Á leið úr landi í flýti eftir meint gróft kynferðisbrot Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. janúar 2023 10:05 Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð yfir manninum. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um gróft kynferðisbrot aðfaranótt 2. janúar. Talið er að maðurinn hafi ætlað sér að yfirgefa landið í flýti eftir hið meinta brot. Karlmaðurinn var úrskurðaður í farbann vegna málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 3. janúar síðastliðinn, meint brot átti sér stað aðfaranótt 2. janúar. Landsréttur staðfesti úrskurðinn í vikunni. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi komið hingað til lands á gamlársdag. Í skýrslu sem tekin var af brotaþola kemur fram að hún og maðurinn hafi kynnst á stefnumótaforritinu Tinder. Hún hafi sótt hann á flugvöllinn og þau eytt tíma saman. Tók dótið sitt og blokkaði á öllum samfélagsmiðlum Að kvöldi nýársdags spurði maðurinn hvort að konan gæti útvegað kannabisefni, sem hún og gerði. Ákváðu þau að að reykja efnin í bíl konunnar. Sagðist konan strax hafa fundið fyrir miklum áhrifum af völdum efnanna. Á sama tíma hafi maðurinn viljað að hún hefði við sig munnmök, sem hún sagði nei við. Í skýrslunni kemur fram að hún segi manninn þá hafa dregið niður um sig buxurnar þvingað höfuð hennar að getnaðarlimi sínum. Það hafði þær afleiðingar að konan kastaði upp. Því næst er maðurinn sakaður um að hafa dregið niður um hana buxurnar og haft við hana samfarir, án samþykkis hennar. Að því loknu óskaði konan eftir því við manninn að hann færi með hana heim. Við það hafi maðurinn öskrað á hana og hringt í vin sinn og beðið hann um að sækja sig. „I think I killed her,“ eða „Ég held að ég hafi drepið hana,“ er maðurinn sagður hafa sagt við vin sinn. Fór maðurinn því næst á brott. Þegar konan kom heim sá hún að maðurinn hafði tekið allt sitt dót og blokkað hana á samskiptamiðlum. Gaf sig fram eftir að hafa verið á leið til Keflavíkurflugvallar Í úrskurði Landsréttar kemur fram að lögregla hafi tekið skýrslu af þeim sem sótti manninn á vettvang hins meinta brots. Gaf hann upp heimilisfang aðsetur hans. Þegar lögregla kom þangað var maðurinn á brott. Gerði lögregla ítrekaðar tilraunir til að ná til mannsins í gegnum síma, án árangurs. Maðurinn kom til landsins til að vera hér yfir áramótin.Vísir/Egill Svo virðist sem að á þessum tíma hafi maðurinn verið að reyna að komast úr landi. Lögregla segist hafa staðfestingu þess efnis að hann hafi keypt sér farmiða úr landi. Þá bar vinkona hans vitni um það að hún hafi verið að keyra viðkomandi út á flugvöll þegar umræddur vinur mannsins, sem hafði sótt hann á meintan brotavettvang, haft samband og sagt að maðurinn væri eftirlýstur og myndi ekki komast úr landi. Við það gaf maðurinn sig fram við lögreglu. Undir rökstuddum grun Telur lögregla að brýnt sé að vernda rannsóknarhagsmuni mannsins með því að tryggja að hann komist ekki úr landi. Hann sé undir rökstuddum grun að hafa framið gróft kynferðisbrot. Hann sé með engin tengsl við Ísland fyrir utan sex vikna dvöl hér á landi síðastliðið haust og því líklegt að hann muni reyna að koma sér á brott, gangi hann laus. Í hinum staðfesta úrskurði kemur fram að héraðsdómur telji að gögn málsins bendi til þess að maðurinn hafi ætlað sér að yfirgefa landið í flýti. Þá hafi hann aðeins ætlað sér að vera hér á landi um tímabundið skeið. Var maðurinn því úrskurðaður í farbann til 31. janúar næstkomandi. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Karlmaðurinn var úrskurðaður í farbann vegna málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 3. janúar síðastliðinn, meint brot átti sér stað aðfaranótt 2. janúar. Landsréttur staðfesti úrskurðinn í vikunni. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi komið hingað til lands á gamlársdag. Í skýrslu sem tekin var af brotaþola kemur fram að hún og maðurinn hafi kynnst á stefnumótaforritinu Tinder. Hún hafi sótt hann á flugvöllinn og þau eytt tíma saman. Tók dótið sitt og blokkaði á öllum samfélagsmiðlum Að kvöldi nýársdags spurði maðurinn hvort að konan gæti útvegað kannabisefni, sem hún og gerði. Ákváðu þau að að reykja efnin í bíl konunnar. Sagðist konan strax hafa fundið fyrir miklum áhrifum af völdum efnanna. Á sama tíma hafi maðurinn viljað að hún hefði við sig munnmök, sem hún sagði nei við. Í skýrslunni kemur fram að hún segi manninn þá hafa dregið niður um sig buxurnar þvingað höfuð hennar að getnaðarlimi sínum. Það hafði þær afleiðingar að konan kastaði upp. Því næst er maðurinn sakaður um að hafa dregið niður um hana buxurnar og haft við hana samfarir, án samþykkis hennar. Að því loknu óskaði konan eftir því við manninn að hann færi með hana heim. Við það hafi maðurinn öskrað á hana og hringt í vin sinn og beðið hann um að sækja sig. „I think I killed her,“ eða „Ég held að ég hafi drepið hana,“ er maðurinn sagður hafa sagt við vin sinn. Fór maðurinn því næst á brott. Þegar konan kom heim sá hún að maðurinn hafði tekið allt sitt dót og blokkað hana á samskiptamiðlum. Gaf sig fram eftir að hafa verið á leið til Keflavíkurflugvallar Í úrskurði Landsréttar kemur fram að lögregla hafi tekið skýrslu af þeim sem sótti manninn á vettvang hins meinta brots. Gaf hann upp heimilisfang aðsetur hans. Þegar lögregla kom þangað var maðurinn á brott. Gerði lögregla ítrekaðar tilraunir til að ná til mannsins í gegnum síma, án árangurs. Maðurinn kom til landsins til að vera hér yfir áramótin.Vísir/Egill Svo virðist sem að á þessum tíma hafi maðurinn verið að reyna að komast úr landi. Lögregla segist hafa staðfestingu þess efnis að hann hafi keypt sér farmiða úr landi. Þá bar vinkona hans vitni um það að hún hafi verið að keyra viðkomandi út á flugvöll þegar umræddur vinur mannsins, sem hafði sótt hann á meintan brotavettvang, haft samband og sagt að maðurinn væri eftirlýstur og myndi ekki komast úr landi. Við það gaf maðurinn sig fram við lögreglu. Undir rökstuddum grun Telur lögregla að brýnt sé að vernda rannsóknarhagsmuni mannsins með því að tryggja að hann komist ekki úr landi. Hann sé undir rökstuddum grun að hafa framið gróft kynferðisbrot. Hann sé með engin tengsl við Ísland fyrir utan sex vikna dvöl hér á landi síðastliðið haust og því líklegt að hann muni reyna að koma sér á brott, gangi hann laus. Í hinum staðfesta úrskurði kemur fram að héraðsdómur telji að gögn málsins bendi til þess að maðurinn hafi ætlað sér að yfirgefa landið í flýti. Þá hafi hann aðeins ætlað sér að vera hér á landi um tímabundið skeið. Var maðurinn því úrskurðaður í farbann til 31. janúar næstkomandi.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda