Búast við hlutfallslega lítilli aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2022 15:23 Aukin eftirspurn eftir kolum er víða í Evrópu eftir að Rússar skrúfuðu fyrir jarðgasleiðslur vegna Úkraínustríðsins. Endurnýjanlegir orkugjafar koma í veg fyrir að losun aukist meira en annars hefði orðið vegna þess. Vísir/EPA Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) spáir því að losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundumvegna bruna á jarðefnaeldsneyti aukist um innan við eitt prósent á þessu ári í samanburði við síðasta ár. Það megi þakka uppgangi endurnýjanlegra orkugjafa og rafknúinna bifreiða. Gangi spáin eftir nemur losun vegna bruna á eldsneyti til orkunotkunar þessa árs um 33,8 milljörðum tonna af koltvísýringi, um 300 milljónum tonnum meira en árið 2021. Það er mun minni aukning en á milli áranna 2020 og 2021 þegar hún jókst um tvo milljarða tonna, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hér er þó ótalin önnur losun manna á gróðurhúsalofttegundum en með bruna á jarðefnaeldsneyti. Aukningin í ár er rakin til vaxandi orkuframleiðslu og flugumferð eftir að ferðamennska náði sér á strik eftir kórónuveirufaraldurinn. Eftirspurn eftir kolum tók kipp vegna hækkandi gasverðs sem er tilkomið vegna stríðsátakanna í Úkraínu. „Góðu fréttirnar eru að sólar- og vindorku fylla að verulegu leyti upp í skarðið en aukningin í kolum virðist hlutfallslega lítil og tímabundin,“ segir Fatih Birol, framkvæmdastjóri IEA. Þrátt fyrir að losunin sé minni en hún hefði getað orðið er þróunin langt frá því sem þarf til að hafa hemil á loftslagsbreytingum af völdum manna. Rakið hefur verið í hverri vísindaskýrslunni á fætur annarri um áratugaskeið að mannkynið þarf að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda svo hægt sé að forðast verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Metaukning í framleiðslu endurnýjanlegra orkugjafa Raforkuframleiðsla með vindi og sólarorku jókst um 700 teravattstundir á árinu og hefur hún aldrei aukist eins mikið á einu ári. Ef ekki hefði verið fyrir vöxt í endurnýjanlegri orku hefði losun mannkynsins geta verið allt að 600 milljónum tonnum meiri í ár. Um fimmtungur framleiðsluaukningar endurnýjanlegra orkugjafa kom frá vatnsaflsvirkjunum þrátt fyrir mikla þurrka víða um jörðina. Horfur er á því að losun Evrópusambandsríkja dragist saman á milli ára þrátt fyrir aukinn kolabruna. Búist er við því að kolin hverfi fljótt aftur enda standi til að bæta við um fimmtíu gígavöttum af endurnýjanlegri orku á næsta ári. Í Kína er hægagangur í efnahagsmálum og bakslag fyrir endurnýjanlega orkugjafa talið leiða til þess að losun standi í stað í ár. Uppfært 24. október 2022 Orðalagi fréttarinnar var breytt til að skerpa á að spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar nær aðeins til losunar gróðurhúsalofttegunda vegna bruna á jarðefnaeldsneyti. Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Gangi spáin eftir nemur losun vegna bruna á eldsneyti til orkunotkunar þessa árs um 33,8 milljörðum tonna af koltvísýringi, um 300 milljónum tonnum meira en árið 2021. Það er mun minni aukning en á milli áranna 2020 og 2021 þegar hún jókst um tvo milljarða tonna, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hér er þó ótalin önnur losun manna á gróðurhúsalofttegundum en með bruna á jarðefnaeldsneyti. Aukningin í ár er rakin til vaxandi orkuframleiðslu og flugumferð eftir að ferðamennska náði sér á strik eftir kórónuveirufaraldurinn. Eftirspurn eftir kolum tók kipp vegna hækkandi gasverðs sem er tilkomið vegna stríðsátakanna í Úkraínu. „Góðu fréttirnar eru að sólar- og vindorku fylla að verulegu leyti upp í skarðið en aukningin í kolum virðist hlutfallslega lítil og tímabundin,“ segir Fatih Birol, framkvæmdastjóri IEA. Þrátt fyrir að losunin sé minni en hún hefði getað orðið er þróunin langt frá því sem þarf til að hafa hemil á loftslagsbreytingum af völdum manna. Rakið hefur verið í hverri vísindaskýrslunni á fætur annarri um áratugaskeið að mannkynið þarf að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda svo hægt sé að forðast verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Metaukning í framleiðslu endurnýjanlegra orkugjafa Raforkuframleiðsla með vindi og sólarorku jókst um 700 teravattstundir á árinu og hefur hún aldrei aukist eins mikið á einu ári. Ef ekki hefði verið fyrir vöxt í endurnýjanlegri orku hefði losun mannkynsins geta verið allt að 600 milljónum tonnum meiri í ár. Um fimmtungur framleiðsluaukningar endurnýjanlegra orkugjafa kom frá vatnsaflsvirkjunum þrátt fyrir mikla þurrka víða um jörðina. Horfur er á því að losun Evrópusambandsríkja dragist saman á milli ára þrátt fyrir aukinn kolabruna. Búist er við því að kolin hverfi fljótt aftur enda standi til að bæta við um fimmtíu gígavöttum af endurnýjanlegri orku á næsta ári. Í Kína er hægagangur í efnahagsmálum og bakslag fyrir endurnýjanlega orkugjafa talið leiða til þess að losun standi í stað í ár. Uppfært 24. október 2022 Orðalagi fréttarinnar var breytt til að skerpa á að spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar nær aðeins til losunar gróðurhúsalofttegunda vegna bruna á jarðefnaeldsneyti.
Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira