Ríki lýsir yfir stríði gegn smáfuglum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 28. janúar 2023 17:00 Grímuvefarar eru fjölmennasta fuglategund jarðarinnar, um einn og hálfur milljarður. Stjórnvöld í Kenía ætla sér að drepa 6 milljónir fugla á næstunni. Getty Images/Luke Dray Stjórnvöld í Kenía hafa lýst yfir stríði við lítinn 12 sentímetra smáfugl og ætla sér að drepa sex milljónir þeirra á næstunni. Dýrafræðingar hafa miklar áhyggjur og segja aðgerðirnar ógna mörgum öðrum dýrategundum. Aukin kornrækt þrengir að fuglunum Grímuvefarar eru litlir sætir fuglar sem aðallega éta grasfræ. Þeir eru félagslyndir og ferðast um sléttur Afríku í stórum hópum. En það er komið babb í bátinn. Miklir þurrkar hafa dregið úr möguleikum þeirra til að afla sér fæðu sem og að mörgum svæðum þar sem fuglarnir halda til og afla sér fæðu hefur verið breytt í ræktunarsvæði bænda. Og því hafa fuglarnir snúið sér að því að éta afurðir bændanna; sem sé kornið og hrísgrjónin sem koma upp á ökrunum og er ætlað til þess að fæða keníönsku þjóðina. Éta af ökrunum fyrir 7 milljarða króna Talið er að grímuvefararnir hafi nú þegar étið og eyðilagt um 120 hektara af hrísgrjónum og aðrir 800 hektarar eru í hættu. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að grímuvefararnir éti hrísgrjón og korn fyrir andvirði 50 milljóna Bandaríkjadala á ári, það svarar til rúmlega 7 milljarða íslenskra króna. Lýsa yfir stríði á hendur fuglunum Því hafa stjórnvöld lýst yfir stríði gegn grímuvefurunum og einsetja sér að drepa 6 milljónir fugla á næstunni. Það hyggjast þau gera með því að dreifa fenthion skordýraeitri úr flugvélum yfir akrana. En það er galli á gjöf Njarðar, segja dýrafræðingar. Þetta efni hverfur ekki sisona þegar menn hafa einu sinni hellt því yfir náttúruna. Það safnast saman og öðrum dýrum og fólki getur stafað hætta af efninu. Ránfuglar Kenía í hættu Dýrafræðingar hafa sérstaklega áhyggjur af því að efnið geti reynst ránfuglum í Kenía hættulegt, en allir ránfuglar landsins eru í útrýmingarhættu. Auk þess ber að hafa í huga að í Afríku einni er einn og hálfur milljarður grímuvefara á flugi. Þeir fljúga saman í svo stórum hópum að það getur tekið einn flokk fimm klukkustundir að fljúga hjá. Að ætla sér að drepa 6 milljónir þeirra með skordýraeitri er því dálítið eins og að skjóta spörfugla með fallbyssu. Bókstaflega. Kenía Dýr Fuglar Tengdar fréttir Lýsa yfir stríði á hendur blóðnefsvefurum Miklir þurrkar í Kenía á síðustu misserum hafa torveldað grasvöxt í landinu og hefur ein afleiðing þess verið að algengar fuglategundir hafa leitað annarra leiða til að slá á hungrið. 17. janúar 2023 07:54 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Aukin kornrækt þrengir að fuglunum Grímuvefarar eru litlir sætir fuglar sem aðallega éta grasfræ. Þeir eru félagslyndir og ferðast um sléttur Afríku í stórum hópum. En það er komið babb í bátinn. Miklir þurrkar hafa dregið úr möguleikum þeirra til að afla sér fæðu sem og að mörgum svæðum þar sem fuglarnir halda til og afla sér fæðu hefur verið breytt í ræktunarsvæði bænda. Og því hafa fuglarnir snúið sér að því að éta afurðir bændanna; sem sé kornið og hrísgrjónin sem koma upp á ökrunum og er ætlað til þess að fæða keníönsku þjóðina. Éta af ökrunum fyrir 7 milljarða króna Talið er að grímuvefararnir hafi nú þegar étið og eyðilagt um 120 hektara af hrísgrjónum og aðrir 800 hektarar eru í hættu. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að grímuvefararnir éti hrísgrjón og korn fyrir andvirði 50 milljóna Bandaríkjadala á ári, það svarar til rúmlega 7 milljarða íslenskra króna. Lýsa yfir stríði á hendur fuglunum Því hafa stjórnvöld lýst yfir stríði gegn grímuvefurunum og einsetja sér að drepa 6 milljónir fugla á næstunni. Það hyggjast þau gera með því að dreifa fenthion skordýraeitri úr flugvélum yfir akrana. En það er galli á gjöf Njarðar, segja dýrafræðingar. Þetta efni hverfur ekki sisona þegar menn hafa einu sinni hellt því yfir náttúruna. Það safnast saman og öðrum dýrum og fólki getur stafað hætta af efninu. Ránfuglar Kenía í hættu Dýrafræðingar hafa sérstaklega áhyggjur af því að efnið geti reynst ránfuglum í Kenía hættulegt, en allir ránfuglar landsins eru í útrýmingarhættu. Auk þess ber að hafa í huga að í Afríku einni er einn og hálfur milljarður grímuvefara á flugi. Þeir fljúga saman í svo stórum hópum að það getur tekið einn flokk fimm klukkustundir að fljúga hjá. Að ætla sér að drepa 6 milljónir þeirra með skordýraeitri er því dálítið eins og að skjóta spörfugla með fallbyssu. Bókstaflega.
Kenía Dýr Fuglar Tengdar fréttir Lýsa yfir stríði á hendur blóðnefsvefurum Miklir þurrkar í Kenía á síðustu misserum hafa torveldað grasvöxt í landinu og hefur ein afleiðing þess verið að algengar fuglategundir hafa leitað annarra leiða til að slá á hungrið. 17. janúar 2023 07:54 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Lýsa yfir stríði á hendur blóðnefsvefurum Miklir þurrkar í Kenía á síðustu misserum hafa torveldað grasvöxt í landinu og hefur ein afleiðing þess verið að algengar fuglategundir hafa leitað annarra leiða til að slá á hungrið. 17. janúar 2023 07:54