Rottur og kakkalakkar herja á stórborgir Spánar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 27. nóvember 2022 16:47 Eitt stærsta fyrirtækið á sviði meindýraeyðslu segir að í síðasta mánuði hafi rottum og kakkalökkum fjölgað sem aldrei fyrr, nánast um allt land og nú sé þessi meindýr að finna út um allt. Getty Images Rottur og kakkalakkar herja nú á margar borgir Spánar. Gríðarlega aukningu þessara skaðræðisskepna má fyrst og fremst rekja til ómuna veðurblíðu í haust, en einnig til Covid farsóttarinnar. Plágurnar virðast herja hvað mest á höfuðborgarbúa á Spáni, áætlað er að um 70% fjölgun hafi orðið á milli ára í Madrid frá því í fyrrahaust. Sumar rottanna eru á stærð við ketti Viðmælendur El País segja að rotturnar séu nú einnig á ferli í dagsbirtu og að margar þeirra séu á stærð við ketti. Eitt stærsta fyrirtækið á sviði meindýraeyðslu segir að í síðasta mánuði hafi rottum og kakkalökkum fjölgað sem aldrei fyrr, nánast um allt land og nú sé þessi meindýr að finna út um allt, á heimilum, í verslunum og á veitingahúsum. Sem dæmi um fjölgunina má nefna að fyrirtækið fékk 17.000 beiðnir vegna rotta og kakkalakka í fyrra, en á þessu ári eru þær nú þegar orðnar tæplega 30.000. Getty Images Rotturnar fara inn í íbúðir fólks Aðrar borgir þar sem rottum og kakkalökkum hefur fjölgað mikið, eða á milli 50 og 70%, eru Valencia, Barcelona, Málaga og Sevilla, allar á meðal stærstu borga Spánar. Einn versti faraldurinn herjar á íbúa í La Fuensanta hverfinu í Valencia. Þar búa 3.700 manns í félagslegu húsnæði og segja íbúarnir að rotturnar séu bókstaflega út um allt. Þær fari inn í húsin í gegnum fráveitukerfin, eða klifra hreinlega upp tré og stökkva þaðan inn í íbúðir fólks. Uppi varð fótur og fit í sumar þegar myndband var birt á TikTok þar sem sjá mátti tugi rotta spígspora um Katalóníutorg í Barcelona að kvöldi til. Borgarstjórn brást skjótt við, eitraði allt torgið og það virðist hafa borið góðan árangur. Heilbrigðiseftirlit borgarinnar hefur daglegt eftirlit með 2.400 stöðum í borginni og eitrar fyrir rottum á 4.000 stöðum. Borgaryfirvöld í Madrid staðhæfa að enginn kakkalakkafaraldur ríki í borginni, þrátt fyrir tölur meindýraeyða um hið gagnstæða og þau neita að svara spurningum um rottugang í borginni. Getty Images Miklir hitar og þurrkar ýta undir fjölgun Helsta ástæða fjölgunar þessara skaðræðisskepna má rekja til óvenjulegs tíðafars, mikils hita og mikilla þurrka. Miklir hitar hafa ríkt í allt haust og árið er það heitasta síðan mælingar hófust, og það 4. þurrasta. Þá virðast rotturnar hafa fært sig upp á skaftið undir Covid-faraldrinum. Þegar fátt fólk var á ferli, þá færðust rotturnar í aukana og voru meira á ferli út um allt. Samtímis var mun minna eitrað á þeim tíma en gert er alla jafna. Þá segja meindýraeyðar að rotturnar verði æ ónæmari fyrir því eitri sem dreift er til þess að drepa þær. Svarti kakkalakkinn er útbreiddur á Spáni.Getty Images Bera með sér fjölda sjúkdóma Rottur og kakkalakkar eru ekki bara pirrandi eða ófýsilegir sambýlingar mannfólksins. Þessi dýr bera með sér fjölda sjúkdóma á borð við salmonellu, lifrarbólgu, holdsveiki, kýlapest, hundaæði og taugaveiki, svo eitthvað sé nefnt. Spánn Skordýr Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Plágurnar virðast herja hvað mest á höfuðborgarbúa á Spáni, áætlað er að um 70% fjölgun hafi orðið á milli ára í Madrid frá því í fyrrahaust. Sumar rottanna eru á stærð við ketti Viðmælendur El País segja að rotturnar séu nú einnig á ferli í dagsbirtu og að margar þeirra séu á stærð við ketti. Eitt stærsta fyrirtækið á sviði meindýraeyðslu segir að í síðasta mánuði hafi rottum og kakkalökkum fjölgað sem aldrei fyrr, nánast um allt land og nú sé þessi meindýr að finna út um allt, á heimilum, í verslunum og á veitingahúsum. Sem dæmi um fjölgunina má nefna að fyrirtækið fékk 17.000 beiðnir vegna rotta og kakkalakka í fyrra, en á þessu ári eru þær nú þegar orðnar tæplega 30.000. Getty Images Rotturnar fara inn í íbúðir fólks Aðrar borgir þar sem rottum og kakkalökkum hefur fjölgað mikið, eða á milli 50 og 70%, eru Valencia, Barcelona, Málaga og Sevilla, allar á meðal stærstu borga Spánar. Einn versti faraldurinn herjar á íbúa í La Fuensanta hverfinu í Valencia. Þar búa 3.700 manns í félagslegu húsnæði og segja íbúarnir að rotturnar séu bókstaflega út um allt. Þær fari inn í húsin í gegnum fráveitukerfin, eða klifra hreinlega upp tré og stökkva þaðan inn í íbúðir fólks. Uppi varð fótur og fit í sumar þegar myndband var birt á TikTok þar sem sjá mátti tugi rotta spígspora um Katalóníutorg í Barcelona að kvöldi til. Borgarstjórn brást skjótt við, eitraði allt torgið og það virðist hafa borið góðan árangur. Heilbrigðiseftirlit borgarinnar hefur daglegt eftirlit með 2.400 stöðum í borginni og eitrar fyrir rottum á 4.000 stöðum. Borgaryfirvöld í Madrid staðhæfa að enginn kakkalakkafaraldur ríki í borginni, þrátt fyrir tölur meindýraeyða um hið gagnstæða og þau neita að svara spurningum um rottugang í borginni. Getty Images Miklir hitar og þurrkar ýta undir fjölgun Helsta ástæða fjölgunar þessara skaðræðisskepna má rekja til óvenjulegs tíðafars, mikils hita og mikilla þurrka. Miklir hitar hafa ríkt í allt haust og árið er það heitasta síðan mælingar hófust, og það 4. þurrasta. Þá virðast rotturnar hafa fært sig upp á skaftið undir Covid-faraldrinum. Þegar fátt fólk var á ferli, þá færðust rotturnar í aukana og voru meira á ferli út um allt. Samtímis var mun minna eitrað á þeim tíma en gert er alla jafna. Þá segja meindýraeyðar að rotturnar verði æ ónæmari fyrir því eitri sem dreift er til þess að drepa þær. Svarti kakkalakkinn er útbreiddur á Spáni.Getty Images Bera með sér fjölda sjúkdóma Rottur og kakkalakkar eru ekki bara pirrandi eða ófýsilegir sambýlingar mannfólksins. Þessi dýr bera með sér fjölda sjúkdóma á borð við salmonellu, lifrarbólgu, holdsveiki, kýlapest, hundaæði og taugaveiki, svo eitthvað sé nefnt.
Spánn Skordýr Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira