Satanisti þráast við þó héraðsdómur leyfi honum ekki að heita Lúsífer Eiður Þór Árnason skrifar 29. nóvember 2022 21:48 Ingólfur Örn Friðriksson, stundum kallaður Lúsífer, hefur verið í kirkju Satans frá 2001. Það hefur verið vilji hans og val að bera nafnið Lúsífer, en mannanafnanefnd hefur ekki tekið umleitun hans vel. Aðsend Íslenska ríkið var nýverið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu Ingólfs Arnar Friðrikssonar sem óskaði eftir að fá að bera nafnið Lúsífer. Mannanafnanefnd hefur tvisvar neitað að færa nafnið á mannanafnaskrá, einkum á grunni þess að það geti orðið nafnbera til ama. Ingólfur vill fá að taka Lúsífer upp sem seinna eiginnafn sitt í stað Arnar en hefur ekki enn haft erindi sem erfiði. Þrátt fyrir ósigurinn hyggst hann ekki leggja árar í bát og vill halda baráttu sinni áfram. Dómurinn féll í héraði þann 16. nóvember síðastliðinn og kemur í kjölfar þess að Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í maí úr gildi fyrri höfnun mannanafnanefndar. Þrátt fyrir það var Ingólfi ekki sjálfkrafa heimilt að taka upp nafnið þar sem dómurinn taldi að mannanafnanefnd hafi ekki lagt mat á öll almenn skilyrði fyrir nöfnum. Var það mat héraðsdóms að nefndin þyrfti að taka málið aftur fyrir áður en dómstólar gætu tekið afstöðu til nafnsins. Eftir að nafninu var hafnað af mannanafnanefnd í annað sinn kærði Ingólfur niðurstöðuna til héraðsdóms með áðurnefndri niðurstöðu. Telur að skoðun fólks á nafninu komi til með að breytast Ingólfur ræddi úrskurðinn í Reykjavík síðdegis og sagði að baráttan hafi byrjað fyrir alvöru árið 2019 þegar hann sá frétt þess efnis að öðrum hafi verið synjað um að bera nafnið Lúsífer með enskri stafsetningu. „Málinu er kannski lokið hjá dómstólum í bili en ef að rökin þeirra eru sú að þetta sé slæmt nafn í málvitund almennings þá vitum við vel að málvitund almennings breytist. Og það eru fleiri leiðir til að berjast við mannanafnanefnd en í réttarkerfinu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Ingólf í heild sinni í spilaranum. Ingólfur er satanisti í Kirkju Satans og hefur verið í söfnuðinum frá árinu 2001. Hann hefur áður sagt að í hans trú standi nafnið Lúsífer fyrir upplýsingu og rökhugsun, og um leið útsjónarsemi til að takast á við lífið. Út á hvað gengur satanisminn? Er það að hlægja að óförum annarra og vera vondur dagsdaglega? „Neinei, það er bara eitthvað sem ég geri mér til skemmtunar,“ segir Ingólfur og hlær. „Nei, satanismi er í rauninni búinn að þróast alveg gríðarlega og snýst um að taka tillit til fólks og virða lög en knýja fram þær breytingar sem þú vilt sjá. Ekki bíða eftir að aðrir geri það.“ Hann segist ætla halda baráttunni fyrir því að fá að bera nafnið áfram en átti sig þó ekki á því hver næstu skref séu. Hluti af því geti verið að bíða eftir að tilfinning Íslendinga í garð Lúsífers taki breytingum. Hvað þýðir Lúsífer? „Ljósberi og ef við hugsum um að Lúsífer á að vera hinn illi og eitthvað út af því að hann gerði uppreisn gegn Guði en Guð var í rauninni búinn að drepa fullt af fólki með flóði og eyðileggja borgir, sódómu og allt það meðan Lúsífer var ekki búinn að drepa neinn. Þannig að einræðisherra sem Lúsífer fór upp gegn kastaði honum niður og Lúsífer er vondi kallinn. Þetta meikar ekki alveg sense,“ segir Ingólfur. Mannanöfn Dómsmál Tengdar fréttir Satanisti einu skrefi nær draumanafninu Lúsífer Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi úrskurð mannanafnanefndar um að Ingólfur Örn Friðriksson mætti ekki bera nafnið Lúsífer. 26. maí 2021 15:24 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Ingólfur vill fá að taka Lúsífer upp sem seinna eiginnafn sitt í stað Arnar en hefur ekki enn haft erindi sem erfiði. Þrátt fyrir ósigurinn hyggst hann ekki leggja árar í bát og vill halda baráttu sinni áfram. Dómurinn féll í héraði þann 16. nóvember síðastliðinn og kemur í kjölfar þess að Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í maí úr gildi fyrri höfnun mannanafnanefndar. Þrátt fyrir það var Ingólfi ekki sjálfkrafa heimilt að taka upp nafnið þar sem dómurinn taldi að mannanafnanefnd hafi ekki lagt mat á öll almenn skilyrði fyrir nöfnum. Var það mat héraðsdóms að nefndin þyrfti að taka málið aftur fyrir áður en dómstólar gætu tekið afstöðu til nafnsins. Eftir að nafninu var hafnað af mannanafnanefnd í annað sinn kærði Ingólfur niðurstöðuna til héraðsdóms með áðurnefndri niðurstöðu. Telur að skoðun fólks á nafninu komi til með að breytast Ingólfur ræddi úrskurðinn í Reykjavík síðdegis og sagði að baráttan hafi byrjað fyrir alvöru árið 2019 þegar hann sá frétt þess efnis að öðrum hafi verið synjað um að bera nafnið Lúsífer með enskri stafsetningu. „Málinu er kannski lokið hjá dómstólum í bili en ef að rökin þeirra eru sú að þetta sé slæmt nafn í málvitund almennings þá vitum við vel að málvitund almennings breytist. Og það eru fleiri leiðir til að berjast við mannanafnanefnd en í réttarkerfinu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Ingólf í heild sinni í spilaranum. Ingólfur er satanisti í Kirkju Satans og hefur verið í söfnuðinum frá árinu 2001. Hann hefur áður sagt að í hans trú standi nafnið Lúsífer fyrir upplýsingu og rökhugsun, og um leið útsjónarsemi til að takast á við lífið. Út á hvað gengur satanisminn? Er það að hlægja að óförum annarra og vera vondur dagsdaglega? „Neinei, það er bara eitthvað sem ég geri mér til skemmtunar,“ segir Ingólfur og hlær. „Nei, satanismi er í rauninni búinn að þróast alveg gríðarlega og snýst um að taka tillit til fólks og virða lög en knýja fram þær breytingar sem þú vilt sjá. Ekki bíða eftir að aðrir geri það.“ Hann segist ætla halda baráttunni fyrir því að fá að bera nafnið áfram en átti sig þó ekki á því hver næstu skref séu. Hluti af því geti verið að bíða eftir að tilfinning Íslendinga í garð Lúsífers taki breytingum. Hvað þýðir Lúsífer? „Ljósberi og ef við hugsum um að Lúsífer á að vera hinn illi og eitthvað út af því að hann gerði uppreisn gegn Guði en Guð var í rauninni búinn að drepa fullt af fólki með flóði og eyðileggja borgir, sódómu og allt það meðan Lúsífer var ekki búinn að drepa neinn. Þannig að einræðisherra sem Lúsífer fór upp gegn kastaði honum niður og Lúsífer er vondi kallinn. Þetta meikar ekki alveg sense,“ segir Ingólfur.
Mannanöfn Dómsmál Tengdar fréttir Satanisti einu skrefi nær draumanafninu Lúsífer Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi úrskurð mannanafnanefndar um að Ingólfur Örn Friðriksson mætti ekki bera nafnið Lúsífer. 26. maí 2021 15:24 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Satanisti einu skrefi nær draumanafninu Lúsífer Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi úrskurð mannanafnanefndar um að Ingólfur Örn Friðriksson mætti ekki bera nafnið Lúsífer. 26. maí 2021 15:24
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent