Kallar eftir stigmögnun af hálfu bandamanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2023 11:07 Shirreff var nokkuð afdráttarlaus í orðum sínum. Getty Sir Richard Shirreff, fyrrverandi hershöfðingi hjá Atlantshafsbandalaginu, segir að Bretar hefðu átt að senda Úkraínumönnum skriðdreka fyrir mörgum mánuðum. Bretar íhuga nú að senda Challenger-2 skriðdreka til Úkraínu. Shirreff, sem var um tíma næstæðsti yfirmaður Evrópuherstjórnar Nató, sagði í samtali við útvarpsstöðina LBC í morgun að hann teldi rétt að bandamenn reyndu á hótanir Rússa um afdráttarlausar aðgerðir ef bandamenn gerðu eitthvað til að stigmagna átökin. „Það eina sem Rússar virða er styrkur. Og það verður alltaf þannig með Rússland. Sýndu meiri styrk en Rússar búa yfir og þá bakka þeir,“ sagði Shirreff. Hann sagði að í stað þess að hafa áhyggjur af stigmögnun ættu bandamenn þvert á móti að grípa til stigmögnunar; útvega Úkraínumönnum meiri vopn. Því meiri aðstoð sem þeir fengju og því hraðar, því fyrr myndi stríðinu ljúka. 'Overmatch the Russians and they will back off.'Former NATO Commander, General Sir Richard Shirreff, says we should 'escalate' our support for Ukraine because the quicker we do that 'the quicker the war will be over'.@NickFerrariLBC pic.twitter.com/E9BattEBMV— LBC (@LBC) January 10, 2023 Bandaríkjamenn eru sagðir velta því fyrir sér að senda vopnaðar brynvarðar bifreiðar, Stryker, til Úkraínu. Frá þessu greinir Politico, sem segir tíðinda að vænta í næstu viku. Nikolai Patrushev, sem situr í öryggisráði Rússlands og er náin bandamaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sagði í samtali við dagblaðið Argumenti i Fakti í morgun að átökin í Úkraínu væru ekki á milli Moskvu og Kænugarðs, heldur á milli Rússlands og Nató. Það væri ætlum Vesturlanda að sundra Rússlandi. Varnarmálaráðherrann Sergei Shoigu sagði morgun að Rússar myndu halda áfram þróun kjarnorkuvopna til að tryggja fullveldi landsins. Þá myndu þeir einblína á að þróa flugher sinn gegn nútíma loftvarnakerfum og vinna að þróun ómannaðra loftfara. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland NATO Hernaður Bretland Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Shirreff, sem var um tíma næstæðsti yfirmaður Evrópuherstjórnar Nató, sagði í samtali við útvarpsstöðina LBC í morgun að hann teldi rétt að bandamenn reyndu á hótanir Rússa um afdráttarlausar aðgerðir ef bandamenn gerðu eitthvað til að stigmagna átökin. „Það eina sem Rússar virða er styrkur. Og það verður alltaf þannig með Rússland. Sýndu meiri styrk en Rússar búa yfir og þá bakka þeir,“ sagði Shirreff. Hann sagði að í stað þess að hafa áhyggjur af stigmögnun ættu bandamenn þvert á móti að grípa til stigmögnunar; útvega Úkraínumönnum meiri vopn. Því meiri aðstoð sem þeir fengju og því hraðar, því fyrr myndi stríðinu ljúka. 'Overmatch the Russians and they will back off.'Former NATO Commander, General Sir Richard Shirreff, says we should 'escalate' our support for Ukraine because the quicker we do that 'the quicker the war will be over'.@NickFerrariLBC pic.twitter.com/E9BattEBMV— LBC (@LBC) January 10, 2023 Bandaríkjamenn eru sagðir velta því fyrir sér að senda vopnaðar brynvarðar bifreiðar, Stryker, til Úkraínu. Frá þessu greinir Politico, sem segir tíðinda að vænta í næstu viku. Nikolai Patrushev, sem situr í öryggisráði Rússlands og er náin bandamaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sagði í samtali við dagblaðið Argumenti i Fakti í morgun að átökin í Úkraínu væru ekki á milli Moskvu og Kænugarðs, heldur á milli Rússlands og Nató. Það væri ætlum Vesturlanda að sundra Rússlandi. Varnarmálaráðherrann Sergei Shoigu sagði morgun að Rússar myndu halda áfram þróun kjarnorkuvopna til að tryggja fullveldi landsins. Þá myndu þeir einblína á að þróa flugher sinn gegn nútíma loftvarnakerfum og vinna að þróun ómannaðra loftfara.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland NATO Hernaður Bretland Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira