Stjórnarkreppa í Katalóníu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 15. október 2022 16:07 Pere Aragones, forseti héraðsstjórnarinnar í Katalóníu. Kike Rincon/Getty Images Allt bendir til þess að á næstunni fjari hratt og örugglega undan sjálfstæðisbaráttu aðskilnaðarsinna í Katalóníu á Spáni. Flokkar aðskilnaðarsinna slitu stjórnarsamstarfi sínu í vikunni, og andstaða almennings við sjálfstæði hefur ekki verið meiri í tæpan áratug. Sjálfstæði Katalóníu eina sameiginlega stefnumálið Samsteypustjórn sjálfstæðissinna í Katalóníu sprakk í byrjun vikunnar. Stjórn sem oft og tíðum virtist hafa það eina mál á stefnuskránni að lýsa yfir sjálfstæði Katalóníu. Draumurinn um sjálfstæði virtist ætla að rætast fyrir 5 árum, þann 10. október 2017, þegar stjórnvöld lýstu yfir sjálfstæði, eftir ólöglegar kosningar um málið. Það yfirlýsta sjálfstæði var reyndar dregið tilbaka nákvæmlega 56 sekúndum síðar. En sjálfstæði Katalóníu hefur sjaldan verið eins fjarlægur draumur og núna. Vildu fara ólíkar leiðir að sjálfstæði Flokkarnir tveir sem mynduðu stjórn eftir kosningarnar í fyrra eru af sitt hvorum væng stjórnmálanna. Sá stærri Esquerra, Vinstri lýðveldisflokkurinn, og sá minni og hægra megin við miðjuna, Junts, Sameinuð Katalónía. Flokkarnir hafa ekki aðeins ólíka sýn á samfélagið í öllum meginatriðum heldur greindi þá verulega á um hvernig rétt væri að halda á spilunum í sjálfstæðisbaráttunni. Esquerra vildi fara diplómatísku samningaleiðina, en Junts vildi, og hefur reyndar alltaf viljað, fara mun herskárri leið að sama marki. Og þar skildu leiðir. Vatnaskil í stjórnmálasögu Katalóníu Eftir sitja vinstri menn í minnihlutastjórn og þurfa nú að gera annað af tvennu; biðja hægri mennina í Junts að styðja fjárlagafrumvarpið sem nú bíður afgreiðslu eða leita til Sósíalistaflokksins, sem vann kosningarnar í fyrra og er núna stærsti flokkurinn í Katalóníu. Og leiti flokkurinn til Sósíalistaflokksins þá er næsta víst að lítið fari fyrir sjálfstæðisbaráttu Katalóna á næstu misserum. Enda tala fréttaskýrendur á Spáni almennt um að nú séu að verða vatnaskil í stjórnmálasögu Katalóna. Stuðningur við sjálfstæði fer hratt þverrandi Þegar litið er á heildarmyndina þá skyldi í raun engan undra. Stuðningur við sjálfstæði Katalóna hefur farið stigminnkandi með hverju árinu allt frá því að efnt var til hinna ólöglegu kosninga í október fyrir fimm árum. Í síðustu könnun, sem er frá því síðla í sumar, sögðust 52% vera andvíg sjálfstæði en 41% eru fylgjandi og hefur munurinn ekki mælst eins mikill í meira en 7 ár. Andstaðan við sjálfstæði jókst um 4 prósentustig á einungis þremur mánuðum. Og yfir 70% kjósenda telja að sjálfstæði Katalóníu eigi ekki að vera forgangsmál stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Þúsundir fyrirtækja flýja Katalóníu Sem fyrr er andstaðan við sjálfstæði mest í borgum og stuðningur við sjálfstæði er mestur í dreifðari byggðum héraðsins. Margir telja að viðskiptaumhverfi stórborganna í Katalóníu hafi beðið nokkrar hnekki á undanförnum fimm árum vegna hinnar hvössu sjálfstæðisbaráttu sem ráðist var í, en alls hafa rúmlega 7.000 fyrirtæki flutt höfuðstöðvar sínar frá Katalóníu frá árinu 2017. Meira en helmingur þeirra hefur flutt til Madrid. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu stoppa ekki fyrr en tilneyddir“ Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Sjálfstæði Katalóníu eina sameiginlega stefnumálið Samsteypustjórn sjálfstæðissinna í Katalóníu sprakk í byrjun vikunnar. Stjórn sem oft og tíðum virtist hafa það eina mál á stefnuskránni að lýsa yfir sjálfstæði Katalóníu. Draumurinn um sjálfstæði virtist ætla að rætast fyrir 5 árum, þann 10. október 2017, þegar stjórnvöld lýstu yfir sjálfstæði, eftir ólöglegar kosningar um málið. Það yfirlýsta sjálfstæði var reyndar dregið tilbaka nákvæmlega 56 sekúndum síðar. En sjálfstæði Katalóníu hefur sjaldan verið eins fjarlægur draumur og núna. Vildu fara ólíkar leiðir að sjálfstæði Flokkarnir tveir sem mynduðu stjórn eftir kosningarnar í fyrra eru af sitt hvorum væng stjórnmálanna. Sá stærri Esquerra, Vinstri lýðveldisflokkurinn, og sá minni og hægra megin við miðjuna, Junts, Sameinuð Katalónía. Flokkarnir hafa ekki aðeins ólíka sýn á samfélagið í öllum meginatriðum heldur greindi þá verulega á um hvernig rétt væri að halda á spilunum í sjálfstæðisbaráttunni. Esquerra vildi fara diplómatísku samningaleiðina, en Junts vildi, og hefur reyndar alltaf viljað, fara mun herskárri leið að sama marki. Og þar skildu leiðir. Vatnaskil í stjórnmálasögu Katalóníu Eftir sitja vinstri menn í minnihlutastjórn og þurfa nú að gera annað af tvennu; biðja hægri mennina í Junts að styðja fjárlagafrumvarpið sem nú bíður afgreiðslu eða leita til Sósíalistaflokksins, sem vann kosningarnar í fyrra og er núna stærsti flokkurinn í Katalóníu. Og leiti flokkurinn til Sósíalistaflokksins þá er næsta víst að lítið fari fyrir sjálfstæðisbaráttu Katalóna á næstu misserum. Enda tala fréttaskýrendur á Spáni almennt um að nú séu að verða vatnaskil í stjórnmálasögu Katalóna. Stuðningur við sjálfstæði fer hratt þverrandi Þegar litið er á heildarmyndina þá skyldi í raun engan undra. Stuðningur við sjálfstæði Katalóna hefur farið stigminnkandi með hverju árinu allt frá því að efnt var til hinna ólöglegu kosninga í október fyrir fimm árum. Í síðustu könnun, sem er frá því síðla í sumar, sögðust 52% vera andvíg sjálfstæði en 41% eru fylgjandi og hefur munurinn ekki mælst eins mikill í meira en 7 ár. Andstaðan við sjálfstæði jókst um 4 prósentustig á einungis þremur mánuðum. Og yfir 70% kjósenda telja að sjálfstæði Katalóníu eigi ekki að vera forgangsmál stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Þúsundir fyrirtækja flýja Katalóníu Sem fyrr er andstaðan við sjálfstæði mest í borgum og stuðningur við sjálfstæði er mestur í dreifðari byggðum héraðsins. Margir telja að viðskiptaumhverfi stórborganna í Katalóníu hafi beðið nokkrar hnekki á undanförnum fimm árum vegna hinnar hvössu sjálfstæðisbaráttu sem ráðist var í, en alls hafa rúmlega 7.000 fyrirtæki flutt höfuðstöðvar sínar frá Katalóníu frá árinu 2017. Meira en helmingur þeirra hefur flutt til Madrid.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu stoppa ekki fyrr en tilneyddir“ Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira