„Monsúnrigning á sterum“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2022 15:56 Söguleg rigning hefur skollið á Paksitan í sumar og er von á enn meiri riginginu á komandi vikum. AP/Zahid Hussain Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Pakistan standa frammi fyrir „monsúnrigningu á sterum“. Tugir milljóna hafa orðið fyrir barðinu á miklum flóðum þar og er einn þriðji landsins sagður undir vatni, þó rigningarnar hafi hætt fyrir þremur dögum. Guterres opinberaði í dag að Sameinuðu þjóðirnar þyrftu 160 milljónir dala til að aðstoða Pakistan. Þá kallaði hann eftir hertum aðgerðum til að sporna gegn loftslagsbreytingum. „Hættum að ganga í svefni í átt að eyðileggingu plánetu okkar vegna loftslagsbreytinga. Í dag er það Pakistan. Á morgun gætu það verið ykkur lönd,“ sagði Gutteres í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Rúmlega 33 milljónir Pakistana hafa orðið fyrir barðinu á flóðunum og er talið að þau hafi komið verulega niður á hagkerfi Pakistans, sem átti í erfiðleikum fyrir. Sjá einnig: Pakistanar kalla eftir aðstoð vegna gífurlegra flóða Minnst 1.150 hafa dáið í landinu vegna rigningarinnar og flóða frá því um miðjan júní. Meira en milljón heimili eru ónýt og flóðin hafa eyðilagt mikið af uppskeru landsins. Shahbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, segir þetta verstu flóðin í sögu Pakistans. Eins og áður segir hefur lítið rignt í þrjá daga. Veðurfræðingar búast þó við meiri rigningu á komandi dögum. Rigna muni á svæðum sem eru þegar undir vatni og vara yfirvöld við því að það gæti haft verulega slæm áhrif. Flóðin hafa valdið gífurlegum skemmdum í Pakistan.AP/Sherin Zada Fólk skoðar rústir hótels sem hrundi í flóðum í þorpinu Kalam í Pakistan.AP/Sherin Zada Maður flytur þær eigur sem hann á eftir á fleka en hús hans fór undir vatn.AP/Fareed Khan Konur skoða hús sem skemmdist í flóðunum.AP/Fareed Khan Pakistan Loftslagsmál Náttúruhamfarir Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Guterres opinberaði í dag að Sameinuðu þjóðirnar þyrftu 160 milljónir dala til að aðstoða Pakistan. Þá kallaði hann eftir hertum aðgerðum til að sporna gegn loftslagsbreytingum. „Hættum að ganga í svefni í átt að eyðileggingu plánetu okkar vegna loftslagsbreytinga. Í dag er það Pakistan. Á morgun gætu það verið ykkur lönd,“ sagði Gutteres í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Rúmlega 33 milljónir Pakistana hafa orðið fyrir barðinu á flóðunum og er talið að þau hafi komið verulega niður á hagkerfi Pakistans, sem átti í erfiðleikum fyrir. Sjá einnig: Pakistanar kalla eftir aðstoð vegna gífurlegra flóða Minnst 1.150 hafa dáið í landinu vegna rigningarinnar og flóða frá því um miðjan júní. Meira en milljón heimili eru ónýt og flóðin hafa eyðilagt mikið af uppskeru landsins. Shahbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, segir þetta verstu flóðin í sögu Pakistans. Eins og áður segir hefur lítið rignt í þrjá daga. Veðurfræðingar búast þó við meiri rigningu á komandi dögum. Rigna muni á svæðum sem eru þegar undir vatni og vara yfirvöld við því að það gæti haft verulega slæm áhrif. Flóðin hafa valdið gífurlegum skemmdum í Pakistan.AP/Sherin Zada Fólk skoðar rústir hótels sem hrundi í flóðum í þorpinu Kalam í Pakistan.AP/Sherin Zada Maður flytur þær eigur sem hann á eftir á fleka en hús hans fór undir vatn.AP/Fareed Khan Konur skoða hús sem skemmdist í flóðunum.AP/Fareed Khan
Pakistan Loftslagsmál Náttúruhamfarir Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira