Stríðsreksturinn sagður valda stórfelldri losun Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2022 23:20 Rússneskur og úkraínskur skriðdreki í Donetsk í Austur-Úkraínu. Vísir/EPA Innrás Rússa í Úkraínu hefur leitt til gríðarlegrar losunar á gróðurhúsalofttegundum, að sögn fulltrúa Úkraínu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þeir segjast safna upplýsingum um „umhverfisglæpi“ Rússa. Ruslan Strilets, umhverfisráðherra Úkraínu, fullyrðir að stríðsreksturinn hafi leitt beint til losunar á 33 milljónum tonna af gróðurhúsalofttegundum. Breska ríkisútvarpið BBC segir það jafnast á við losun um sextán milljón bíla í tvö ár. Úkraínumenn telja þar með losun vegna skógarelda og elda sem eru kveiktir vegna landbúnaðar auk olíu sem hefur verið brennt í árásum á stórar birgðarstöðvar. „Rússland hefur breytt náttúruverndarsvæðum okkar í herstöðvar. Rússland gerir allt sem það getur til þess að stytta sjóndeildarhring okkar og ykkar. Vegna stríðsins þurfum við að gera enn meira til þess að sigrast á loftslagsvánni,“ sagði Strilets á COP27-ráðstefnunni í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi. Hann heldur því einnig fram að endurbygging Úkraínu eigi eftir að kalla á enn frekari losun, allt að 49 milljónir tonna koltvísýrings. Rússar ættu að bera ábyrgð á þeirri losun. Stjórnvöld í Kænugarði safna upplýsingum í sarpinn um það sem þau telja umhverfisglæpi Rússa, alls um tvö þúsund talsins. Saka þau Rússa um að eyða skógum, losa eiturgufur og skemma vatnsveitur. Hyggjast þau leita réttar síns og krefja Rússa bóta. Loftslagsmál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar reyna að innlima losun hernumdra svæða Tilraunir Rússa til þess að innlima landsvæði sem þeir hafa hernumið í Úkraínu taka á sig ýmsar myndir. Nú þurfa úkraínsk stjórnvöld að verjast því að Rússar reyni að taka ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda á hernumndu svæðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. 19. október 2022 12:29 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Ruslan Strilets, umhverfisráðherra Úkraínu, fullyrðir að stríðsreksturinn hafi leitt beint til losunar á 33 milljónum tonna af gróðurhúsalofttegundum. Breska ríkisútvarpið BBC segir það jafnast á við losun um sextán milljón bíla í tvö ár. Úkraínumenn telja þar með losun vegna skógarelda og elda sem eru kveiktir vegna landbúnaðar auk olíu sem hefur verið brennt í árásum á stórar birgðarstöðvar. „Rússland hefur breytt náttúruverndarsvæðum okkar í herstöðvar. Rússland gerir allt sem það getur til þess að stytta sjóndeildarhring okkar og ykkar. Vegna stríðsins þurfum við að gera enn meira til þess að sigrast á loftslagsvánni,“ sagði Strilets á COP27-ráðstefnunni í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi. Hann heldur því einnig fram að endurbygging Úkraínu eigi eftir að kalla á enn frekari losun, allt að 49 milljónir tonna koltvísýrings. Rússar ættu að bera ábyrgð á þeirri losun. Stjórnvöld í Kænugarði safna upplýsingum í sarpinn um það sem þau telja umhverfisglæpi Rússa, alls um tvö þúsund talsins. Saka þau Rússa um að eyða skógum, losa eiturgufur og skemma vatnsveitur. Hyggjast þau leita réttar síns og krefja Rússa bóta.
Loftslagsmál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar reyna að innlima losun hernumdra svæða Tilraunir Rússa til þess að innlima landsvæði sem þeir hafa hernumið í Úkraínu taka á sig ýmsar myndir. Nú þurfa úkraínsk stjórnvöld að verjast því að Rússar reyni að taka ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda á hernumndu svæðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. 19. október 2022 12:29 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Rússar reyna að innlima losun hernumdra svæða Tilraunir Rússa til þess að innlima landsvæði sem þeir hafa hernumið í Úkraínu taka á sig ýmsar myndir. Nú þurfa úkraínsk stjórnvöld að verjast því að Rússar reyni að taka ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda á hernumndu svæðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. 19. október 2022 12:29