ADHD hjá fullorðnum, röskun eða? Sigrún Heimisdóttir skrifar 25. október 2022 21:31 Október er tileinkaður vitundarvakningu um ADHD (Attention deficit/hyperactivity disorder). ADHD er skilgreint sem taugaþroskaröskun og læknisfræðilegt heiti á íslensku er: „Truflun á virkni og athygli”. Síðustu vikur hefur átt sér stað mikilvæg umræða í fjölmiðlum tengd offitusjúkdómnum, greiningu hans og meðferð. Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir hefur staðið í framlínu þeirrar vitundarvakningar og bent á að mikilvægt sé að breyta viðhorfum til þeirra sem takast á við ofþyngd. Sú umræða og þessi stóra spurning, hvenær einkenni eða ástand er orðið að röskun eða sjúkdómi, sem þarf að greina og meðhöndla, gæti alveg eins átt við um ADHD. Í daglegu tali skellum við fram allskonar fullyrðingum og staðalímyndum t.d. „ég er svo ofvirk í dag“ eða „geðveik“ eða „feit“. Sjaldan heyrist þó „ég er svo kransæðastífluð í dag“, „vöðvabólguð“ eða „mjó“ svo það eru einungis sum einkenni, raskanir eða sjúkdómar sem við tengjum við dagsformið, á meðan annað kemst ekki á blað í því samhengi. Svona tal þarf ekki endilega að vera neikvætt, en skapar þó mögulega hættu á því að þeir sem raunverulega finna fyrir erfiðleikum vegna viðvarandi einkenna fái ekki skilning, mat á vanda sínum eða meðferð við hæfi. Hvenær er þá mikil virkni eða athyglisvandi orðið að röskuninni ADHD? Flest þekkjum við nefnilega eitthvað af þessum einkennum hjá okkur. Við erum með athyglisbrest annað slagið, erum virkari þennan daginn en góðu hófi gegnir, en rólegri þann næsta. Gleymum og klikkum á að skipuleggja okkur eða höldum ekki skipulagið út. Samfélagið ýtir svo kannski bara undir allt saman með hraða nútímans og kröfum. Greining á þeirri hömlun sem einkenni ADHD geta haft á daglegt líf er flókin og yfirgripsmikil, bæði hjá börnum og fullorðnum. Í orðunum „truflun á virkni og athygli“ felst að það er vandi til staðar, eitthvað sem truflar. Í greiningarferli fullorðinna, er fyrst skimað fyrir því hvort taugaþroskaröskunin sé mögulega til staðar og hvort einkenni séu hamlandi. Alveg eins og þegar skimað er fyrir annarskonar heilsuvanda, er verið að útiloka að eitthvað annað geti valdið einkennum. Þetta heitir mismunagreining og snýst um að kanna allar mögulegar tilgátur eða skýringar aðrar. Þar byrja flækjurnar því margt í okkar daglega lífi hefur áhrif á athyglisgetu og virkni. Sálfræðingur sem greinir röskunina er því með margar tilgátur í kollinum á meðan hann talar við skjólstæðing sinn. Dæmi um mögulega áhrifaþætti er tilfinningalegt ástand, áfallareynsla, langvarandi streita eða álag, nýlegt álag eða erfiðleikar tengt núverandi aðstæðum, svefnóregla eða hverskonar innri eða ytri streituvaldar. Einnig líkamlegir þættir s.s. efnaskiptabúskapur, næring, hreyfing og lífsstíll. Enn fremur er metið hvort einkenni skýrist af öðrum taugaröskunareinkennum s.s. sértækum námsörðugleikum, þroskafrávikum, byrjandi heilabilun nú eða geti verið tilkomin vegna uppeldis eða félagsmótunar. Til að flækja enn frekar greiningarmyndina eru fylgiraskanir tiltölulega algengar. Ef skimun bendir enn til hamlandi einkenna vegna ADHD og þau ólíkleg til að skýrast af öðru, er metið nánar hvaða einkenni þetta eru og hversu alvarleg. Greiningin felur einnig í sér mat á mögulegum tilfinningavanda og fylgiröskunum, styrkleikum í aðstæðum viðkomandi og veikleikum. Niðurstöður og ráðleggingar um meðferð eru settar fram í skýrslu þannig að öll þessi kortlagning nýtist einstaklingnum sem best. Meðferð með lyfjum er í mörgum tilvikum gagnleg og fer fram mat á þeim meðferðarmöguleikum hjá lækni í framhaldi af greiningu sálfræðings. Mikilvægt er að fólk með hamlandi ADHD hafi tök á stuðningi eða meðferð vegna vandans t.d. hjá sálfræðingi, iðjuþjálfa, hjúkrunarfræðingi eða öðrum fagaðilum sem hafa sérþekkingu á taugakerfi, hegðun, tilfinningavanda og fylgiröskunum. Vitundarvakning skiptir máli og er hvatning til allra sem grunar að þeir geti verið með einkenni sem hamla í daglegu lífi, til að sækja sér upplýsingar, fá mat á vandanum, stuðning eða meðferð. Hvort sem vandinn heitir taugaröskunin ADHD, ofþyngd eða annað. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og framkvæmdastjóri Heilsu og sálfræðiþjónustunnar, miðstöðvar heilsueflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Október er tileinkaður vitundarvakningu um ADHD (Attention deficit/hyperactivity disorder). ADHD er skilgreint sem taugaþroskaröskun og læknisfræðilegt heiti á íslensku er: „Truflun á virkni og athygli”. Síðustu vikur hefur átt sér stað mikilvæg umræða í fjölmiðlum tengd offitusjúkdómnum, greiningu hans og meðferð. Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir hefur staðið í framlínu þeirrar vitundarvakningar og bent á að mikilvægt sé að breyta viðhorfum til þeirra sem takast á við ofþyngd. Sú umræða og þessi stóra spurning, hvenær einkenni eða ástand er orðið að röskun eða sjúkdómi, sem þarf að greina og meðhöndla, gæti alveg eins átt við um ADHD. Í daglegu tali skellum við fram allskonar fullyrðingum og staðalímyndum t.d. „ég er svo ofvirk í dag“ eða „geðveik“ eða „feit“. Sjaldan heyrist þó „ég er svo kransæðastífluð í dag“, „vöðvabólguð“ eða „mjó“ svo það eru einungis sum einkenni, raskanir eða sjúkdómar sem við tengjum við dagsformið, á meðan annað kemst ekki á blað í því samhengi. Svona tal þarf ekki endilega að vera neikvætt, en skapar þó mögulega hættu á því að þeir sem raunverulega finna fyrir erfiðleikum vegna viðvarandi einkenna fái ekki skilning, mat á vanda sínum eða meðferð við hæfi. Hvenær er þá mikil virkni eða athyglisvandi orðið að röskuninni ADHD? Flest þekkjum við nefnilega eitthvað af þessum einkennum hjá okkur. Við erum með athyglisbrest annað slagið, erum virkari þennan daginn en góðu hófi gegnir, en rólegri þann næsta. Gleymum og klikkum á að skipuleggja okkur eða höldum ekki skipulagið út. Samfélagið ýtir svo kannski bara undir allt saman með hraða nútímans og kröfum. Greining á þeirri hömlun sem einkenni ADHD geta haft á daglegt líf er flókin og yfirgripsmikil, bæði hjá börnum og fullorðnum. Í orðunum „truflun á virkni og athygli“ felst að það er vandi til staðar, eitthvað sem truflar. Í greiningarferli fullorðinna, er fyrst skimað fyrir því hvort taugaþroskaröskunin sé mögulega til staðar og hvort einkenni séu hamlandi. Alveg eins og þegar skimað er fyrir annarskonar heilsuvanda, er verið að útiloka að eitthvað annað geti valdið einkennum. Þetta heitir mismunagreining og snýst um að kanna allar mögulegar tilgátur eða skýringar aðrar. Þar byrja flækjurnar því margt í okkar daglega lífi hefur áhrif á athyglisgetu og virkni. Sálfræðingur sem greinir röskunina er því með margar tilgátur í kollinum á meðan hann talar við skjólstæðing sinn. Dæmi um mögulega áhrifaþætti er tilfinningalegt ástand, áfallareynsla, langvarandi streita eða álag, nýlegt álag eða erfiðleikar tengt núverandi aðstæðum, svefnóregla eða hverskonar innri eða ytri streituvaldar. Einnig líkamlegir þættir s.s. efnaskiptabúskapur, næring, hreyfing og lífsstíll. Enn fremur er metið hvort einkenni skýrist af öðrum taugaröskunareinkennum s.s. sértækum námsörðugleikum, þroskafrávikum, byrjandi heilabilun nú eða geti verið tilkomin vegna uppeldis eða félagsmótunar. Til að flækja enn frekar greiningarmyndina eru fylgiraskanir tiltölulega algengar. Ef skimun bendir enn til hamlandi einkenna vegna ADHD og þau ólíkleg til að skýrast af öðru, er metið nánar hvaða einkenni þetta eru og hversu alvarleg. Greiningin felur einnig í sér mat á mögulegum tilfinningavanda og fylgiröskunum, styrkleikum í aðstæðum viðkomandi og veikleikum. Niðurstöður og ráðleggingar um meðferð eru settar fram í skýrslu þannig að öll þessi kortlagning nýtist einstaklingnum sem best. Meðferð með lyfjum er í mörgum tilvikum gagnleg og fer fram mat á þeim meðferðarmöguleikum hjá lækni í framhaldi af greiningu sálfræðings. Mikilvægt er að fólk með hamlandi ADHD hafi tök á stuðningi eða meðferð vegna vandans t.d. hjá sálfræðingi, iðjuþjálfa, hjúkrunarfræðingi eða öðrum fagaðilum sem hafa sérþekkingu á taugakerfi, hegðun, tilfinningavanda og fylgiröskunum. Vitundarvakning skiptir máli og er hvatning til allra sem grunar að þeir geti verið með einkenni sem hamla í daglegu lífi, til að sækja sér upplýsingar, fá mat á vandanum, stuðning eða meðferð. Hvort sem vandinn heitir taugaröskunin ADHD, ofþyngd eða annað. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og framkvæmdastjóri Heilsu og sálfræðiþjónustunnar, miðstöðvar heilsueflingar.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar