Messi hampaði eftirlíkingu úr plasti Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. janúar 2023 16:00 Hér má sjá Lionel Messi fagna heimsmeistaratitli Argentínu í fyrra mánuði með eftirlíkingu af verðlaunastyttunni góðu. Chris Brunskill/Getty Images Vinsælasta ljósmynd allra tíma á Instagram er mynd af Lionel Messi þar sem hann lyftir verðlaunastyttunni eftir að Argentína varð heimsmeistari í fótbolta. Nú hefur komið í ljós að Messi var að hampa eftirlíkingu sem argentísk hjón bjuggu til fyrir keppnina. Messi tók við af eggi Í heil fjögur ár var ljósmynd af eggi vinsælasta myndin á Instagram. Þetta er bara egg og eini tilgangurinn með myndinni var að fá flest læk í heimi. Það tókst. 58 milljónir læka. Það tók hins vegar ekki nema um sólarhring fyrir Lionel Messi að slá metið þegar hann, já og reyndar Argentína, varð heimsmeistari í fótbolta rétt fyrir jól. Messi póstaði mynd af sér að hampa verðlaunagripnum og búmm, á einum sólarhring lækuðu 75 milljónir manna myndina. Argentínumenn líklega í meirihluta. View this post on Instagram A post shared by Leo Messi (@leomessi) Fór sigurhringinn með eftirlíkingu úr plasti Nú hefur komið í ljós að verðlaunagripurinn sem Messi lyftir á myndinni er ómerkileg eftirlíking sem argentísk hjón létu búa til rétt fyrir keppnina og tóku með sér til Katar. Það var liðsfélagi Messi, Ángel di María, sem gerði Messi grein fyrir því að hann væri að hampa eftirlíkingu, argentískur ljósmyndari náði myndum af því þar sem þeir hlæja að mistökunum og þegar ljósmyndarinn fór að grafast fyrir um að hverju félagarnir væru að hlæja, komst hann að hinu sanna. Voru sex mánuði að búa til eftirlíkingu Hjónin sem bjuggu til eftirlíkinguna hafa greint frá því í argentískum fjölmiðlum að það hafi tekið þau sex mánuði að búa til eftirlíkinguna. Hún er jafn þung og verðlaunagripurinn sjálfur sem er rúmlega 6 kíló af 18 karata gulli, metinn á andvirði 36 milljóna íslenskra króna. Eftirlíkingin er hins vegar úr plasti og kvarsi og síðan þakin gullmálningu. Þau segjast bara hafa ætlað sér að reyna að fá alla leikmennina til að árita gripinn og svo ætlað að eiga hann til minja, fyrir mistök hafi hann ratað í hendurnar á Messi sem hélt að hann væri með hinn ekta grip og hljóp heiðurshringinn með plaststyttuna. Argentínumenn fúlir út í hjónin Margir Argentínumenn kunna hjónunum litlar þakkir fyrir uppátækið, þau hafi með þessu eyðilagt ógleymanlegt augnablik sem Argentínumenn hafi beðið eftir í 36 ár. Nú séu skjámyndir á tölvum og símum, ljósmyndir og plaköt sem þekja heimili argentísku þjóðarinnar bara ómerkilegar ljósmyndir af plaststyttu sem í raun er einskis virði. Argentína HM 2022 í Katar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Messi tók við af eggi Í heil fjögur ár var ljósmynd af eggi vinsælasta myndin á Instagram. Þetta er bara egg og eini tilgangurinn með myndinni var að fá flest læk í heimi. Það tókst. 58 milljónir læka. Það tók hins vegar ekki nema um sólarhring fyrir Lionel Messi að slá metið þegar hann, já og reyndar Argentína, varð heimsmeistari í fótbolta rétt fyrir jól. Messi póstaði mynd af sér að hampa verðlaunagripnum og búmm, á einum sólarhring lækuðu 75 milljónir manna myndina. Argentínumenn líklega í meirihluta. View this post on Instagram A post shared by Leo Messi (@leomessi) Fór sigurhringinn með eftirlíkingu úr plasti Nú hefur komið í ljós að verðlaunagripurinn sem Messi lyftir á myndinni er ómerkileg eftirlíking sem argentísk hjón létu búa til rétt fyrir keppnina og tóku með sér til Katar. Það var liðsfélagi Messi, Ángel di María, sem gerði Messi grein fyrir því að hann væri að hampa eftirlíkingu, argentískur ljósmyndari náði myndum af því þar sem þeir hlæja að mistökunum og þegar ljósmyndarinn fór að grafast fyrir um að hverju félagarnir væru að hlæja, komst hann að hinu sanna. Voru sex mánuði að búa til eftirlíkingu Hjónin sem bjuggu til eftirlíkinguna hafa greint frá því í argentískum fjölmiðlum að það hafi tekið þau sex mánuði að búa til eftirlíkinguna. Hún er jafn þung og verðlaunagripurinn sjálfur sem er rúmlega 6 kíló af 18 karata gulli, metinn á andvirði 36 milljóna íslenskra króna. Eftirlíkingin er hins vegar úr plasti og kvarsi og síðan þakin gullmálningu. Þau segjast bara hafa ætlað sér að reyna að fá alla leikmennina til að árita gripinn og svo ætlað að eiga hann til minja, fyrir mistök hafi hann ratað í hendurnar á Messi sem hélt að hann væri með hinn ekta grip og hljóp heiðurshringinn með plaststyttuna. Argentínumenn fúlir út í hjónin Margir Argentínumenn kunna hjónunum litlar þakkir fyrir uppátækið, þau hafi með þessu eyðilagt ógleymanlegt augnablik sem Argentínumenn hafi beðið eftir í 36 ár. Nú séu skjámyndir á tölvum og símum, ljósmyndir og plaköt sem þekja heimili argentísku þjóðarinnar bara ómerkilegar ljósmyndir af plaststyttu sem í raun er einskis virði.
Argentína HM 2022 í Katar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira