Þetta gerist á meðan mikil mótmæli geysa í Íran í kjölfar þess að kúrdísk kona er sögð hafa verið myrt í haldi lögreglu. Hún hafi verið handtekin fyrir það að vera ekki klædd samkvæmt reglum stjórnvalda, hún hafi ekki borið höfuðklút sinn á viðeigandi máta.
Viðtalið Amanpour við Raisi átti að fara fram í New York borg og hefði verið það fyrsta sem forsetinn hefði veitt í Bandaríkjunum.
Amanpour segir hafa staðið til að tala við forsetann um kjarnorkusamkomulagið, stuðning Írans við Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu og mannréttindabrot. Starfslið forsetans hafi vitað hver umræðuefni viðtalsins yrðu. Hún greinir frá þessu hjá CNN.
Hún segist aldrei hafa verið beðin um það að bera höfuðklút þegar hún hafi tekið viðtal við forseta Íran, hvort sem það hafi verið í Íran eða annars staðar en Amanpour segist hafa tekið viðtal við alla forseta Íran frá 1995.
This was going to be President Raisi s first ever interview on US soil, during his visit to NY for UNGA. After weeks of planning and eight hours of setting up translation equipment, lights and cameras, we were ready. But no sign of President Raisi. 2/7
— Christiane Amanpour (@amanpour) September 22, 2022
Eftir mikinn undirbúning fyrir viðtalið hafi aðstoðarmaður forsetans nálgast hana og beðið hana um að setja upp höfuðklút á meðan viðtalinu stæði en beiðnin hafi komið fjörutíu mínútum eftir að viðtalið hafi átt að hefjast.
„Ég held, ef ég ætti að segja hvernig ég les aðstæðurnar, að hann hafi ekki viljað láta sjá sig með kvenmanni án höfuðklútar á þessu augnabliki. Annað hvort vegna þess að hann segir þetta vera trúarlegan mánuð eða vegna þess að fólk myndi segja, af hverju er hann að tala við erlendan fréttamann án höfuðklútar á meðan þeir ráðast nú af hörku gegn ungum konum í Íran sem bera slæðurnar ekki,“ segir Amanpour.
Amanpour segist hafa neitað beiðninni kurteisislega og í kjölfarið hafi forsetinn hætt við viðtalið.
And so we walked away. The interview didn t happen. As protests continue in Iran and people are being killed, it would have been an important moment to speak with President Raisi. 7/7 pic.twitter.com/kMFyQY99Zh
— Christiane Amanpour (@amanpour) September 22, 2022