Talin hafa myrt ellefu og fjórtán ára börn sín og svo svipt sig lífi Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2023 07:45 Það var vinur fjölskyldunnar sem tilkynnti málið til lögreglu. Getty Móðir og tvö börn hennar fundust látin á heimili sínu í bænum Vejrumbro, skammt frá Viborg í Jótlandi í Danmörku, í gær. Lögregla í Danmörku telur að konan hafi myrt börnin og svo svipt sig lífi. Lögregla á Mið-Jótlandi greindi frá því í tilkynningu í gær að 49 ára kona og ellefu og fjórtán ára börn hennar hafi fundist látin í húsi í við Østervangsvej í Vejrumbro. Það hafi verið vinur fjölskyldunnar sem hafi komið að þeim látnum og tilkynnt málið til lögreglunnar. „Frumrannsókn okkar bendir til að konan hafi að öllum líkindum banað börnunum tveimur og svo svipt sig lífi,“ sagði lögreglumaðurinn Jim Hansen. Hann leggur þó áherslu á að málið sé enn til rannsóknar. Ekkert bendi þó til að aðrir hafi komið við sögu. Vejrumbro er lítill bær með um fjögur hundruð íbúa, um tíu kílómetra austur af Viborg. Lögregla hefur boðað til íbúafundar í kvöld vegna málsins, enda sé um að ræða mál sem hafi skekið samfélagið. Fréttir bárust af því klukkan 17 að staðartíma í gær að búið væri að girða af hluta vegar í Verjumbro vegna rannsóknar máls. Var síðar greint frá því að þrjár manneskjur hafi fundist látnar í húsi í bænum. Danmörk Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Lögregla á Mið-Jótlandi greindi frá því í tilkynningu í gær að 49 ára kona og ellefu og fjórtán ára börn hennar hafi fundist látin í húsi í við Østervangsvej í Vejrumbro. Það hafi verið vinur fjölskyldunnar sem hafi komið að þeim látnum og tilkynnt málið til lögreglunnar. „Frumrannsókn okkar bendir til að konan hafi að öllum líkindum banað börnunum tveimur og svo svipt sig lífi,“ sagði lögreglumaðurinn Jim Hansen. Hann leggur þó áherslu á að málið sé enn til rannsóknar. Ekkert bendi þó til að aðrir hafi komið við sögu. Vejrumbro er lítill bær með um fjögur hundruð íbúa, um tíu kílómetra austur af Viborg. Lögregla hefur boðað til íbúafundar í kvöld vegna málsins, enda sé um að ræða mál sem hafi skekið samfélagið. Fréttir bárust af því klukkan 17 að staðartíma í gær að búið væri að girða af hluta vegar í Verjumbro vegna rannsóknar máls. Var síðar greint frá því að þrjár manneskjur hafi fundist látnar í húsi í bænum.
Danmörk Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira