum í höfuðborginni, Buenos Aires, fyrir viku. Aðgerðin beindist gegn stofnun sem heitir Jógaskóli Buenos Aires. Eftir margra mánaða rannsóknir og símahleranir telur lögreglan að skólinn hafi í 30 ár stundað að hneppa konur í þrældóm, hafa af þeim aleiguna og selja þær í vændi. 180 konur hnepptar í ánauð Skólinn, eða glæpasamtökin, fékk augastað á auðtrúa og veikgeðja konum, taldi þeim trú um að þær gætu öðlast hamingju og innri frið í gegnum nám í skólanum. Smám saman voru þær rúnar inn að skinni, heilaþvegnar og þeim talin trú um að leiðin til frama og hamingju innan veggja safnaðarins væri að veita ríkum viðskiptavinum kynferðislega þjónustu. Þannig ynnu þær sér inn stig sem ykju áhrif þeirra innan safnaðarins. Fullyrt er að a.m.k. 180 konur hafi verið hnepptar í kynlífsánauð. Í lögregluaðgerðinni handtók lögreglan 24, hún lagði hald á rúmlega eina milljón bandaríkjadala, umfangsmikið safn kláms og kynlífstóla. Leiðtogi Jógaskólans heitir Juan Percowicz. Hann er 84 ára, ferðast um í dýrum glæsikerrum og var handtekinn í glæsihýsi sínu í auðmannahverfi í Buenos Aires. Hann var handtekinn fyrir 30 árum og sakaður um það sama og nú, en slapp þá undan klóm réttvísinnar án þess að nokkur ákæra væri lögð fram. Talið er að það hafi verið vegna góðra tengsla hans við argentínska stjórnmálamenn, en ekki síður við ýmis mannréttindasamtök, en Jógaskólinn hefur meðal annars gefið sig út fyrir að hjálpa alnæmissjúklingum og að aðstoða fíkla við að komast aftur á réttan kjöl. Placido Domingo sagður einn „viðskiptavina“ Spænska dagblaðið El País hefur heimildir fyrir því að spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo, sé einn þeirra sem hafi greitt fyrir kynlíf með þeim konum sem skólinn hneppti í ánauð. Blaðið segir að argentínska lögreglan hafi upptökur af samtölum Domingo við konu þar sem hann tilkynni henni hvar og hvernig hún eigi að mæta á tiltekinn stað án þess að öryggisverðir Domingo verði nokkurs varir. Ekki er vitað síðan hvenær upptökurnar eru, en El País vekur athygli á því að Domingo hélt tónleika í Buenos Aires í apríl síðastliðnum. Slétt þrjú ár eru síðan um 20 konur í Bandaríkjunum sökuðu Domingo opinberlega um kynferðislega áreitni. Hann hefur ætíð neitað þeim ásökunum en af þeim sökum var öllu tónleikahaldi hans aflýst um 2ja ára skeið. Engin ákæra var lögð fram gegn honum og fyrir ári tók hann upp tónleikahald að nýju. Hann hefur ekki viljað svara fyrirspurnum El País um málið. Argentína Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Argentínska lögreglan framkvæmdi rassíu samtímis á 50 stöðum í höfuðborginni, Buenos Aires, fyrir viku. Aðgerðin beindist gegn stofnun sem heitir Jógaskóli Buenos Aires. Eftir margra mánaða rannsóknir og símahleranir telur lögreglan að skólinn hafi í 30 ár stundað að hneppa konur í þrældóm, hafa af þeim aleiguna og selja þær í vændi. 180 konur hnepptar í ánauð Skólinn, eða glæpasamtökin, fékk augastað á auðtrúa og veikgeðja konum, taldi þeim trú um að þær gætu öðlast hamingju og innri frið í gegnum nám í skólanum. Smám saman voru þær rúnar inn að skinni, heilaþvegnar og þeim talin trú um að leiðin til frama og hamingju innan veggja safnaðarins væri að veita ríkum viðskiptavinum kynferðislega þjónustu. Þannig ynnu þær sér inn stig sem ykju áhrif þeirra innan safnaðarins. Fullyrt er að a.m.k. 180 konur hafi verið hnepptar í kynlífsánauð. Í lögregluaðgerðinni handtók lögreglan 24, hún lagði hald á rúmlega eina milljón bandaríkjadala, umfangsmikið safn kláms og kynlífstóla. Leiðtogi Jógaskólans heitir Juan Percowicz. Hann er 84 ára, ferðast um í dýrum glæsikerrum og var handtekinn í glæsihýsi sínu í auðmannahverfi í Buenos Aires. Hann var handtekinn fyrir 30 árum og sakaður um það sama og nú, en slapp þá undan klóm réttvísinnar án þess að nokkur ákæra væri lögð fram. Talið er að það hafi verið vegna góðra tengsla hans við argentínska stjórnmálamenn, en ekki síður við ýmis mannréttindasamtök, en Jógaskólinn hefur meðal annars gefið sig út fyrir að hjálpa alnæmissjúklingum og að aðstoða fíkla við að komast aftur á réttan kjöl. Placido Domingo sagður einn „viðskiptavina“ Spænska dagblaðið El País hefur heimildir fyrir því að spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo, sé einn þeirra sem hafi greitt fyrir kynlíf með þeim konum sem skólinn hneppti í ánauð. Blaðið segir að argentínska lögreglan hafi upptökur af samtölum Domingo við konu þar sem hann tilkynni henni hvar og hvernig hún eigi að mæta á tiltekinn stað án þess að öryggisverðir Domingo verði nokkurs varir. Ekki er vitað síðan hvenær upptökurnar eru, en El País vekur athygli á því að Domingo hélt tónleika í Buenos Aires í apríl síðastliðnum. Slétt þrjú ár eru síðan um 20 konur í Bandaríkjunum sökuðu Domingo opinberlega um kynferðislega áreitni. Hann hefur ætíð neitað þeim ásökunum en af þeim sökum var öllu tónleikahaldi hans aflýst um 2ja ára skeið. Engin ákæra var lögð fram gegn honum og fyrir ári tók hann upp tónleikahald að nýju. Hann hefur ekki viljað svara fyrirspurnum El País um málið.
Argentína Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira