Upplýsingaóreiða er lýðheilsuvandamál Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar 12. janúar 2023 10:01 Í upphafi nýs árs hefur lengi verið hefð fyrir því að fólk strengi sér áramótaheit. Þau geta verið eins mismunandi eins og þau eru mörg og hefur undirritaður sjálfur sett sér ýmis misgáfuleg markmið, sem hafa vissulega oftast gleymst á nokkrum vikum. Sú tegund áramótaheita sem er ef til vill hvað algengust er að fólk vill fara að huga að heilsu og mataræði í upphafi árs. Allir eru vel mettir af söltum mat og sælgæti eftir hátíðarnar og tilbúnir að nota tímamótin sem meðbyr til þess að umturna lífstílnum. Líkamsræktarstöðvarnar fyllast, auglýsingar um hvers kyns fæðubótaefni, töflur og töfralausnir til að komast í besta form lífsins fylla auglýsingaskilti og tímalínur landsmanna – og allt virðist svo auðvelt. Trúið mér, ég hef fallið fyrir þessu öllu saman! Þá er það stóra spurningin. Hvaða leið er rétt þegar maður ætlar að halda af stað í þessa vegferð? Sjálfur er ég með líklega í kringum tíu mismunandi heilsuáhrifavalda sem ég fylgi á mínum samfélagsmiðlum en gallinn er að þeir segja allir sitt hvorn hlutinn og mæla með mismunandi aðferðum. Hvernig á ég sem hreinræktaður félagsvísindamaður án nokkurs bakgrunns í næringartengdum fræðum að átta mig á því hvort best sé að fara á ketó, djúskúr eða telja macros, borða bara kjöt eða borða ekkert kjöt, nú eða bara fasta bróðurpart sólarhringsins? Það er að minnsta kosti ljóst að allir sem tala fyrir þessum mismunandi leiðum til þess að nærast eru mjög sannfærandi, og ekki get ég gert þetta allt í einu eða hvað? Þetta yfirgnæfandi magn upplýsinga um mataræði sem ég er fullviss um að einkennir ekki bara mína samfélagsmiðla er dæmi um upplýsingaóreiðu. Upplýsingaóreiða er mikið og vaxandi vandamál í nútímasamfélagi, þá sérstaklega á veraldarvefnum. Margir þekkja til hugtaksins í samhengi við falsfréttir og pólitískan málflutning, en upplýsingaóreiða er ekki síður mikil í heilsu- og lífstílstengdum upplýsingum og getur gert einstaklingum erfitt fyrir að nálgast og nýta sér áreiðanlegar upplýsingar um næringu og mataræði til að hlúa að eigin heilsu. Upplýsingaóreiða er þess vegna lýðheilsuvandamál. Hluti af lokaverkefni mínu til BA gráðu fólst í rannsókn á upplýsingaóreiðu um næringu og mataræði á íslenskum samfélagsmiðlareikningum og í íslenskum fjölmiðlum. Niðurstöðurnar sýndu með skýrum hætti að mikið magn misgóðra upplýsinga um næringu og mataræði er til staðar á íslensku bæði á Instagram og helstu vefmiðlum, t.a.m. gaf tæplega þriðjungur íslenskra Instagram reikninga ráðleggingar sem fara gegn opinberum ráðleggingum um næringu. Í heildina hafði minna en helmingur einstaklinga á bakvið viðkomandi reikninga háskólamenntun sem tengist faginu, og af þeim fimm reikningum sem höfðu flesta fylgjendur var einungis einn þar sem einstaklingurinn að baki reikningnum hafði háskólamenntun á sviðinu. Svipað var uppi á teningnum hvað vefmiðla varðar, en þar reyndist um helmingur umfjallana um næringu eða mataræði koma frá þjóðþekktum einstaklingi en einungis þriðjungur frá fagfólki. Það er því ærið tilefni, í upphafi árs þegar margir hverjir hefja sína vegferð til betri heilsu, að hvetja okkur öll eindregið til þess að vera meðvituð um þessa gríðarlegu upplýsingaóreiðu og þá hættu sem hún skapar. Mikilvægt er að leita sér að traustum upplýsingum og nota gagnrýna hugsun til þess að móta sér skoðun og taka þannig ábyrgar ákvarðanir um eigin heilsu. Höfundur er að ljúka námi í miðlun og almannatengslum úr Háskólanum á Bifröst. Fyrir áhugasama má benda á vef Embættis landlæknis þar sem má finna gagnlegar upplýsingar um heilsu og mataræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í upphafi nýs árs hefur lengi verið hefð fyrir því að fólk strengi sér áramótaheit. Þau geta verið eins mismunandi eins og þau eru mörg og hefur undirritaður sjálfur sett sér ýmis misgáfuleg markmið, sem hafa vissulega oftast gleymst á nokkrum vikum. Sú tegund áramótaheita sem er ef til vill hvað algengust er að fólk vill fara að huga að heilsu og mataræði í upphafi árs. Allir eru vel mettir af söltum mat og sælgæti eftir hátíðarnar og tilbúnir að nota tímamótin sem meðbyr til þess að umturna lífstílnum. Líkamsræktarstöðvarnar fyllast, auglýsingar um hvers kyns fæðubótaefni, töflur og töfralausnir til að komast í besta form lífsins fylla auglýsingaskilti og tímalínur landsmanna – og allt virðist svo auðvelt. Trúið mér, ég hef fallið fyrir þessu öllu saman! Þá er það stóra spurningin. Hvaða leið er rétt þegar maður ætlar að halda af stað í þessa vegferð? Sjálfur er ég með líklega í kringum tíu mismunandi heilsuáhrifavalda sem ég fylgi á mínum samfélagsmiðlum en gallinn er að þeir segja allir sitt hvorn hlutinn og mæla með mismunandi aðferðum. Hvernig á ég sem hreinræktaður félagsvísindamaður án nokkurs bakgrunns í næringartengdum fræðum að átta mig á því hvort best sé að fara á ketó, djúskúr eða telja macros, borða bara kjöt eða borða ekkert kjöt, nú eða bara fasta bróðurpart sólarhringsins? Það er að minnsta kosti ljóst að allir sem tala fyrir þessum mismunandi leiðum til þess að nærast eru mjög sannfærandi, og ekki get ég gert þetta allt í einu eða hvað? Þetta yfirgnæfandi magn upplýsinga um mataræði sem ég er fullviss um að einkennir ekki bara mína samfélagsmiðla er dæmi um upplýsingaóreiðu. Upplýsingaóreiða er mikið og vaxandi vandamál í nútímasamfélagi, þá sérstaklega á veraldarvefnum. Margir þekkja til hugtaksins í samhengi við falsfréttir og pólitískan málflutning, en upplýsingaóreiða er ekki síður mikil í heilsu- og lífstílstengdum upplýsingum og getur gert einstaklingum erfitt fyrir að nálgast og nýta sér áreiðanlegar upplýsingar um næringu og mataræði til að hlúa að eigin heilsu. Upplýsingaóreiða er þess vegna lýðheilsuvandamál. Hluti af lokaverkefni mínu til BA gráðu fólst í rannsókn á upplýsingaóreiðu um næringu og mataræði á íslenskum samfélagsmiðlareikningum og í íslenskum fjölmiðlum. Niðurstöðurnar sýndu með skýrum hætti að mikið magn misgóðra upplýsinga um næringu og mataræði er til staðar á íslensku bæði á Instagram og helstu vefmiðlum, t.a.m. gaf tæplega þriðjungur íslenskra Instagram reikninga ráðleggingar sem fara gegn opinberum ráðleggingum um næringu. Í heildina hafði minna en helmingur einstaklinga á bakvið viðkomandi reikninga háskólamenntun sem tengist faginu, og af þeim fimm reikningum sem höfðu flesta fylgjendur var einungis einn þar sem einstaklingurinn að baki reikningnum hafði háskólamenntun á sviðinu. Svipað var uppi á teningnum hvað vefmiðla varðar, en þar reyndist um helmingur umfjallana um næringu eða mataræði koma frá þjóðþekktum einstaklingi en einungis þriðjungur frá fagfólki. Það er því ærið tilefni, í upphafi árs þegar margir hverjir hefja sína vegferð til betri heilsu, að hvetja okkur öll eindregið til þess að vera meðvituð um þessa gríðarlegu upplýsingaóreiðu og þá hættu sem hún skapar. Mikilvægt er að leita sér að traustum upplýsingum og nota gagnrýna hugsun til þess að móta sér skoðun og taka þannig ábyrgar ákvarðanir um eigin heilsu. Höfundur er að ljúka námi í miðlun og almannatengslum úr Háskólanum á Bifröst. Fyrir áhugasama má benda á vef Embættis landlæknis þar sem má finna gagnlegar upplýsingar um heilsu og mataræði.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun