Anna Sorokin úr „Inventing Anna“ laus úr fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2022 13:18 Anna Sorokin í réttarsal árið 2019. Getty Hinni rússnesku Önnu Sorokin, sem þekkt er fyrir að hafa svikið háar fjárhæðir frá fólki í New York í Bandaríkjunum, hefur verið sleppt úr fangelsi. Hún hefur verið flutt í stofufangelsi, verið gert að vera með ökklaband og meinað að vera á samfélagsmiðlum. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að hinni 31 ára Sorokin, sem einnig hefur verið þekkt sem Anna Delvey, hafi verið sleppt úr fangelsi í gær. Duncan Levin, lögmaður Sorokin, segir skjólstæðing sinn vera mjög þakklátan dómaranum fyrir að hafa sleppt sér úr fangelsi. Segir hann það rétt metið af dómaranum að samfélaginu stafi ekki hætta af Sorokin. Mál Önnu Sorokin hefur vakið mikla athygli síðustu ár og voru gerðir sjónvarpsþættir á Netflix um sögu hennar, Inventing Anna, þar sem hin 28 ára Julia Garner fór með hlutverk Sorokin. Sorokin fæddist í Rússlandi árið 1991 en flutti til Þýskalands ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var fimmtán ára gömul. Nítján ára flutti hún ein til Parísar og var komin til New York árið 2013. Þar bjó hún reglulega á dýrum hótelherbergjum, sem hún kom sér undan að greiða fyrir samkvæmt gögnum sem lögð voru fram í dómsmáli hennar. Þegar hún var komin á þrítugsaldurinn varði hún tíma sínum með yfirstéttinni í Manhattan og var búin að telja mörgum trú um að hún væri einkaerfingi sjóðs metinn á 60 milljónir Bandaríkjadala. Á sama tíma var hún mjög virk á samfélagsmiðlum þar sem hún birti myndir af lúxuslífi sem hún lifði. Ævintýri hennar endaði árið 2017 þegar hún var handtekin eftir að geta ekki greitt reikning vegna hótelshádegisverðar að andvirði um 200 dala. Sorokin hafði setið í fangelsi í um fimm hundruð daga þegar hún hlaut fjögurra til tólf ára dóm árið 2019 fyrir brot sín. Vildi dómari meina að hún hafi svikið um 200 þúsund Bandaríkjadala. Sorokin lauk afplánun fangelsisdómsins í febrúar 2021 en einungis sex vikum síðar var hún handtekin af bandarískum innflytjendayfirvöldum fyrir að vera með útrunna vegabréfsáritun. Sorokin seldi Netflix réttinn að sögu sinni og nýtti fjárhæðirnar meðal annars til að greiða niður skuldir sínar og sektir í New York. Bandaríkin Erlend sakamál Mál Önnu Sorokin Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að hinni 31 ára Sorokin, sem einnig hefur verið þekkt sem Anna Delvey, hafi verið sleppt úr fangelsi í gær. Duncan Levin, lögmaður Sorokin, segir skjólstæðing sinn vera mjög þakklátan dómaranum fyrir að hafa sleppt sér úr fangelsi. Segir hann það rétt metið af dómaranum að samfélaginu stafi ekki hætta af Sorokin. Mál Önnu Sorokin hefur vakið mikla athygli síðustu ár og voru gerðir sjónvarpsþættir á Netflix um sögu hennar, Inventing Anna, þar sem hin 28 ára Julia Garner fór með hlutverk Sorokin. Sorokin fæddist í Rússlandi árið 1991 en flutti til Þýskalands ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var fimmtán ára gömul. Nítján ára flutti hún ein til Parísar og var komin til New York árið 2013. Þar bjó hún reglulega á dýrum hótelherbergjum, sem hún kom sér undan að greiða fyrir samkvæmt gögnum sem lögð voru fram í dómsmáli hennar. Þegar hún var komin á þrítugsaldurinn varði hún tíma sínum með yfirstéttinni í Manhattan og var búin að telja mörgum trú um að hún væri einkaerfingi sjóðs metinn á 60 milljónir Bandaríkjadala. Á sama tíma var hún mjög virk á samfélagsmiðlum þar sem hún birti myndir af lúxuslífi sem hún lifði. Ævintýri hennar endaði árið 2017 þegar hún var handtekin eftir að geta ekki greitt reikning vegna hótelshádegisverðar að andvirði um 200 dala. Sorokin hafði setið í fangelsi í um fimm hundruð daga þegar hún hlaut fjögurra til tólf ára dóm árið 2019 fyrir brot sín. Vildi dómari meina að hún hafi svikið um 200 þúsund Bandaríkjadala. Sorokin lauk afplánun fangelsisdómsins í febrúar 2021 en einungis sex vikum síðar var hún handtekin af bandarískum innflytjendayfirvöldum fyrir að vera með útrunna vegabréfsáritun. Sorokin seldi Netflix réttinn að sögu sinni og nýtti fjárhæðirnar meðal annars til að greiða niður skuldir sínar og sektir í New York.
Bandaríkin Erlend sakamál Mál Önnu Sorokin Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira