Rússneskir grínistar blekktu Ian McKellen í spjall við Zelenskí Magnús Jochum Pálsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 25. ágúst 2022 22:03 Ian McKellen var ekki skemmt. Getty/Karwai Tang Breski leikarinn Ian McKellen greindi frá því í gær að tveir rússneskir grínistar, sem hugðust notfæra sér leikarann, hafi sent honum boð um einkasamtal við Volodímír Zelenskí, Úkraínuforseta. Þegar samtalið við forsetann hófst runnu tvær grímur á leikarann og lagði hann á þá. Hinn 83 ára McKellen greindi frá þessu á Twitter á miðvikudag. I'm not a politician, so I was surprised some weeks ago to receive a message that appeared to come from the Ukrainian Embassy in London, inviting me to participate in a private discussion with President Zelensky. Click image for more: pic.twitter.com/Swq1EITodb— Ian McKellen (@IanMcKellen) August 24, 2022 Í færslunni segir McKellen að hann sé ekki pólitíkus og því hafi hann verið hissa þegar hann fékk boð fyrir nokkrum vikum sem virtist vera frá sendiráði Úkraínu í London. Þar var honum boðið að eiga einkasamtal við Úkraínuforseta. Eftir boðið hafði McKellen samband við nokkra tengiliði sína í Úkraínu yfir lögmæti boðsins sem hvöttu hann til að taka boðinu sem hann og gerði. Síðan hófst spjall þeirra. Hins vegar kom fljótlega í ljós að maðurinn sem hann var að spjalla við var hvorki Zelenskí né annar úkraínskur embættismaður heldur annar tveggja í rússnesku gríntvíeyki. „Mér skilst að þeir séu vinsælir í Rússlandi, sem kemur á óvart vegna þess að brandararnir þeirra eru ekki fyndnir,“ skrifar McKellen á Twitter. „Ég hélt áfram að spila með og tók undir það sem þeir stungu upp á en var satt best að segja steinhissa að þeim þætti ég í þeirri stöðu að aðstoða Úkraínu af einhverju marki.“ Í lok Twitter-færslunnar skrifar McKellen að hann hafi hætt að taka þátt í uppátæki grínistanna þegar upp komst að um ömurlegt grín hafi verið að ræða. Úkraína Rússland Hollywood Innrás Rússa í Úkraínu Samfélagsmiðlar Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Sjá meira
Hinn 83 ára McKellen greindi frá þessu á Twitter á miðvikudag. I'm not a politician, so I was surprised some weeks ago to receive a message that appeared to come from the Ukrainian Embassy in London, inviting me to participate in a private discussion with President Zelensky. Click image for more: pic.twitter.com/Swq1EITodb— Ian McKellen (@IanMcKellen) August 24, 2022 Í færslunni segir McKellen að hann sé ekki pólitíkus og því hafi hann verið hissa þegar hann fékk boð fyrir nokkrum vikum sem virtist vera frá sendiráði Úkraínu í London. Þar var honum boðið að eiga einkasamtal við Úkraínuforseta. Eftir boðið hafði McKellen samband við nokkra tengiliði sína í Úkraínu yfir lögmæti boðsins sem hvöttu hann til að taka boðinu sem hann og gerði. Síðan hófst spjall þeirra. Hins vegar kom fljótlega í ljós að maðurinn sem hann var að spjalla við var hvorki Zelenskí né annar úkraínskur embættismaður heldur annar tveggja í rússnesku gríntvíeyki. „Mér skilst að þeir séu vinsælir í Rússlandi, sem kemur á óvart vegna þess að brandararnir þeirra eru ekki fyndnir,“ skrifar McKellen á Twitter. „Ég hélt áfram að spila með og tók undir það sem þeir stungu upp á en var satt best að segja steinhissa að þeim þætti ég í þeirri stöðu að aðstoða Úkraínu af einhverju marki.“ Í lok Twitter-færslunnar skrifar McKellen að hann hafi hætt að taka þátt í uppátæki grínistanna þegar upp komst að um ömurlegt grín hafi verið að ræða.
Úkraína Rússland Hollywood Innrás Rússa í Úkraínu Samfélagsmiðlar Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent