Samkvæmt fréttaveitum í landinu er búið að bjarga fimmtán manns en ekki er vitað hve margir voru um borð í flugvélinni.
Á myndböndum sést flugvélin á kafi þannig að aðeins sést í grænlitað stél flugvélarinnar í Viktoríuvatni, sem er stærsta vatn Afríku.
Björgunarbátar hafa flutt fólk frá flugvélinni og björgunaraðgerðir standa enn yfir.