Í kappi við kuldann Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2023 17:51 Fólk leitar í rústum húss í Jinderis í Sýrlandi. Fyrr í dag var nýfæddu barni bjargað úr rústum hússins en móðir stúlkunnar fæddi hana eftir að húsið hrundi. AP/Ghaith Alsayed Björgunarsveitir og aðrir leitaraðilar í Sýrlandi og Tyrklandi vinna nú hörðum höndum að því að ná fólki úr rústum húsa sem hrundu í öflugum jarðskjálftum í gær. Mikið kapp er lagt í að vinna hratt en mikill kuldi er á svæðinu. Þá bjuggu margir við slæmar aðstæður á svæðinu fyrir jarðskjálftana en þarna halda milljónir manna til í flóttamannabúðum sem flúið hafa vegna átaka í Sýrlandi. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði í dag að björgunaraðilar væru í kapphlaupi. Hver mínúta þýddi að líkur á því að finna fólk á lífi minnkuðu. Fjöldi látinna er á miklu reyki en staðfest er að minnst fimm þúsund eru dáin og er búist við því að talan muni hækka mikið. Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði til að mynda við Reuters að óttast væri að þúsundir barna hefðu dáið vegna jarðskjálftanna. Minnst átta þúsund manns hefur verið bjargað úr rústum í Tyrklandi. Upprunalegi skjálftinn var 7,8 stig en honum hafa fylgt fjölmargir eftirskjálftar og þar á meðal einn sem var 7,5 stig. Nokkrir eftirskjálftar hafa verið yfir sex stigum. Sjá einnig: Hvert húsið hrundi á eftir öðru AP fréttaveitan segir að jarðskjálftarnir hafi valdið miklu tjóni á stóru svæði og björgunarsveitir hafi átt í basli með að komast til margra byggða sem urðu illa úti. Á meðan hafi raddir fólks sem heyrðust úr rústum húsa þagnað. „Við heyrðum í þeim, þau voru að kalla eftir hjálp,“ sagði Ali Silo við blaðamann fréttaveitunnar. Þar var hann að tala um tvo ættingja sína í bænum Nurdagi í Tyrklandi. Ekki tókst að bjarga þeim úr rústum húss. Annar viðmælandi AP í Antakya í Tyrklandi sagðist heyra í sjötugri móður sinni í rústum. Hins vegar hafi ekki reynst hægt að ná henni úr rústunum því stórar vinnuvélar þurfi til og engin hjálp hafi borist enn. „Ef við gætum lyft steypunni næðum við til hennar. Móðir mín er sjötug. Ég veit ekki hve lengi hún þolir þetta.“ Half of city of Mara is destroyed in #Turkey Footage via @njeopard pic.twitter.com/azzD8SwmJT— Rag p Soylu (@ragipsoylu) February 7, 2023 Reuters hefur eftir Murat Alinak, sem býr í Malatya í Tyrklandi að þangað hafi engin hjálp borist enn. „Það er enginn hérna. Við erum undir snjónum, án heimilis, án alls. Hvað á ég að gera? Hvert get ég farið?“ sagði Alinak. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur skipað tyrkneska hernum að aðstoða við björgunarstörfin og að setja upp tjaldbyggðir fyrir fólk sem á í engin hús að sækja. Tyrkland Sýrland Náttúruhamfarir Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Landsbjörg aðstoðar við björgunaraðgerðir sem íbúi segir óskipulagðar Yfir fimm þúsund eru látin eftir harða jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskur hópur sérfræðinga fer til Tyrklands síðar í dag til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Kona búsett í Gaziantep í Tyrklandi segir björgunarstarf hingað til hafa virst óskipulagt. 7. febrúar 2023 12:46 Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Þá bjuggu margir við slæmar aðstæður á svæðinu fyrir jarðskjálftana en þarna halda milljónir manna til í flóttamannabúðum sem flúið hafa vegna átaka í Sýrlandi. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði í dag að björgunaraðilar væru í kapphlaupi. Hver mínúta þýddi að líkur á því að finna fólk á lífi minnkuðu. Fjöldi látinna er á miklu reyki en staðfest er að minnst fimm þúsund eru dáin og er búist við því að talan muni hækka mikið. Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði til að mynda við Reuters að óttast væri að þúsundir barna hefðu dáið vegna jarðskjálftanna. Minnst átta þúsund manns hefur verið bjargað úr rústum í Tyrklandi. Upprunalegi skjálftinn var 7,8 stig en honum hafa fylgt fjölmargir eftirskjálftar og þar á meðal einn sem var 7,5 stig. Nokkrir eftirskjálftar hafa verið yfir sex stigum. Sjá einnig: Hvert húsið hrundi á eftir öðru AP fréttaveitan segir að jarðskjálftarnir hafi valdið miklu tjóni á stóru svæði og björgunarsveitir hafi átt í basli með að komast til margra byggða sem urðu illa úti. Á meðan hafi raddir fólks sem heyrðust úr rústum húsa þagnað. „Við heyrðum í þeim, þau voru að kalla eftir hjálp,“ sagði Ali Silo við blaðamann fréttaveitunnar. Þar var hann að tala um tvo ættingja sína í bænum Nurdagi í Tyrklandi. Ekki tókst að bjarga þeim úr rústum húss. Annar viðmælandi AP í Antakya í Tyrklandi sagðist heyra í sjötugri móður sinni í rústum. Hins vegar hafi ekki reynst hægt að ná henni úr rústunum því stórar vinnuvélar þurfi til og engin hjálp hafi borist enn. „Ef við gætum lyft steypunni næðum við til hennar. Móðir mín er sjötug. Ég veit ekki hve lengi hún þolir þetta.“ Half of city of Mara is destroyed in #Turkey Footage via @njeopard pic.twitter.com/azzD8SwmJT— Rag p Soylu (@ragipsoylu) February 7, 2023 Reuters hefur eftir Murat Alinak, sem býr í Malatya í Tyrklandi að þangað hafi engin hjálp borist enn. „Það er enginn hérna. Við erum undir snjónum, án heimilis, án alls. Hvað á ég að gera? Hvert get ég farið?“ sagði Alinak. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur skipað tyrkneska hernum að aðstoða við björgunarstörfin og að setja upp tjaldbyggðir fyrir fólk sem á í engin hús að sækja.
Tyrkland Sýrland Náttúruhamfarir Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Landsbjörg aðstoðar við björgunaraðgerðir sem íbúi segir óskipulagðar Yfir fimm þúsund eru látin eftir harða jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskur hópur sérfræðinga fer til Tyrklands síðar í dag til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Kona búsett í Gaziantep í Tyrklandi segir björgunarstarf hingað til hafa virst óskipulagt. 7. febrúar 2023 12:46 Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Landsbjörg aðstoðar við björgunaraðgerðir sem íbúi segir óskipulagðar Yfir fimm þúsund eru látin eftir harða jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskur hópur sérfræðinga fer til Tyrklands síðar í dag til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Kona búsett í Gaziantep í Tyrklandi segir björgunarstarf hingað til hafa virst óskipulagt. 7. febrúar 2023 12:46
Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40