Annar Þjóðverji handtekinn vegna njósna fyrir Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2023 16:38 Maðurinn sem handtekinn var í dag er sagður heita Arthur E. og er hann grunaður um að hafa fært rússneskum yfirvöldum leynilegar upplýsingar, sem starfsmaður þýsku leyniþjónustunnar BND lak til hans. Getty/Christophe Gateau Lögreglan í Þýskalandi handtók á sunnudaginn annan mann vegna umfangsmikils og vandræðalegs njósnamáls. Í desember var starfsmaður BND, leyniþjónustu Þýskalands, handtekinn og er sá grunaður um að hafa njósnað fyrir Rússa. Maðurinn sem handtekinn var í dag er sagður heita Arthur E. og er hann þýskur ríkisborgari. Hann var handtekinn er hann kom til Þýskalands frá Bandaríkjunum á sunnudaginn en handtakan var ekki opinberuð fyrr en í dag. Arthur er grunaður um að hafa fært rússneskum yfirvöldum leynilegar upplýsingar sem Carsten L., áðurnefndur starfsmaður BND, stal frá leyniþjónustunni, samkvæmt frétt DW. Arthur er ekki starfsmaður BND en Carsten var handtekinn í desember. Lögreglan í Þýskalandi naut aðstoðar Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Fyrrverandi yfirmaður í þýska hernum, sem starfaði enn í varalið hersins, var dæmdur í nóvember í fyrra fyrir að leka upplýsingum til rússneskra njósnara. Þá var yfirmaður netvarna Þýskalands rekinn í október eftir að þýskir fjölmiðlar bentu á að hann tengdist fólki sem vinnur í rússneskum leyniþjónustum. Árið 2021 var starfsmaður þýska þingsins ákærður fyrir að hafa lekið teikningum og öðrum gögnum um þinghúsið til starfsmanns sendiráðs Rússlands í Berlín. Sjá einnig: Sendi teikningar af þinghúsi Þýskalands til rússnesks njósnara Síðast þegar mál sem þetta kom upp var árið 2016 þegar fyrrverandi starfsmaður BND var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að leka leynilegum upplýsingum til Bandaríkjanna. Innrás Rússa í Úkraínu hefur leitt til aukinna áhyggja af njósnum þeirra á meginlandi Evrópu. Mörg ríki heimsálfunnar hafa vísað fjölmörgum rússneskum erindrekum og meintum njósnurum úr landi. Þýskaland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vann fyrir rússneskan auðjöfur sem hann átti að rannsaka Saksóknarar ákærðu í gær mann sem var einn af æðstu starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York. Charles McGonigal er sakaður um að hafa unnið fyrir rússneskan auðjöfur sem hann var með til rannsóknar. 24. janúar 2023 10:06 Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að njósna um Svía fyrir Rússa Dómstóll í Stokkhólmi hefur dæmt tvo bræður í fangelsi fyrir njósnir en þeir voru sagðir hafa veitt Rússum upplýsingar sem gætu skaðað þjóðaröryggi Svía. Eldri bróðirinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi en sá yngri fékk tæplega tíu ára dóm. Sérfræðingur segir brot af þessari stærðargráðu sjaldgæf í Svíþjóð. 19. janúar 2023 12:50 Njósnari Breta tekinn af lífi í Íran Bresk-íranski maðurinn Alireza Akbari var tekinn af lífi í Íran eftir að hafa verið sakaður um njósnir fyrir Bretland. Aftakan hefur verið fordæmd bæði í Bretlandi og í Íran. 14. janúar 2023 12:05 Falsa ásakanir gegn eigin njósnara Þegar 36 ára gamall maður undir nafninu Victor Muller Ferreira lenti á flugvelli í Sao Paulo í apríl var hann fljótt handtekinn. Yfirvöld í Brasilíu höfðu verið vöruð við því að maðurinn héti í raun Sergey Cherkasov og væri rússneskur njósnari sem hefði skömmu áður reynt að verða starfsnemi hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Hag. 29. nóvember 2022 13:12 Njósnararnir í Stokkhólmi eru rússnesk hjón á sjötugsaldri Lögregluþjónar og hermenn handtóku í morgun rússnesk hjón í úthverfi Stokkhólms í Svíþjóð. Klukkan sex að staðartíma í morgun var tveimur herþyrlum flogið að heimili hjónanna og út streymdu menn sem handtóku þau en hjónin eru grunuð um njósnir í Svíþjóð og öðru ríki í um tíu ár. 22. nóvember 2022 15:29 Njósnarinn í Tromsö sagður vera ofursti í GRU Yfirvöld í Noregi hafa nafngreint rússneskan njósnara sem handtekinn var nýverið í Tromsö. Sá heitir Mikhail Valerievich Mikushin og er fæddur árið 1978 í Rússlandi. Hann er talinn vera ofursti í GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 28. október 2022 15:40 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sjá meira
Maðurinn sem handtekinn var í dag er sagður heita Arthur E. og er hann þýskur ríkisborgari. Hann var handtekinn er hann kom til Þýskalands frá Bandaríkjunum á sunnudaginn en handtakan var ekki opinberuð fyrr en í dag. Arthur er grunaður um að hafa fært rússneskum yfirvöldum leynilegar upplýsingar sem Carsten L., áðurnefndur starfsmaður BND, stal frá leyniþjónustunni, samkvæmt frétt DW. Arthur er ekki starfsmaður BND en Carsten var handtekinn í desember. Lögreglan í Þýskalandi naut aðstoðar Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Fyrrverandi yfirmaður í þýska hernum, sem starfaði enn í varalið hersins, var dæmdur í nóvember í fyrra fyrir að leka upplýsingum til rússneskra njósnara. Þá var yfirmaður netvarna Þýskalands rekinn í október eftir að þýskir fjölmiðlar bentu á að hann tengdist fólki sem vinnur í rússneskum leyniþjónustum. Árið 2021 var starfsmaður þýska þingsins ákærður fyrir að hafa lekið teikningum og öðrum gögnum um þinghúsið til starfsmanns sendiráðs Rússlands í Berlín. Sjá einnig: Sendi teikningar af þinghúsi Þýskalands til rússnesks njósnara Síðast þegar mál sem þetta kom upp var árið 2016 þegar fyrrverandi starfsmaður BND var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að leka leynilegum upplýsingum til Bandaríkjanna. Innrás Rússa í Úkraínu hefur leitt til aukinna áhyggja af njósnum þeirra á meginlandi Evrópu. Mörg ríki heimsálfunnar hafa vísað fjölmörgum rússneskum erindrekum og meintum njósnurum úr landi.
Þýskaland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vann fyrir rússneskan auðjöfur sem hann átti að rannsaka Saksóknarar ákærðu í gær mann sem var einn af æðstu starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York. Charles McGonigal er sakaður um að hafa unnið fyrir rússneskan auðjöfur sem hann var með til rannsóknar. 24. janúar 2023 10:06 Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að njósna um Svía fyrir Rússa Dómstóll í Stokkhólmi hefur dæmt tvo bræður í fangelsi fyrir njósnir en þeir voru sagðir hafa veitt Rússum upplýsingar sem gætu skaðað þjóðaröryggi Svía. Eldri bróðirinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi en sá yngri fékk tæplega tíu ára dóm. Sérfræðingur segir brot af þessari stærðargráðu sjaldgæf í Svíþjóð. 19. janúar 2023 12:50 Njósnari Breta tekinn af lífi í Íran Bresk-íranski maðurinn Alireza Akbari var tekinn af lífi í Íran eftir að hafa verið sakaður um njósnir fyrir Bretland. Aftakan hefur verið fordæmd bæði í Bretlandi og í Íran. 14. janúar 2023 12:05 Falsa ásakanir gegn eigin njósnara Þegar 36 ára gamall maður undir nafninu Victor Muller Ferreira lenti á flugvelli í Sao Paulo í apríl var hann fljótt handtekinn. Yfirvöld í Brasilíu höfðu verið vöruð við því að maðurinn héti í raun Sergey Cherkasov og væri rússneskur njósnari sem hefði skömmu áður reynt að verða starfsnemi hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Hag. 29. nóvember 2022 13:12 Njósnararnir í Stokkhólmi eru rússnesk hjón á sjötugsaldri Lögregluþjónar og hermenn handtóku í morgun rússnesk hjón í úthverfi Stokkhólms í Svíþjóð. Klukkan sex að staðartíma í morgun var tveimur herþyrlum flogið að heimili hjónanna og út streymdu menn sem handtóku þau en hjónin eru grunuð um njósnir í Svíþjóð og öðru ríki í um tíu ár. 22. nóvember 2022 15:29 Njósnarinn í Tromsö sagður vera ofursti í GRU Yfirvöld í Noregi hafa nafngreint rússneskan njósnara sem handtekinn var nýverið í Tromsö. Sá heitir Mikhail Valerievich Mikushin og er fæddur árið 1978 í Rússlandi. Hann er talinn vera ofursti í GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 28. október 2022 15:40 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sjá meira
Vann fyrir rússneskan auðjöfur sem hann átti að rannsaka Saksóknarar ákærðu í gær mann sem var einn af æðstu starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York. Charles McGonigal er sakaður um að hafa unnið fyrir rússneskan auðjöfur sem hann var með til rannsóknar. 24. janúar 2023 10:06
Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að njósna um Svía fyrir Rússa Dómstóll í Stokkhólmi hefur dæmt tvo bræður í fangelsi fyrir njósnir en þeir voru sagðir hafa veitt Rússum upplýsingar sem gætu skaðað þjóðaröryggi Svía. Eldri bróðirinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi en sá yngri fékk tæplega tíu ára dóm. Sérfræðingur segir brot af þessari stærðargráðu sjaldgæf í Svíþjóð. 19. janúar 2023 12:50
Njósnari Breta tekinn af lífi í Íran Bresk-íranski maðurinn Alireza Akbari var tekinn af lífi í Íran eftir að hafa verið sakaður um njósnir fyrir Bretland. Aftakan hefur verið fordæmd bæði í Bretlandi og í Íran. 14. janúar 2023 12:05
Falsa ásakanir gegn eigin njósnara Þegar 36 ára gamall maður undir nafninu Victor Muller Ferreira lenti á flugvelli í Sao Paulo í apríl var hann fljótt handtekinn. Yfirvöld í Brasilíu höfðu verið vöruð við því að maðurinn héti í raun Sergey Cherkasov og væri rússneskur njósnari sem hefði skömmu áður reynt að verða starfsnemi hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Hag. 29. nóvember 2022 13:12
Njósnararnir í Stokkhólmi eru rússnesk hjón á sjötugsaldri Lögregluþjónar og hermenn handtóku í morgun rússnesk hjón í úthverfi Stokkhólms í Svíþjóð. Klukkan sex að staðartíma í morgun var tveimur herþyrlum flogið að heimili hjónanna og út streymdu menn sem handtóku þau en hjónin eru grunuð um njósnir í Svíþjóð og öðru ríki í um tíu ár. 22. nóvember 2022 15:29
Njósnarinn í Tromsö sagður vera ofursti í GRU Yfirvöld í Noregi hafa nafngreint rússneskan njósnara sem handtekinn var nýverið í Tromsö. Sá heitir Mikhail Valerievich Mikushin og er fæddur árið 1978 í Rússlandi. Hann er talinn vera ofursti í GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 28. október 2022 15:40