Vill bregðast við væntanlegri orkukreppu með umfangsmiklum aðgerðum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. september 2022 19:30 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lagði meðal annars til þak á tekjur olíufyrirtækjanna og verðþak á endurnýjanlega orku. AP/Jean-Francois Badias Stríðið í Úkraínu og loftslagsbreytingar hafa haft gríðarleg áhrif í Evrópu og stefnir allt í orkukreppu í vetur. Forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins hefur lagt til ýmsar aðgerðir til að bregðast við, þær stærstu muni skila meðlimaríkjum um 140 milljörðum evra. Meðal þeirra aðgerða sem Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópu, lagði fram í ræðu sinni til Evrópuþingsins í dag var þak á tekjur orkufyrirtækjanna, en þær væru nú fimmfalt hærri en í venjulegu árferði. „Á þessum tímum er rangt að taka við einstaklega háum tekjum og hagnaði, græða á stríðinu á herðum neytenda okkar. Á þessum tímum verður að deila hagnaðinum og beina honum til þeirra sem mest þurfa á honum að halda,“ sagði von der Leyen. Einnig lagði hún til verðþak á endurnýjanlega orku en samanlagt myndi það skila um 140 milljörðum evra til aðildarríkja Aðrar aðgerðir miði að því að ríkin dragi úr orkunotkun, um að minnsta kosti fimm prósent á álagstímum og tíu prósent í heild, og að umbætur verði gerðar á orkumarkaðinum, þar sem horfa þyrfti til ríkja á borð við Bandaríkin og Noreg. Mikilvægt væri að Evrópa væri ekki háð Rússlandi þar sem Rússar væru í dag að hagræða markaðinum. Aðgerðirnar sem tilkynnt var um í dag væru tímabundnar og gripið til þeirra í neyð en mikilvægar engu að síður. Aðildarríki Evrópusambandsins, alls 27 talsins, þurfa að samþykkja aðgerðirnar en Roberta Metsola, forseti Evrópuþingsins, tók tillögunum fagnandi og sagði að þörf væri á aðgerðum til skemmri og lengri tíma. Úkraínska forsetafrúin Olena Zelenska og Roberta Metsola, forseti Evrópuþingsins. AP/Jean-Francois Badias „Hvað tafarlausar aðgerðir varðar þurfum við mildandi ráðstafanir til að borgararnir geti náð endum saman og geti borgað reikningana fyrir grunnþjónustu sem við höfum tekið sem sjálfsögðum hlut allt of lengi. Við höfum horft fram hjá krefjandi verkefnum allt og lengi. Pútín muni mistakast og Evrópa sigra Úkraínska forsetafrúin Olena Selenska var viðstödd í dag og var stríðið ofarlega á baugi í ræðu von der Leyen. „Þetta er ekki bara stríð Rússlands gegn Úkraínu. Þetta er líka stríð gegn orku okkar. Það er stríð gegn hagkerfi okkar. Þetta er stríð gegn gildum okkar. Þetta er stríð gegn framtíð okkar,“ sagði hún. „Ég stend hér í þeirri sannfæringu að með nauðsynlegu hugrekki og nauðsynlegri samstöðu, þá muni Pútín mistakast og Úkraína og Evrópa muni sigra að lokum,“ sagði von der Leyen. Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefði flutt ræðuna fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hið rétta er að ræðan var flutt fyrir Evrópuþingið. Orkumál Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Íslendingar á meginlandinu glíma við margfalt hærri reikninga Staðan á orkumarkaði í Evrópu er grafalvarleg að sögn Íslendinga búsettra á meginlandinu. Dæmi eru um að fólk sé að fá allt að 200 prósentum hærri reikninga fyrir hita og rafmagni nú en fyrir ári síðan. Rússar munu ekki opna fyrir Nordstream gasleiðsluna til Evrópu á morgun líkt og til stóð, sem er talið viðbragð við nýjum aðgerðapakka G-7 ríkjanna. 3. september 2022 09:31 Segir heiminum stafa ógn af viðskiptaþvingunum Vesturlanda Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að viðskiptaþvinganir Vesturlanda gegn Rússum vegna stríðsins í Úkraínu séu skammsýnar og að heiminum öllum stafi ógn af þeim – heimi sem í síauknum mæli beini sjónum sínum að Asíu. 7. september 2022 08:36 Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. 30. ágúst 2022 20:25 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Meðal þeirra aðgerða sem Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópu, lagði fram í ræðu sinni til Evrópuþingsins í dag var þak á tekjur orkufyrirtækjanna, en þær væru nú fimmfalt hærri en í venjulegu árferði. „Á þessum tímum er rangt að taka við einstaklega háum tekjum og hagnaði, græða á stríðinu á herðum neytenda okkar. Á þessum tímum verður að deila hagnaðinum og beina honum til þeirra sem mest þurfa á honum að halda,“ sagði von der Leyen. Einnig lagði hún til verðþak á endurnýjanlega orku en samanlagt myndi það skila um 140 milljörðum evra til aðildarríkja Aðrar aðgerðir miði að því að ríkin dragi úr orkunotkun, um að minnsta kosti fimm prósent á álagstímum og tíu prósent í heild, og að umbætur verði gerðar á orkumarkaðinum, þar sem horfa þyrfti til ríkja á borð við Bandaríkin og Noreg. Mikilvægt væri að Evrópa væri ekki háð Rússlandi þar sem Rússar væru í dag að hagræða markaðinum. Aðgerðirnar sem tilkynnt var um í dag væru tímabundnar og gripið til þeirra í neyð en mikilvægar engu að síður. Aðildarríki Evrópusambandsins, alls 27 talsins, þurfa að samþykkja aðgerðirnar en Roberta Metsola, forseti Evrópuþingsins, tók tillögunum fagnandi og sagði að þörf væri á aðgerðum til skemmri og lengri tíma. Úkraínska forsetafrúin Olena Zelenska og Roberta Metsola, forseti Evrópuþingsins. AP/Jean-Francois Badias „Hvað tafarlausar aðgerðir varðar þurfum við mildandi ráðstafanir til að borgararnir geti náð endum saman og geti borgað reikningana fyrir grunnþjónustu sem við höfum tekið sem sjálfsögðum hlut allt of lengi. Við höfum horft fram hjá krefjandi verkefnum allt og lengi. Pútín muni mistakast og Evrópa sigra Úkraínska forsetafrúin Olena Selenska var viðstödd í dag og var stríðið ofarlega á baugi í ræðu von der Leyen. „Þetta er ekki bara stríð Rússlands gegn Úkraínu. Þetta er líka stríð gegn orku okkar. Það er stríð gegn hagkerfi okkar. Þetta er stríð gegn gildum okkar. Þetta er stríð gegn framtíð okkar,“ sagði hún. „Ég stend hér í þeirri sannfæringu að með nauðsynlegu hugrekki og nauðsynlegri samstöðu, þá muni Pútín mistakast og Úkraína og Evrópa muni sigra að lokum,“ sagði von der Leyen. Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefði flutt ræðuna fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hið rétta er að ræðan var flutt fyrir Evrópuþingið.
Orkumál Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Íslendingar á meginlandinu glíma við margfalt hærri reikninga Staðan á orkumarkaði í Evrópu er grafalvarleg að sögn Íslendinga búsettra á meginlandinu. Dæmi eru um að fólk sé að fá allt að 200 prósentum hærri reikninga fyrir hita og rafmagni nú en fyrir ári síðan. Rússar munu ekki opna fyrir Nordstream gasleiðsluna til Evrópu á morgun líkt og til stóð, sem er talið viðbragð við nýjum aðgerðapakka G-7 ríkjanna. 3. september 2022 09:31 Segir heiminum stafa ógn af viðskiptaþvingunum Vesturlanda Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að viðskiptaþvinganir Vesturlanda gegn Rússum vegna stríðsins í Úkraínu séu skammsýnar og að heiminum öllum stafi ógn af þeim – heimi sem í síauknum mæli beini sjónum sínum að Asíu. 7. september 2022 08:36 Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. 30. ágúst 2022 20:25 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Íslendingar á meginlandinu glíma við margfalt hærri reikninga Staðan á orkumarkaði í Evrópu er grafalvarleg að sögn Íslendinga búsettra á meginlandinu. Dæmi eru um að fólk sé að fá allt að 200 prósentum hærri reikninga fyrir hita og rafmagni nú en fyrir ári síðan. Rússar munu ekki opna fyrir Nordstream gasleiðsluna til Evrópu á morgun líkt og til stóð, sem er talið viðbragð við nýjum aðgerðapakka G-7 ríkjanna. 3. september 2022 09:31
Segir heiminum stafa ógn af viðskiptaþvingunum Vesturlanda Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að viðskiptaþvinganir Vesturlanda gegn Rússum vegna stríðsins í Úkraínu séu skammsýnar og að heiminum öllum stafi ógn af þeim – heimi sem í síauknum mæli beini sjónum sínum að Asíu. 7. september 2022 08:36
Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. 30. ágúst 2022 20:25