Evrópuleiðtogar reyna að ná samkomulagi um hámarksverð á gasi Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2022 11:49 Leiðtogar 27 aðildarríkja Evrópusambandsins komu saman til fundar í Prag í Tékklandi í dag til að móta aðgerðir vegna orkukreppunnar sem nú ríkir innan bandalagsins. AP/Petr David Josek Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú á 70 ára afmælisdegi Rússlandsforseta að ná samkomulagi um hámarksverð á gasi til heimila og fyrirtækja. Úkraínskar hersveitir halda áfram að endurheimta landsvæði í gagnsókn sinni gegn Rússum og Úkraínuforseti heitir því að endurheimta öll hertekin svæði, þeirra á meðal Krímskaga. Afmælisbarnið Vladimir Putin er einangraður stríðsglæpamaður í alþjóðasamfélaginu sem hefur litlu að fagna þegar hann fyllir sjötíu árin í dag.AP/Mikhail Klimentyev Vladimir Putin Rússlandsforseti er sjötugur í dag en hefur ekki miklu að fagna, alla vega hvað varðar framgang ólöglegrar innrásar hans í Úkraínu og sýndarinnlimun á fjórum héruðum í Rússland. Leiðtogar fjörutíu og fjögurra Evrópuríkja komu saman í Prag í Tékklandi í gær til að stilla saman strengi sína. Í dag hófst síðan leiðtogafundur tuttugu og sjö aðildarríkja Evrópusambandsins á sama stað. Stærsta verkefni fundarins er að ná samkomulagi um aðgerðir vegna mikillar hækkunar á verði jarðgass til heimila og fyrirtækja. Fimmtán aðildarríki sambandsins hvetja til þess að hámarksverð verði sett á gas en ekki er eining um þá tillögu, að sögn aðallega vegna andstöðu Þjóðverja. Ursula von der Leyen segir Evrópu hafa tekist að koma upp fyrstu varnarlínunni gegn kúgun Rússlandsforseta á orkumarkaði Evrópu.AP/Petr David Josek Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagði í morgun að Evrópuríkjum hefði tekist að bregðast við kúgun Putins sem meira og minna hefur skrúfað fyrir gasflutninga til Evrópu. Birgðarstöðvar væru 90 prósent fullar og tekist hefði að koma á öruggum gasviðskiptum við Norðmenn og Bandaríkjamenn. „Nú erum við undirbúin. Við höfum komið upp fyrstu varnarlínunni fyrir markaði okkar. Nú er kominn tími til að ræða hvernig við getum dregið úr verðhækkunum á orkunni og áhrifum Putins á orkumarkaðinn. Umræða dagsins verður um þak á orkuverð,“ sagði von der Leyen fyrir fundinn í morgun. Á sjötugsafmæli sínu heldur Vladimir Putin áfram að senda unga menn í opinn dauðann í innrásarstríði hans í Úkraínu.AP/ Evrópusambandið vinnur einnig að mótun á áttunda refsiaðgerðarpakka sínum gegn Rússlandi. Frá því Putin fyrirskipaði innrásina í Úkraínu í febrúar undir formerkjum afnasistavæðingar og vernd fyrir rússneskumælandi íbúa Úkraínu gegn ofsóknum, hefur hann breytt málflutningi sínum. Nú talar hann um nánast heilagt stríð gegn Bandaríkjunum og NATO sem vilji sundra rússneska sambandsríkinu. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu heitir því að öll hertekin svæði verði frelsuð undan rússneska innrásarliðinu. Einnig Krímskagi sem Rússar innlimuðu eftir inrás árið 2014.AP/forsetaembætti Úkraínu Putin hefur endurtekið hótanir um notkun kjarnorkuvopna enda kominn út í horn vegna gagnsóknar Úkraínumanna sem náð hafa þúsundum ferkílómetrum lands af Rússum. Volodymyr Zelenskyy forseti segir mikinn árangur hafa náðst í austurhéruðunum og Kherson í suðri. „Og sá dagur kemur þegar við greinum einnig frá árangri í frelsun Zaporizhzhia, þeim hluta sem enn er á valdi innrásarliðsins. Sá dagur mun einnig renna upp þegar við tölum um frelsun Krímskaga," sagði Volodymir Zelenskyy. En stríðið í Úkraínu hófst í reynd þegar Putin réðst inn á Krímskaga árið 2014 og innlimaði skaga skömmu síðar eftir sýndarkosningar íbúanna. Evrópusambandið Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Hljóta friðarverðlaunin fyrir mannréttindabaráttu í Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi Hvítrússneski baráttumaðurinn Ales Bialiatski, rússnesku mannréttindasamtökin Memorial og úkraínsku mannréttindasamtökin Miðstöð um borgararéttindi hljóta í sameiningu friðarverðlaun Nóbels í ár. 7. október 2022 09:06 Óttast „ragnarök“ ef Pútín ákveður að nota kjarnorkuvopn Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað við því að heimsbyggðin gæti staðið frammi fyrir „ragnarökum“ ef Vladimir Pútín Rússlandsforseti ákveður að nota kjarnorkuvopn til að freista þess að vinna stríðið í Úkraínu. 7. október 2022 07:20 Leiðtogar Evrópu skerpa samstöðuna og Rússlandsforseti ráðvilltur Þrátt fyrir árangursríka gagnsókn Úkraínumanna í austur og suður Úkraínu halda Rússar áfram eldflaugaárásum á borgi og bæi. Rússlandsforseti virðist ráðvilltur en í dag komu leiðtogar rúmlega fjörutíu ríkja allt frá Íslandi til Tyrklands saman til að ræða samstarf í öryggis- og efnahagsmálum. 6. október 2022 19:21 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Afmælisbarnið Vladimir Putin er einangraður stríðsglæpamaður í alþjóðasamfélaginu sem hefur litlu að fagna þegar hann fyllir sjötíu árin í dag.AP/Mikhail Klimentyev Vladimir Putin Rússlandsforseti er sjötugur í dag en hefur ekki miklu að fagna, alla vega hvað varðar framgang ólöglegrar innrásar hans í Úkraínu og sýndarinnlimun á fjórum héruðum í Rússland. Leiðtogar fjörutíu og fjögurra Evrópuríkja komu saman í Prag í Tékklandi í gær til að stilla saman strengi sína. Í dag hófst síðan leiðtogafundur tuttugu og sjö aðildarríkja Evrópusambandsins á sama stað. Stærsta verkefni fundarins er að ná samkomulagi um aðgerðir vegna mikillar hækkunar á verði jarðgass til heimila og fyrirtækja. Fimmtán aðildarríki sambandsins hvetja til þess að hámarksverð verði sett á gas en ekki er eining um þá tillögu, að sögn aðallega vegna andstöðu Þjóðverja. Ursula von der Leyen segir Evrópu hafa tekist að koma upp fyrstu varnarlínunni gegn kúgun Rússlandsforseta á orkumarkaði Evrópu.AP/Petr David Josek Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagði í morgun að Evrópuríkjum hefði tekist að bregðast við kúgun Putins sem meira og minna hefur skrúfað fyrir gasflutninga til Evrópu. Birgðarstöðvar væru 90 prósent fullar og tekist hefði að koma á öruggum gasviðskiptum við Norðmenn og Bandaríkjamenn. „Nú erum við undirbúin. Við höfum komið upp fyrstu varnarlínunni fyrir markaði okkar. Nú er kominn tími til að ræða hvernig við getum dregið úr verðhækkunum á orkunni og áhrifum Putins á orkumarkaðinn. Umræða dagsins verður um þak á orkuverð,“ sagði von der Leyen fyrir fundinn í morgun. Á sjötugsafmæli sínu heldur Vladimir Putin áfram að senda unga menn í opinn dauðann í innrásarstríði hans í Úkraínu.AP/ Evrópusambandið vinnur einnig að mótun á áttunda refsiaðgerðarpakka sínum gegn Rússlandi. Frá því Putin fyrirskipaði innrásina í Úkraínu í febrúar undir formerkjum afnasistavæðingar og vernd fyrir rússneskumælandi íbúa Úkraínu gegn ofsóknum, hefur hann breytt málflutningi sínum. Nú talar hann um nánast heilagt stríð gegn Bandaríkjunum og NATO sem vilji sundra rússneska sambandsríkinu. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu heitir því að öll hertekin svæði verði frelsuð undan rússneska innrásarliðinu. Einnig Krímskagi sem Rússar innlimuðu eftir inrás árið 2014.AP/forsetaembætti Úkraínu Putin hefur endurtekið hótanir um notkun kjarnorkuvopna enda kominn út í horn vegna gagnsóknar Úkraínumanna sem náð hafa þúsundum ferkílómetrum lands af Rússum. Volodymyr Zelenskyy forseti segir mikinn árangur hafa náðst í austurhéruðunum og Kherson í suðri. „Og sá dagur kemur þegar við greinum einnig frá árangri í frelsun Zaporizhzhia, þeim hluta sem enn er á valdi innrásarliðsins. Sá dagur mun einnig renna upp þegar við tölum um frelsun Krímskaga," sagði Volodymir Zelenskyy. En stríðið í Úkraínu hófst í reynd þegar Putin réðst inn á Krímskaga árið 2014 og innlimaði skaga skömmu síðar eftir sýndarkosningar íbúanna.
Evrópusambandið Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Hljóta friðarverðlaunin fyrir mannréttindabaráttu í Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi Hvítrússneski baráttumaðurinn Ales Bialiatski, rússnesku mannréttindasamtökin Memorial og úkraínsku mannréttindasamtökin Miðstöð um borgararéttindi hljóta í sameiningu friðarverðlaun Nóbels í ár. 7. október 2022 09:06 Óttast „ragnarök“ ef Pútín ákveður að nota kjarnorkuvopn Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað við því að heimsbyggðin gæti staðið frammi fyrir „ragnarökum“ ef Vladimir Pútín Rússlandsforseti ákveður að nota kjarnorkuvopn til að freista þess að vinna stríðið í Úkraínu. 7. október 2022 07:20 Leiðtogar Evrópu skerpa samstöðuna og Rússlandsforseti ráðvilltur Þrátt fyrir árangursríka gagnsókn Úkraínumanna í austur og suður Úkraínu halda Rússar áfram eldflaugaárásum á borgi og bæi. Rússlandsforseti virðist ráðvilltur en í dag komu leiðtogar rúmlega fjörutíu ríkja allt frá Íslandi til Tyrklands saman til að ræða samstarf í öryggis- og efnahagsmálum. 6. október 2022 19:21 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Hljóta friðarverðlaunin fyrir mannréttindabaráttu í Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi Hvítrússneski baráttumaðurinn Ales Bialiatski, rússnesku mannréttindasamtökin Memorial og úkraínsku mannréttindasamtökin Miðstöð um borgararéttindi hljóta í sameiningu friðarverðlaun Nóbels í ár. 7. október 2022 09:06
Óttast „ragnarök“ ef Pútín ákveður að nota kjarnorkuvopn Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað við því að heimsbyggðin gæti staðið frammi fyrir „ragnarökum“ ef Vladimir Pútín Rússlandsforseti ákveður að nota kjarnorkuvopn til að freista þess að vinna stríðið í Úkraínu. 7. október 2022 07:20
Leiðtogar Evrópu skerpa samstöðuna og Rússlandsforseti ráðvilltur Þrátt fyrir árangursríka gagnsókn Úkraínumanna í austur og suður Úkraínu halda Rússar áfram eldflaugaárásum á borgi og bæi. Rússlandsforseti virðist ráðvilltur en í dag komu leiðtogar rúmlega fjörutíu ríkja allt frá Íslandi til Tyrklands saman til að ræða samstarf í öryggis- og efnahagsmálum. 6. október 2022 19:21