Börn og konur séu illa stödd á mótmælum í Íran Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 15. október 2022 16:40 Amini var einungis 22 ára þegar hún lést í haldi siðgæðislögreglu. EPA/Abedin Taherkenareh Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku. Mótmælin hófust eftir að Amini lést í haldi siðgæðislögreglu Íran en hún er sögð ekki hafa borið höfuðklút sinn á viðeigandi máta. Hún var 22 ára. Í kjölfarið brutust út mikil mótmæli í Íran. Nú eru mannréttindasamtökin Amnesty International sögð hafa birt skýrslu sem varpi ljósi á dauðsföll barna á meðan átökunum hefur staðið eða öllu heldur hluta átakanna. Þessu greinir CNN frá. Í það minnsta 23 börn allt frá ellefu ára aldri hafi verið myrt af öryggissveitum í Íran síðustu tíu daga septembermánaðar. Tuttugu drengir eru taldir innan þessa hóps og þrjár stúlkur, öll undir átján ára aldri. Nærri helmingur barnanna hafi verið drepin þann 30. september síðastliðinn en daginn segja samtökin þann banvænasta síðan yfirvöld hófu aðgerðir gegn mótmælendum. „Byrjunin á endalokunum“ Samtökin segi yfirvöld og öryggissveitir í Íran beita sér með þessum hætti til þess að koma í veg fyrir mótspyrnu ungs fólks og halda valdayfirráðum sínum. Meðlimur öryggissveitar er einnig sagður hafa beitt kvenkyns mótmælanda kynferðisofbeldi í Tehran og hafi verknaðurinn náðst á myndband. Samkvæmt Guardian megi sjá lögreglu halda konunni með afli, umkringja og virðast grípa í hana á óviðeigandi máta með þeim afleiðingum að hún dettur í jörðina. Málið er sagt í rannsókn en greint er frá því að mótmælendur hafi upplifað og séð slíka hegðun frá lögreglu á svæðinu áður, konur sem mótmæli séu beittar ofbeldi. Einnig sé kallað að þeim að þær séu hórur ásamt öðru. Stjórnvöld Í Íran hafa lokað fyrir aðgengi íbúa að helstu samfélagsmiðlum en á samskiptaforritinu WhatsApp hafi mótmælendur kallað til fjöldamótmæla, yfirskrift þeirra sé „Byrjunin á endalokunum.“ Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir „Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. 21. september 2022 23:03 Saka Bandaríkin um að reyna að veikja Íran í skugga mótmæla Yfirvöld í Íran hafa sakað bandarísk stjórnvöld um að nýta sér mótmælin sem nú standa yfir vegna dauða ungrar konu til að veikja Íran og segjast munu bregðast við. Ekkert lát er á mótmælunum sem hófust um þar síðustu helgi en á fimmta tug hafa látist samkvæmt opinberum tölum. 26. september 2022 12:36 Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Mótmælin hófust eftir að Amini lést í haldi siðgæðislögreglu Íran en hún er sögð ekki hafa borið höfuðklút sinn á viðeigandi máta. Hún var 22 ára. Í kjölfarið brutust út mikil mótmæli í Íran. Nú eru mannréttindasamtökin Amnesty International sögð hafa birt skýrslu sem varpi ljósi á dauðsföll barna á meðan átökunum hefur staðið eða öllu heldur hluta átakanna. Þessu greinir CNN frá. Í það minnsta 23 börn allt frá ellefu ára aldri hafi verið myrt af öryggissveitum í Íran síðustu tíu daga septembermánaðar. Tuttugu drengir eru taldir innan þessa hóps og þrjár stúlkur, öll undir átján ára aldri. Nærri helmingur barnanna hafi verið drepin þann 30. september síðastliðinn en daginn segja samtökin þann banvænasta síðan yfirvöld hófu aðgerðir gegn mótmælendum. „Byrjunin á endalokunum“ Samtökin segi yfirvöld og öryggissveitir í Íran beita sér með þessum hætti til þess að koma í veg fyrir mótspyrnu ungs fólks og halda valdayfirráðum sínum. Meðlimur öryggissveitar er einnig sagður hafa beitt kvenkyns mótmælanda kynferðisofbeldi í Tehran og hafi verknaðurinn náðst á myndband. Samkvæmt Guardian megi sjá lögreglu halda konunni með afli, umkringja og virðast grípa í hana á óviðeigandi máta með þeim afleiðingum að hún dettur í jörðina. Málið er sagt í rannsókn en greint er frá því að mótmælendur hafi upplifað og séð slíka hegðun frá lögreglu á svæðinu áður, konur sem mótmæli séu beittar ofbeldi. Einnig sé kallað að þeim að þær séu hórur ásamt öðru. Stjórnvöld Í Íran hafa lokað fyrir aðgengi íbúa að helstu samfélagsmiðlum en á samskiptaforritinu WhatsApp hafi mótmælendur kallað til fjöldamótmæla, yfirskrift þeirra sé „Byrjunin á endalokunum.“
Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir „Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. 21. september 2022 23:03 Saka Bandaríkin um að reyna að veikja Íran í skugga mótmæla Yfirvöld í Íran hafa sakað bandarísk stjórnvöld um að nýta sér mótmælin sem nú standa yfir vegna dauða ungrar konu til að veikja Íran og segjast munu bregðast við. Ekkert lát er á mótmælunum sem hófust um þar síðustu helgi en á fimmta tug hafa látist samkvæmt opinberum tölum. 26. september 2022 12:36 Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
„Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. 21. september 2022 23:03
Saka Bandaríkin um að reyna að veikja Íran í skugga mótmæla Yfirvöld í Íran hafa sakað bandarísk stjórnvöld um að nýta sér mótmælin sem nú standa yfir vegna dauða ungrar konu til að veikja Íran og segjast munu bregðast við. Ekkert lát er á mótmælunum sem hófust um þar síðustu helgi en á fimmta tug hafa látist samkvæmt opinberum tölum. 26. september 2022 12:36
Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45