Tvö þúsund íslenskum minkum ætlað að fara fyrir upprisu nýs dansks minkastofns Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2022 09:38 Ríkisstjórn Danmerkur tók ákvörðun um það á haustdögum 2020 að öllum 13,5 milljónum minkum í landinu skyldi lógað til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Getty Til stendur að flytja tvö þúsund minka frá Íslandi til Danmerkur. Innflutningurinn er liður í því að koma minkarækt aftur af stað í Danmörku eftir að öllum minkum landsins var lógað síðla árs 2020 til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. DR segir frá málinu í dag. Þar kemur fram að til standi að flytja 10 þúsund minka til landsins frá Noregi, Spáni, Póllandi, Finnlandi og svo Íslandi. Samþykki frá dönskum yfirvöldum er þó enn beðið. Ríkisstjórn Danmerkur tók ákvörðun um það á haustdögum 2020 að öllum 13,5 milljónum minka í landinu skyldi lógað til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Ákvörðunin reyndist umdeild í meira lagi og kom í ljós, þegar búið var að fella dýrin, að ákvörðunin ætti ekki stoð í lögum. Ríkisstjórnin tók ennfremur ákvörðun um að minkarækt skyldi bönnuð í landinu til ársloka 2022. Flestir þeir bændur sem stunduðu loðdýrarækt í landinu þáðu styrki frá danska ríkinu til að hætta ræktuninni og eru einungis fáir sem eru sagðir sjá fyrir sér að hefja starfsemi á ný. Einhverjir bændanna komu til Íslands fyrr á árinu til að kanna möguleikann á að flytja minka frá Íslandi til Danmerkur, en minkar á Íslandi eru ættaðir frá danska minkastofninum. „Það skiptir miklu, að þeir eiga rætur að rekja til danskra minka,“ segir loðdýrabóndinn Erik Vammen frá Hobro við DR sem ætlar sér að flytja inn íslenska minka. „Þeir eru í toppgæðum, bæði hvað varðar stærð og gæði. Áætlunin er að þeir verði grunnurinn í danskri minkarækt,“ segir Vammen. Enn eiga loðdýrabændur eftir að ná samkomulagi við yfirvöld um hver eigi að greiða fyrir Covid-sýnatöku fyrir hvert dýr sem flutt er inn til landsins. Segir að hver sýnataka kosti 643 danskar krónur, um 13 þúsund krónur. Danmörk Loðdýrarækt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Tengdar fréttir Vona að minkar á Íslandi geti bjargað danska stofninum frá endanlegum dauða Danskir minkabændur hafa heimsótt íslenska starfsbræður sína síðustu daga og binda þeir vonir við að minkar á Íslandi geti bjargað danska minkastofninum frá endanlegum dauða. Danskt blóð rennur í æðum íslenskra minka, en eins og mikið var fjallað um var öllum minkum í Danmörku árið 2020 vegna útbreiddra kórónuveirusmita. 17. mars 2022 10:32 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
DR segir frá málinu í dag. Þar kemur fram að til standi að flytja 10 þúsund minka til landsins frá Noregi, Spáni, Póllandi, Finnlandi og svo Íslandi. Samþykki frá dönskum yfirvöldum er þó enn beðið. Ríkisstjórn Danmerkur tók ákvörðun um það á haustdögum 2020 að öllum 13,5 milljónum minka í landinu skyldi lógað til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Ákvörðunin reyndist umdeild í meira lagi og kom í ljós, þegar búið var að fella dýrin, að ákvörðunin ætti ekki stoð í lögum. Ríkisstjórnin tók ennfremur ákvörðun um að minkarækt skyldi bönnuð í landinu til ársloka 2022. Flestir þeir bændur sem stunduðu loðdýrarækt í landinu þáðu styrki frá danska ríkinu til að hætta ræktuninni og eru einungis fáir sem eru sagðir sjá fyrir sér að hefja starfsemi á ný. Einhverjir bændanna komu til Íslands fyrr á árinu til að kanna möguleikann á að flytja minka frá Íslandi til Danmerkur, en minkar á Íslandi eru ættaðir frá danska minkastofninum. „Það skiptir miklu, að þeir eiga rætur að rekja til danskra minka,“ segir loðdýrabóndinn Erik Vammen frá Hobro við DR sem ætlar sér að flytja inn íslenska minka. „Þeir eru í toppgæðum, bæði hvað varðar stærð og gæði. Áætlunin er að þeir verði grunnurinn í danskri minkarækt,“ segir Vammen. Enn eiga loðdýrabændur eftir að ná samkomulagi við yfirvöld um hver eigi að greiða fyrir Covid-sýnatöku fyrir hvert dýr sem flutt er inn til landsins. Segir að hver sýnataka kosti 643 danskar krónur, um 13 þúsund krónur.
Danmörk Loðdýrarækt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Tengdar fréttir Vona að minkar á Íslandi geti bjargað danska stofninum frá endanlegum dauða Danskir minkabændur hafa heimsótt íslenska starfsbræður sína síðustu daga og binda þeir vonir við að minkar á Íslandi geti bjargað danska minkastofninum frá endanlegum dauða. Danskt blóð rennur í æðum íslenskra minka, en eins og mikið var fjallað um var öllum minkum í Danmörku árið 2020 vegna útbreiddra kórónuveirusmita. 17. mars 2022 10:32 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Vona að minkar á Íslandi geti bjargað danska stofninum frá endanlegum dauða Danskir minkabændur hafa heimsótt íslenska starfsbræður sína síðustu daga og binda þeir vonir við að minkar á Íslandi geti bjargað danska minkastofninum frá endanlegum dauða. Danskt blóð rennur í æðum íslenskra minka, en eins og mikið var fjallað um var öllum minkum í Danmörku árið 2020 vegna útbreiddra kórónuveirusmita. 17. mars 2022 10:32