Er hægt að svindla í skák með unaðstækjum ástarlífsins? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. september 2022 08:35 Carlsen hætti þátttöku eftir skákina við Niemann. Saint Louis Chess Club/Crystal Fuller Mikil ólga er nú innan skákheimsins eftir að Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari og einn mesti núlifandi skákmeistari heims, hætti á dögunum þátttöku á Sinquefield-skákmótinu. Getgátur fóru í kjölfarið á flug um mögulegt svindl mannsins sem batt enda á 53 skáka sigurgöngu Carlsen. Carlsen tapaði viðureign við Hans Niemann, sem varð stórmeistari í fyrra. Í kjölfarið tilkynnti hinn óviðjafnanlegi Carlsen að hann væri hættur keppni og deildi myndskeiði á Twitter, þar sem knattspyrnuþjálfarinn Jose Mourinho segist ekki geta tjáð sig, þar sem það muni aðeins koma honum í vandræði. Margir túlkuðu tíst Carlsen á þann veg að þarna væri hann að saka Niemann um svindl en Niemann, sem er 19 ára, hefur tvívegis gerst sekur um svindl í netskák á Chess.com. Að sögn Gunnars Björnssonar, forseta Skáksambands Íslands, sem telur ekki að Niemann hafi svindlað, kom síðastnefndi hingað til lands fyrr á árinu, til að taka þátt í Reykjavíkurskákmótinu. „Það var virkilega gaman að hafa hann. Hann er svona svolítið skemmtileg týpa, hann er svona „tense“ og ákveðinn og tapaði meðal annars fyrir Jóhanni Hjartarsyni í 26 leikjum. Það var gaman að hafa hann hérna,“ segir Gunnar. Engin formleg kvörtun hefur verið lögð fram gegn Niemann en fjölmargir hafa stigið fram og segjast efast um að nýliðinn hafi unnið heimsmeistarann á heiðarlegan hátt. Carlsen var með hvítan og lék sjaldgæfan byrjunarleik. Niemann virtist þó eiga svar við öllum brögðum heimsmeistarans og kom sjálfur á óvart á ögurstundu, með leiknum be6. Niemann hefur þverneitað að hafa svindlað og segist fyrir tilviljun hafa verið búinn að kynna sér stöðuna sem kom upp í skákinni fyrir einvígið. Það er enda erfitt að svindla við borðið, á móti andstæðingnum og fyrir framan áhorfendur. Erfitt, en ekki útlokað, segir Gunnar, sem segir menn áður hafa orðið uppvísa að því að fela til að mynda síma á salerninu. Viðlíka uppákomur hafi þó ekki áður átt sér stað meðal fremstu manna í skákheiminum. En hvernig á Niemann þá að hafa farið að þessu? Kenningin er sumsé sú að Niemann hafi verið með fjarstýrt unaðstæki ástarlífsins í endaþarminum og vitorðsmaður hans gefið honum upplýsingar um besta leikinn í stöðunni með því að láta tækið titra á fyrirfram ákveðinn hátt. Vitorðsmaður gæti þannig, ef einbeittur brotavilji er fyrir hendi, setið hvar sem er og matað hinn óheiðarlega skákmann á upplýsingum úr tölvuheila. Ásakanir um svindl í skákheiminum Skák Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Getgátur fóru í kjölfarið á flug um mögulegt svindl mannsins sem batt enda á 53 skáka sigurgöngu Carlsen. Carlsen tapaði viðureign við Hans Niemann, sem varð stórmeistari í fyrra. Í kjölfarið tilkynnti hinn óviðjafnanlegi Carlsen að hann væri hættur keppni og deildi myndskeiði á Twitter, þar sem knattspyrnuþjálfarinn Jose Mourinho segist ekki geta tjáð sig, þar sem það muni aðeins koma honum í vandræði. Margir túlkuðu tíst Carlsen á þann veg að þarna væri hann að saka Niemann um svindl en Niemann, sem er 19 ára, hefur tvívegis gerst sekur um svindl í netskák á Chess.com. Að sögn Gunnars Björnssonar, forseta Skáksambands Íslands, sem telur ekki að Niemann hafi svindlað, kom síðastnefndi hingað til lands fyrr á árinu, til að taka þátt í Reykjavíkurskákmótinu. „Það var virkilega gaman að hafa hann. Hann er svona svolítið skemmtileg týpa, hann er svona „tense“ og ákveðinn og tapaði meðal annars fyrir Jóhanni Hjartarsyni í 26 leikjum. Það var gaman að hafa hann hérna,“ segir Gunnar. Engin formleg kvörtun hefur verið lögð fram gegn Niemann en fjölmargir hafa stigið fram og segjast efast um að nýliðinn hafi unnið heimsmeistarann á heiðarlegan hátt. Carlsen var með hvítan og lék sjaldgæfan byrjunarleik. Niemann virtist þó eiga svar við öllum brögðum heimsmeistarans og kom sjálfur á óvart á ögurstundu, með leiknum be6. Niemann hefur þverneitað að hafa svindlað og segist fyrir tilviljun hafa verið búinn að kynna sér stöðuna sem kom upp í skákinni fyrir einvígið. Það er enda erfitt að svindla við borðið, á móti andstæðingnum og fyrir framan áhorfendur. Erfitt, en ekki útlokað, segir Gunnar, sem segir menn áður hafa orðið uppvísa að því að fela til að mynda síma á salerninu. Viðlíka uppákomur hafi þó ekki áður átt sér stað meðal fremstu manna í skákheiminum. En hvernig á Niemann þá að hafa farið að þessu? Kenningin er sumsé sú að Niemann hafi verið með fjarstýrt unaðstæki ástarlífsins í endaþarminum og vitorðsmaður hans gefið honum upplýsingar um besta leikinn í stöðunni með því að láta tækið titra á fyrirfram ákveðinn hátt. Vitorðsmaður gæti þannig, ef einbeittur brotavilji er fyrir hendi, setið hvar sem er og matað hinn óheiðarlega skákmann á upplýsingum úr tölvuheila.
Ásakanir um svindl í skákheiminum Skák Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira