Vatíkanið opnar rannsókn á 40 ára hvarfi unglingsstúlku Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. janúar 2023 15:30 Ítalskur almenningur hefur reglulega krafist þess að rannsókn hefjist að nýju á hvarfi Emanuelu Orlandi sem hvarf í Róm sumarið 1983. Lögreglan í Vatíkaninu hefur nú orðið við þeirri kröfu. Pietro Orlandi, bróðir Emanuelu, er lengst til vinstri á myndinni. Alessandra Benedetti - Getty Images Páfagarður hefur heimilað að rannsókn verði hafin á hvarfi 15 ára stúlku sem hvarf fyrir 40 árum, sumarið 1983. Þetta er talið eitt dularfyllsta mannshvarf í sögu Vatíkansins og margar kenningar benda til tengsla á milli Vatíkansins og Mafíunnar. Emanuela Orlandi var 15 ára þegar hún hvarf, sumarið 1983, á leið heim úr flaututíma. Fjölskylda hennar bjó í Vatíkaninu, þar sem faðir hennar starfaði. Margar kenningar um hvarf Emanuelu Örlög hennar eru á huldu, fjölmargar kenningar hafa verið á reiki um hvað gerðist og fjölskylda hennar hefur í 40 ár barist fyrir því að komast að sannleikanum. Vatíkanið hefur nú samþykkt að rannsókn málsins verði opnuð að nýju, nokkrum mánuðum eftir að fjögurra þátta heimildamynd, The Vatican Girl, um hvarf hennar kom út á Netflix, og örstuttu eftir að hinn íhaldssami páfi Benedikt 16. lést. Miklar hræringar voru á Ítalíu í byrjun 9. áratugarins; Mafían var umsvifamikil, ítalski kommúnistaflokkurinn var sterkasti kommúnistaflokkur Vestur-Evrópu og hinn tyrkneski Ali Agca afplánaði dóm fyrir að reyna að myrða páfa Jóhannes Pál II. Í Róm höfðu glæpasamtökin Banda della Magliana töglin og hagldirnar. Leiðtogi þeirra hét Enrico Renatino De Pedis og hann var með Vatíkanið og fjölmarga stjórnmálamenn í vasanum. Hvarfið talið tengjast undirheimastarfsemi Á einhvern dularfullan hátt tengist hvarf hinnar 15 ára gömlu Emanuela öllum þessum dökku heimum. Ali Agca sagðist alla tíð vita hvað kom fyrir hana, henni hafi jafnvel verið rænt til að fá hann lausan úr fangelsi, ástkona De Pedis kom fram eftir að hann var myrtur og sagði hann hafa rænt henni og afhent hana presti sem hefði farið með hana í Vatíkanið. Kenningar þessu tengdar ganga út á að Emanuela hafi átt að vera skiptimynt vegna viðskipta Mafíunnar við banka Vatíkansins. Páfagarður hafi tekið peninga Mafíunnar í bankanum og notað þá til að styðja baráttu Samstöðu við kommúnismann í Póllandi þaðan sem Jóhannes Páll páfi var. Mafían hafi viljað fá þá peninga aftur og notað Emanuelu sem skiptimynt. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir og því hafi hún verið myrt. Nýtt vitni segir hana fórnarlamb kynferðisofbeldis í Vatíkaninu Nýjustu upplýsingarnar koma frá skólasystur Emanuelu sem kemur fram í heimildamyndinni. Hún segir að Emanuela hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi af presti í Vatíkaninu. Hún telur að þar sé að finna lykilinn að hvarfi hennar. Fjölmargar aðrar kenningar hafa komið fram á þessum 40 árum. En engin svör. Lögfræðingur fjölskyldu Emanuelu segist sannfærð um að svarið sé að finna í Vatíkaninu. Þögn þess hafi verið ærandi í gegnum árin, en að nú eygi fjölskyldan von um að komast að sannleikanum. Ítalía Páfagarður Erlend sakamál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Emanuela Orlandi var 15 ára þegar hún hvarf, sumarið 1983, á leið heim úr flaututíma. Fjölskylda hennar bjó í Vatíkaninu, þar sem faðir hennar starfaði. Margar kenningar um hvarf Emanuelu Örlög hennar eru á huldu, fjölmargar kenningar hafa verið á reiki um hvað gerðist og fjölskylda hennar hefur í 40 ár barist fyrir því að komast að sannleikanum. Vatíkanið hefur nú samþykkt að rannsókn málsins verði opnuð að nýju, nokkrum mánuðum eftir að fjögurra þátta heimildamynd, The Vatican Girl, um hvarf hennar kom út á Netflix, og örstuttu eftir að hinn íhaldssami páfi Benedikt 16. lést. Miklar hræringar voru á Ítalíu í byrjun 9. áratugarins; Mafían var umsvifamikil, ítalski kommúnistaflokkurinn var sterkasti kommúnistaflokkur Vestur-Evrópu og hinn tyrkneski Ali Agca afplánaði dóm fyrir að reyna að myrða páfa Jóhannes Pál II. Í Róm höfðu glæpasamtökin Banda della Magliana töglin og hagldirnar. Leiðtogi þeirra hét Enrico Renatino De Pedis og hann var með Vatíkanið og fjölmarga stjórnmálamenn í vasanum. Hvarfið talið tengjast undirheimastarfsemi Á einhvern dularfullan hátt tengist hvarf hinnar 15 ára gömlu Emanuela öllum þessum dökku heimum. Ali Agca sagðist alla tíð vita hvað kom fyrir hana, henni hafi jafnvel verið rænt til að fá hann lausan úr fangelsi, ástkona De Pedis kom fram eftir að hann var myrtur og sagði hann hafa rænt henni og afhent hana presti sem hefði farið með hana í Vatíkanið. Kenningar þessu tengdar ganga út á að Emanuela hafi átt að vera skiptimynt vegna viðskipta Mafíunnar við banka Vatíkansins. Páfagarður hafi tekið peninga Mafíunnar í bankanum og notað þá til að styðja baráttu Samstöðu við kommúnismann í Póllandi þaðan sem Jóhannes Páll páfi var. Mafían hafi viljað fá þá peninga aftur og notað Emanuelu sem skiptimynt. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir og því hafi hún verið myrt. Nýtt vitni segir hana fórnarlamb kynferðisofbeldis í Vatíkaninu Nýjustu upplýsingarnar koma frá skólasystur Emanuelu sem kemur fram í heimildamyndinni. Hún segir að Emanuela hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi af presti í Vatíkaninu. Hún telur að þar sé að finna lykilinn að hvarfi hennar. Fjölmargar aðrar kenningar hafa komið fram á þessum 40 árum. En engin svör. Lögfræðingur fjölskyldu Emanuelu segist sannfærð um að svarið sé að finna í Vatíkaninu. Þögn þess hafi verið ærandi í gegnum árin, en að nú eygi fjölskyldan von um að komast að sannleikanum.
Ítalía Páfagarður Erlend sakamál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira