Að rota jólin Eva María Jónsdóttir skrifar 24. desember 2022 08:00 Ekkert okkar fer varhluta af jólakveðjum. Þær eru orðaðar á ýmsan hátt, en þó er orðalagið G L E Ð I L E G J Ó L O G F A R S Æ L T K O M A N D I Á R sú kveðja sem við heyrum og sjáum oftast, þetta er kveðjan sem við höfum flest alist upp við og mörg notað óspart og af alhug í gegnum tíðina. Íslenskan er síbreytileg og frjó, en líka gömul og ráðsett. Hún er skapandi en einnig íhaldssöm. Við sem tölum íslensku getum staðsett okkur á hvaða útnára tungumálsins sem er og tekið upp hanskann fyrir skapandi notkun þess eða kallað eftir aukinni íhaldssemi og staðið vörð um hefðir. Einhverjir málnotendur kunna að vera uggandi eftir að umræða um kynhlutlaust mál varð áberandi. Einnig gæti fólki orðið órótt þegar farið er að setja ofan í við fólk sem finnur að því að þágufallssýki (nýrra og mildara orð er þágufallshneigð) fái að grassera. Hvort tveggja bendir til þess að fólki sé ekki sama um tungumálið en allt sem lifir þróast og því má óttinn við breytingar ekki verða til þess að tungumálið staðni. Í landinu lifa saman margar málhefðir, ólíkur framburður, fjölbreytileg niðurröðun orða og mismunandi styrkleikar málnotenda. Orðalag sem verður ofan á í almennri notkun, eins og í tilfelli hinnar algengu jólakveðju hér að ofan, getur verið tilviljunum háð. Margvíslegt annað orðalag kæmi til greina. Ef litið er í orðabækur, sem eru auðfundnar á vefgáttinni málið.is má sjá að í nútímaíslensku er orðið jól aðeins til sem hvorugkyns orð í fleirtölu. Þórbergur Þórðarson notaði orðið hinsvegar í eintölu; „Fyrir jólið 1914 átti ég engan eyri til þess að kaupa mér þvott á nærfötum.” Með einfaldri uppflettingu í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans má sjá að einlæg jólakveðja finnst í handriti frá árinu 1659. Sú er ögn frábrugðin þeirri sem við þekkjum best: „med beztu farsælldar oskum luckusamlegra jola og farsællegz nya ars.” Við þessa kveðju má bæta voninni um að allir geti að endingu rotað jólin og hvatningu til lesenda að nýta sér alnetið til að finna merkingu þess síðastnefnda. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva María Jónsdóttir Íslensk tunga Jól Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ekkert okkar fer varhluta af jólakveðjum. Þær eru orðaðar á ýmsan hátt, en þó er orðalagið G L E Ð I L E G J Ó L O G F A R S Æ L T K O M A N D I Á R sú kveðja sem við heyrum og sjáum oftast, þetta er kveðjan sem við höfum flest alist upp við og mörg notað óspart og af alhug í gegnum tíðina. Íslenskan er síbreytileg og frjó, en líka gömul og ráðsett. Hún er skapandi en einnig íhaldssöm. Við sem tölum íslensku getum staðsett okkur á hvaða útnára tungumálsins sem er og tekið upp hanskann fyrir skapandi notkun þess eða kallað eftir aukinni íhaldssemi og staðið vörð um hefðir. Einhverjir málnotendur kunna að vera uggandi eftir að umræða um kynhlutlaust mál varð áberandi. Einnig gæti fólki orðið órótt þegar farið er að setja ofan í við fólk sem finnur að því að þágufallssýki (nýrra og mildara orð er þágufallshneigð) fái að grassera. Hvort tveggja bendir til þess að fólki sé ekki sama um tungumálið en allt sem lifir þróast og því má óttinn við breytingar ekki verða til þess að tungumálið staðni. Í landinu lifa saman margar málhefðir, ólíkur framburður, fjölbreytileg niðurröðun orða og mismunandi styrkleikar málnotenda. Orðalag sem verður ofan á í almennri notkun, eins og í tilfelli hinnar algengu jólakveðju hér að ofan, getur verið tilviljunum háð. Margvíslegt annað orðalag kæmi til greina. Ef litið er í orðabækur, sem eru auðfundnar á vefgáttinni málið.is má sjá að í nútímaíslensku er orðið jól aðeins til sem hvorugkyns orð í fleirtölu. Þórbergur Þórðarson notaði orðið hinsvegar í eintölu; „Fyrir jólið 1914 átti ég engan eyri til þess að kaupa mér þvott á nærfötum.” Með einfaldri uppflettingu í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans má sjá að einlæg jólakveðja finnst í handriti frá árinu 1659. Sú er ögn frábrugðin þeirri sem við þekkjum best: „med beztu farsælldar oskum luckusamlegra jola og farsællegz nya ars.” Við þessa kveðju má bæta voninni um að allir geti að endingu rotað jólin og hvatningu til lesenda að nýta sér alnetið til að finna merkingu þess síðastnefnda. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun