Liz Truss gefur ekkert eftir varðandi skattalækkanir Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2022 19:41 Liz Truss stendur við áform um skattalækkanir og segir menn verða að skoða hvað hefði gerst ef ríkisstjórn hennar hefði setið ágerðarlaus hjá í þeirri niðursveiflu og verðbólgu sem nú ríki í Bretlandi. AP/Toby Melville Liz Truss forsætisráðherra Bretlands varði í dag nýlegar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem meðal annars fela í sér miklar skattalækkanir á hina efnameiri. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við stefnunni og áhrifum hennar á alþjóðlega markaði og hvatti bresku stjórnina í vikunni til að draga þær til baka. Englandsbanki greip inn í atburðarrásina í gær með tímabundnum kaupum á miklu magni af ríkisskuldabréfum sem snarféllu í verði í vikunni af ótta við enn frekari vaxtahækkanir. Margir lífeyrissjóðir voru við að fara á hausinn eftir að sumir þeirra fóru að selja ríkisskuldabréf sem leiddi til hálfgerðrar brunaútsölu. Truss segir menn verða að skoða í hvaða stöðu Bretland væri ef ríkisstjórnin hefði ekki gripið til aðgerða. „Fólk stóð frammi fyrir eldsneytisreikningum, orkureikningum upp á allt að sex þúsund pund. Það voru mjög miklar verðbólguvæntingar og efnahagssamdráttur. Það sem við höfum gert er að grípa til afgerandi aðgerða, í fyrsta lagi til að tryggja að enginn borgi meira en 2.500 pund fyrir dæmigerðan eldsneytisreikning. Þetta tekur gildi á laugardaginn. En við viljum líka létta skattabyrðarnar til að tryggja hagvöxt og hemja verðbólguna,“ sagði forsætisráðherrann í dag. Liz Truss og fjármálaráðherrann Kwasi Kwarteng (t.h. við Truss) mæta miklum andbyr vegna þeirra efnahagsaðgerða sem þau eru nú í forystu fyrir. Aðeins nokkrir dagar eru í fyrsta landsfund Íhaldsflokksins undir þeirra forystu.AP/Jessica Taylor Eftir aðeins nokkrar vikur í embætti forsætisráðherra mætir Truss hálf hölt til landsfundar Íhaldsflokksins sem hefst á þriðjudag í næstu viku. Margir áhrifamenn í flokknum hafa tilkynnt að þeir ætli ekki að mæta til fundarins. Þá væri það ekki gott veganesti ef Englandsbanki ákvæði fyrir landsfundinn að hækka stýrivexti enn frekar. Þeir eru nú 2,5 prósent en svartsýnustu spár reikna með að þeir fari yfir sex prósent á næsta ári. Það yrðu hæstu vextir í Bretlandi um áratuga skeið. „Þetta eru erfiðir tíma. Við horfumst í augu við alþjóðlega efnahagskreppu sem stríð Putins í Úkraínu hrinti af stað. Við tókum réttilega þá ákvörðun að aðstoða fólk að komast í gegnum erfiðan vetur framundan,“ segir Liz Truss. Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Staðan í Evrópu helsta ógnin við íslenskan efnahag Íslensku efnahagslífi stafar helst ógn af mikilli óvissu í alþjóðamálum. Seðlabankastjóri telur að vaxtahækkanir og aðrar aðgerðir Seðlabankans séu farnar að skila árangri. Horft verði til þess við ákvörðun vaxta í næstu viku. 28. september 2022 19:22 Skrúfað fyrir húsnæðislán og búist við miklum vaxtahækkunum Húsnæðislánafyrirtæki í Bretlandi hafa brugðist við efnahagsaðgerðum bresku ríkisstjórnarinnar með því að hætta tímabundið útlánum eða með því að fækka lánamöguleikum. Reiknað er með að Englandsbanki hækki meginvexti sína og að þeir verði jafnvel komnir í sex prósentustig á næsta ári. 27. september 2022 11:45 Pundið ekki verið veikara gegn dal í fimmtíu ár Sterlingspundið hefur hríðfallið gagnvart Bandaríkjadalnum og hefur ekki verið lægra í fimmtíu ár. Fjármálaráðherra Bretlands hefur boðað skattaívilnanir og 45 milljarða punda aðgerðarpakka. Stjórnarandstaðan kallar eftir svörum frá ríkisstjórninni um hvernig bregðast eigi við en hagfræðingar segja ríkisstjórnina við það að missa allan trúverðugleika. 26. september 2022 09:18 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Englandsbanki greip inn í atburðarrásina í gær með tímabundnum kaupum á miklu magni af ríkisskuldabréfum sem snarféllu í verði í vikunni af ótta við enn frekari vaxtahækkanir. Margir lífeyrissjóðir voru við að fara á hausinn eftir að sumir þeirra fóru að selja ríkisskuldabréf sem leiddi til hálfgerðrar brunaútsölu. Truss segir menn verða að skoða í hvaða stöðu Bretland væri ef ríkisstjórnin hefði ekki gripið til aðgerða. „Fólk stóð frammi fyrir eldsneytisreikningum, orkureikningum upp á allt að sex þúsund pund. Það voru mjög miklar verðbólguvæntingar og efnahagssamdráttur. Það sem við höfum gert er að grípa til afgerandi aðgerða, í fyrsta lagi til að tryggja að enginn borgi meira en 2.500 pund fyrir dæmigerðan eldsneytisreikning. Þetta tekur gildi á laugardaginn. En við viljum líka létta skattabyrðarnar til að tryggja hagvöxt og hemja verðbólguna,“ sagði forsætisráðherrann í dag. Liz Truss og fjármálaráðherrann Kwasi Kwarteng (t.h. við Truss) mæta miklum andbyr vegna þeirra efnahagsaðgerða sem þau eru nú í forystu fyrir. Aðeins nokkrir dagar eru í fyrsta landsfund Íhaldsflokksins undir þeirra forystu.AP/Jessica Taylor Eftir aðeins nokkrar vikur í embætti forsætisráðherra mætir Truss hálf hölt til landsfundar Íhaldsflokksins sem hefst á þriðjudag í næstu viku. Margir áhrifamenn í flokknum hafa tilkynnt að þeir ætli ekki að mæta til fundarins. Þá væri það ekki gott veganesti ef Englandsbanki ákvæði fyrir landsfundinn að hækka stýrivexti enn frekar. Þeir eru nú 2,5 prósent en svartsýnustu spár reikna með að þeir fari yfir sex prósent á næsta ári. Það yrðu hæstu vextir í Bretlandi um áratuga skeið. „Þetta eru erfiðir tíma. Við horfumst í augu við alþjóðlega efnahagskreppu sem stríð Putins í Úkraínu hrinti af stað. Við tókum réttilega þá ákvörðun að aðstoða fólk að komast í gegnum erfiðan vetur framundan,“ segir Liz Truss.
Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Staðan í Evrópu helsta ógnin við íslenskan efnahag Íslensku efnahagslífi stafar helst ógn af mikilli óvissu í alþjóðamálum. Seðlabankastjóri telur að vaxtahækkanir og aðrar aðgerðir Seðlabankans séu farnar að skila árangri. Horft verði til þess við ákvörðun vaxta í næstu viku. 28. september 2022 19:22 Skrúfað fyrir húsnæðislán og búist við miklum vaxtahækkunum Húsnæðislánafyrirtæki í Bretlandi hafa brugðist við efnahagsaðgerðum bresku ríkisstjórnarinnar með því að hætta tímabundið útlánum eða með því að fækka lánamöguleikum. Reiknað er með að Englandsbanki hækki meginvexti sína og að þeir verði jafnvel komnir í sex prósentustig á næsta ári. 27. september 2022 11:45 Pundið ekki verið veikara gegn dal í fimmtíu ár Sterlingspundið hefur hríðfallið gagnvart Bandaríkjadalnum og hefur ekki verið lægra í fimmtíu ár. Fjármálaráðherra Bretlands hefur boðað skattaívilnanir og 45 milljarða punda aðgerðarpakka. Stjórnarandstaðan kallar eftir svörum frá ríkisstjórninni um hvernig bregðast eigi við en hagfræðingar segja ríkisstjórnina við það að missa allan trúverðugleika. 26. september 2022 09:18 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Staðan í Evrópu helsta ógnin við íslenskan efnahag Íslensku efnahagslífi stafar helst ógn af mikilli óvissu í alþjóðamálum. Seðlabankastjóri telur að vaxtahækkanir og aðrar aðgerðir Seðlabankans séu farnar að skila árangri. Horft verði til þess við ákvörðun vaxta í næstu viku. 28. september 2022 19:22
Skrúfað fyrir húsnæðislán og búist við miklum vaxtahækkunum Húsnæðislánafyrirtæki í Bretlandi hafa brugðist við efnahagsaðgerðum bresku ríkisstjórnarinnar með því að hætta tímabundið útlánum eða með því að fækka lánamöguleikum. Reiknað er með að Englandsbanki hækki meginvexti sína og að þeir verði jafnvel komnir í sex prósentustig á næsta ári. 27. september 2022 11:45
Pundið ekki verið veikara gegn dal í fimmtíu ár Sterlingspundið hefur hríðfallið gagnvart Bandaríkjadalnum og hefur ekki verið lægra í fimmtíu ár. Fjármálaráðherra Bretlands hefur boðað skattaívilnanir og 45 milljarða punda aðgerðarpakka. Stjórnarandstaðan kallar eftir svörum frá ríkisstjórninni um hvernig bregðast eigi við en hagfræðingar segja ríkisstjórnina við það að missa allan trúverðugleika. 26. september 2022 09:18