Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate Bjarki Sigurðsson skrifar 16. janúar 2023 23:14 Andrew Tate hafði Kóraninn meðferðis þegar hann var mætti fyrir dómara í síðustu viku. Getty Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. Tate var ásamt bróður sínum, Tristan, handtekinn í Rúmeníu fyrir tæpum þremur vikum síðan. Lögreglan þar í landi hafði þá rannsakað þá um nokkurn tíma vegna gruns um að þeir hefðu þvingað konur til framleiðslu klámefnis sem þeir dreifðu svo á klámsíðum í þeirra eigu. Voru þeir sagðir hafa tælt konur til Rúmeníu þar sem þeim var haldið gegn þeirra vilja. Í greininni hér fyrir neðan má lesa meira um hver Andrew Tate er. Fyrir viku síðan var greint frá því að lögreglan krafðist gæsluvarðhalds yfir þeim bræðrum og að lagt yrði hald á ökutæki þeirra og fasteignir. Það var síðan fyrir tveimur dögum síðan sem lúxuskerrur hans voru gerðar upptækar af lögreglunni og greint frá því að þeir myndu ekki losna úr gæsluvarðhaldi fyrr en í fyrsta lagi 30. janúar næstkomandi. „Eignin hans Tate“ Upphaflega var greint frá því að konurnar sem þeir eru grunaðir um að hafa brotið á séu sex talsins. Tvær þeirra stigu þó fram í síðustu viku og sögðust ekki vera nein fórnarlömb, bræðurnir séu félagar þeirra og hafi aldrei verið ofbeldisfullir í þeirra garð. Báðar eru þær með húðflúr tileinkað Tate-bræðrunum, önnur á hendinni sem á stendur „Tate Girl“ eða „Tate stelpa“ og hin með húðflúr sem á stendur „Property of Tate“ eða „Eignin hans Tate“. Viðtal við konurnar tvær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Breska ríkisútvarpið (BBC) ræddi í dag við Bogdan Stancu sem er öryggisvörður Andrew Tate. Hann hefur starfað fyrir hann í nokkur ár og segist eiga bágt með að trúa því sem yfirmaður hans er sakaður um. Sé hann þó sekur um það sem hann á að hafa gert eigi auðvitað að refsa honum fyrir það. Stancu segir Tate hafa verið haldinn smá vænisýki og að hann hafi alltaf talið að einhver vildi meiða sig. Stancu gat þó ekki sagt hver á að hafa viljað meiða Tate. Hann segir að flestar þeirra kvenna sem dvöldu til skemmri eða lengri tíma heima hjá Tate í Rúmeníu hafi verið yngri en 25 ára gamlar. Allt uppihald þeirra var greitt af Tate og vildu einhverjar af þeim verða eiginkona hans. Stancu segir að konurnar hafi misskilið samband sitt við Tate. Fjarlægðar ef þær voru of fullar fyrir Tate Spurður hvort Tate hafi einhvern tímann beitt einhverjar konur ofbeldi á heimili sínu svaraði Stancu að svo sé ekki. Þá hafi Tate aldrei bannað neinum að yfirgefa heimili sitt líkt og hann er sakaður um. Hann segir að það hafi þó vissulega komið fyrir að hann hafi þurft að láta konur yfirgefa húsið með valdi að beiðni Tate. Það hafi verið eingöngu þegar konurnar voru orðnar „of fullar“ eða að „skapa vandamál“ þar. Umdeild búseta Ummæli Tate hafa oft vakið mikla athygli, þá sérstaklega þegar hann talar um konur. Hann talar oft niður til þeirra og vill meina að þær hafi minna frelsi en karlmenn til að gera það sem þær vilja gera. Þá hefur ástæðan fyrir því að hann flutti til Rúmeníu einnig vakið mikla athygli. „Ein af ástæðunum er MeToo-tímabilið. Fólk segir „Ó, þú ert nauðgari.“ Nei ég er ekki nauðgari, en mér finnst gott að geta gert það sem ég vil gera, mér finnst gott að vera frjáls. Ef hún fer til rúmensku lögreglunnar og segir „Hann nauðgaði mér í gær“ segja lögreglumennirnir „Allt í lagi, ertu með sönnunargögn? Er til myndband af því“,“ sagði Tate á samfélagsmiðlum árið 2017. Rúmenía Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Tate var ásamt bróður sínum, Tristan, handtekinn í Rúmeníu fyrir tæpum þremur vikum síðan. Lögreglan þar í landi hafði þá rannsakað þá um nokkurn tíma vegna gruns um að þeir hefðu þvingað konur til framleiðslu klámefnis sem þeir dreifðu svo á klámsíðum í þeirra eigu. Voru þeir sagðir hafa tælt konur til Rúmeníu þar sem þeim var haldið gegn þeirra vilja. Í greininni hér fyrir neðan má lesa meira um hver Andrew Tate er. Fyrir viku síðan var greint frá því að lögreglan krafðist gæsluvarðhalds yfir þeim bræðrum og að lagt yrði hald á ökutæki þeirra og fasteignir. Það var síðan fyrir tveimur dögum síðan sem lúxuskerrur hans voru gerðar upptækar af lögreglunni og greint frá því að þeir myndu ekki losna úr gæsluvarðhaldi fyrr en í fyrsta lagi 30. janúar næstkomandi. „Eignin hans Tate“ Upphaflega var greint frá því að konurnar sem þeir eru grunaðir um að hafa brotið á séu sex talsins. Tvær þeirra stigu þó fram í síðustu viku og sögðust ekki vera nein fórnarlömb, bræðurnir séu félagar þeirra og hafi aldrei verið ofbeldisfullir í þeirra garð. Báðar eru þær með húðflúr tileinkað Tate-bræðrunum, önnur á hendinni sem á stendur „Tate Girl“ eða „Tate stelpa“ og hin með húðflúr sem á stendur „Property of Tate“ eða „Eignin hans Tate“. Viðtal við konurnar tvær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Breska ríkisútvarpið (BBC) ræddi í dag við Bogdan Stancu sem er öryggisvörður Andrew Tate. Hann hefur starfað fyrir hann í nokkur ár og segist eiga bágt með að trúa því sem yfirmaður hans er sakaður um. Sé hann þó sekur um það sem hann á að hafa gert eigi auðvitað að refsa honum fyrir það. Stancu segir Tate hafa verið haldinn smá vænisýki og að hann hafi alltaf talið að einhver vildi meiða sig. Stancu gat þó ekki sagt hver á að hafa viljað meiða Tate. Hann segir að flestar þeirra kvenna sem dvöldu til skemmri eða lengri tíma heima hjá Tate í Rúmeníu hafi verið yngri en 25 ára gamlar. Allt uppihald þeirra var greitt af Tate og vildu einhverjar af þeim verða eiginkona hans. Stancu segir að konurnar hafi misskilið samband sitt við Tate. Fjarlægðar ef þær voru of fullar fyrir Tate Spurður hvort Tate hafi einhvern tímann beitt einhverjar konur ofbeldi á heimili sínu svaraði Stancu að svo sé ekki. Þá hafi Tate aldrei bannað neinum að yfirgefa heimili sitt líkt og hann er sakaður um. Hann segir að það hafi þó vissulega komið fyrir að hann hafi þurft að láta konur yfirgefa húsið með valdi að beiðni Tate. Það hafi verið eingöngu þegar konurnar voru orðnar „of fullar“ eða að „skapa vandamál“ þar. Umdeild búseta Ummæli Tate hafa oft vakið mikla athygli, þá sérstaklega þegar hann talar um konur. Hann talar oft niður til þeirra og vill meina að þær hafi minna frelsi en karlmenn til að gera það sem þær vilja gera. Þá hefur ástæðan fyrir því að hann flutti til Rúmeníu einnig vakið mikla athygli. „Ein af ástæðunum er MeToo-tímabilið. Fólk segir „Ó, þú ert nauðgari.“ Nei ég er ekki nauðgari, en mér finnst gott að geta gert það sem ég vil gera, mér finnst gott að vera frjáls. Ef hún fer til rúmensku lögreglunnar og segir „Hann nauðgaði mér í gær“ segja lögreglumennirnir „Allt í lagi, ertu með sönnunargögn? Er til myndband af því“,“ sagði Tate á samfélagsmiðlum árið 2017.
Rúmenía Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent