Lýsti fyrir dómi hvernig hún varð fyrir skotárás af hendi Tory Lanez Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2022 09:10 Megan Thee Stallion sló í gegn árið 2020 með plötunni Good News. AP Bandaríski rapparinn Megan Thee Stallion lýsti fyrir kviðdómi í gær áfallinu sem hún varð fyrir þegar rapparinn Tory Lanez skaut hana í fótinn í júlí 2020. „Ég trúi því ekki að ég þurfi að koma hingað og gera þetta,“ sagði Megan Thee Stallion, sem unnið hefur til Grammy-verðlauna, í réttarsal í Los Angeles í gær. Megan Thee Stallion lýst því hvernig Tory Lanez skaut hana í fótinn að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner í Hollywood Hills þann 12. júlí 2020. Í frétt BBC segir að fram hafi komið að hin 27 ára Megan Thee Stallion, sem heitir Megan Pete réttu nafni, hafi móðgað meintan árásarmann, gert lítið úr tónlistarhæfileikum hans, áður en hún krafðist þess að verða hleypt út úr glæsikerru. Hin þrítugi Tory Lanez, sem heitir Daystar Peterson réttu nafni, á svo að hafa skipað henni „dansa“ og skotið fimm skotum að henni. Tory Lanez neitar sök í málinu, en verði hann fundinn sekur kann hann að eiga yfir höfði sér allt að 23 ára fangelsi. Daystar Peterson, betur þekktur sem Tory Lanez, í Los Angeles í september síðastliðinn.EPA „Ég er í áfalli. Ég er hrædd. Ég heyri að byssunni er hleypt af, ég trúi því ekki að hann sé að skjóta á mig,“ sagði Megan Thee Stallion í réttarsal í gær, að því er fram kemur í LA Times. „Ég óska þess að hann hefði bara skotið mig og drepið ef ég hefði vitað að ég hefði þurft að ganga í gegnum þennan hrylling.“ Megan Thee Stallion sagði einnig að Tory Lanez hafi boðið henni milljón dala greiðslu gegn því að tilkynna ekki um árásina, þar sem hann hafi verið á skilorði vegna vopnalagabrots á þessum tíma. Megan Thee Stallion greindi lögreglu upphaflega frá því að hún hafi skorið sig á glerbroti og að það skýrði sárin á fætinum. Í gær sagðist hún hins vegar hafa logið til að byrja með þar sem hún hafi haft áhyggjur af viðbrögðum lögreglu, sér í lagi vegna umræðunnar um kynþáttahatur innan lögreglunnar sumarið 2020. Bandaríkin Hollywood Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Megan Thee Stallion stal senunni í Encanto atriði Lagið We Don't Talk About Bruno úr Encanto var flutt á hátíðinni í gær í sérstakri Óskarsútgáfu. Megan Thee Stallion fór þar á kostum. 28. mars 2022 17:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
„Ég trúi því ekki að ég þurfi að koma hingað og gera þetta,“ sagði Megan Thee Stallion, sem unnið hefur til Grammy-verðlauna, í réttarsal í Los Angeles í gær. Megan Thee Stallion lýst því hvernig Tory Lanez skaut hana í fótinn að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner í Hollywood Hills þann 12. júlí 2020. Í frétt BBC segir að fram hafi komið að hin 27 ára Megan Thee Stallion, sem heitir Megan Pete réttu nafni, hafi móðgað meintan árásarmann, gert lítið úr tónlistarhæfileikum hans, áður en hún krafðist þess að verða hleypt út úr glæsikerru. Hin þrítugi Tory Lanez, sem heitir Daystar Peterson réttu nafni, á svo að hafa skipað henni „dansa“ og skotið fimm skotum að henni. Tory Lanez neitar sök í málinu, en verði hann fundinn sekur kann hann að eiga yfir höfði sér allt að 23 ára fangelsi. Daystar Peterson, betur þekktur sem Tory Lanez, í Los Angeles í september síðastliðinn.EPA „Ég er í áfalli. Ég er hrædd. Ég heyri að byssunni er hleypt af, ég trúi því ekki að hann sé að skjóta á mig,“ sagði Megan Thee Stallion í réttarsal í gær, að því er fram kemur í LA Times. „Ég óska þess að hann hefði bara skotið mig og drepið ef ég hefði vitað að ég hefði þurft að ganga í gegnum þennan hrylling.“ Megan Thee Stallion sagði einnig að Tory Lanez hafi boðið henni milljón dala greiðslu gegn því að tilkynna ekki um árásina, þar sem hann hafi verið á skilorði vegna vopnalagabrots á þessum tíma. Megan Thee Stallion greindi lögreglu upphaflega frá því að hún hafi skorið sig á glerbroti og að það skýrði sárin á fætinum. Í gær sagðist hún hins vegar hafa logið til að byrja með þar sem hún hafi haft áhyggjur af viðbrögðum lögreglu, sér í lagi vegna umræðunnar um kynþáttahatur innan lögreglunnar sumarið 2020.
Bandaríkin Hollywood Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Megan Thee Stallion stal senunni í Encanto atriði Lagið We Don't Talk About Bruno úr Encanto var flutt á hátíðinni í gær í sérstakri Óskarsútgáfu. Megan Thee Stallion fór þar á kostum. 28. mars 2022 17:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Megan Thee Stallion stal senunni í Encanto atriði Lagið We Don't Talk About Bruno úr Encanto var flutt á hátíðinni í gær í sérstakri Óskarsútgáfu. Megan Thee Stallion fór þar á kostum. 28. mars 2022 17:00