Bara tvö eftir Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2023 20:01 Abdo og Jinan misstu alla fjölskyldu sína í jarðskjálftanum. Fimm manna fjölskylda og sextán ára piltur eru á meðal þeirra sem fundust á lífi í Tyrklandi í dag, heilum fimm dögum eftir gríðarlegan jarðskjálfta á mánudag. Þúsundir barna hafa orðið munaðarlaus í hamförunum, þar á meðal sýrlensk systkini sem upplifðu ólýsanlegan hrylling. Um tuttugu og fimm þúsund eru nú staðfest látin eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi og von um að finna fólk á lífi dvínar nú sem aldrei fyrr. Ótrúleg björgunarafrek eru þó enn unnin á hverjum degi. Fimm manna fjölskylda í bænum Nurdagi var innlyksa í rústum eigin heimilis í fimm daga áður en þeim var bjargað í dag. Björgunarmenn náðu fyrst til móður og dóttur og fundu síðar föðurinn, sem krafðist þess að annarri dóttur hans og syni yrði bjargað á undan. Þá var sextán ára pilti og níu ára dreng bjargað í bænum Kahramanmaras við mikinn fögnuð og létti björgunarmanna. Það þykir kraftaverki líkast að strákarnir hafi fundist á lífi. Staðan er einnig skelfileg í Sýrlandi, sem farið um tvö þúsund manns sem misstu heimili sín hafast nú við í íþróttahöll í borginni Latakia. Margir hafa þó í engin hús að venda á svæðinu - og kuldinn sverfur að. Systkinin Jinan og Abdo voru föst undir rústum heimilis síns í borginni Harem í tvo daga áður en þeim var bjargað. Foreldrar þeirra og systkini létust öll í jarðskjálftanum. Ungu systkinin tvö eru nú komin undir læknishendur á sjúkrahúsi í Idlib en þau slösuðust bæði talsvert. Frændi þeirra hyggst taka þau að sér þegar þau útskrifast af sjúkrahúsinu. „Húsið hrundi yfir okkur. Pabbi vakti mömmu og byggingin hrundi ofan á mig og Abdo, bróður minn. Mamma, pabbi og allar systur mínar dóu,“ segir hin fimm ára Jinan. Hver eru þá eftir? „Bara ég og Abdo.“ Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Um tuttugu og fimm þúsund eru nú staðfest látin eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi og von um að finna fólk á lífi dvínar nú sem aldrei fyrr. Ótrúleg björgunarafrek eru þó enn unnin á hverjum degi. Fimm manna fjölskylda í bænum Nurdagi var innlyksa í rústum eigin heimilis í fimm daga áður en þeim var bjargað í dag. Björgunarmenn náðu fyrst til móður og dóttur og fundu síðar föðurinn, sem krafðist þess að annarri dóttur hans og syni yrði bjargað á undan. Þá var sextán ára pilti og níu ára dreng bjargað í bænum Kahramanmaras við mikinn fögnuð og létti björgunarmanna. Það þykir kraftaverki líkast að strákarnir hafi fundist á lífi. Staðan er einnig skelfileg í Sýrlandi, sem farið um tvö þúsund manns sem misstu heimili sín hafast nú við í íþróttahöll í borginni Latakia. Margir hafa þó í engin hús að venda á svæðinu - og kuldinn sverfur að. Systkinin Jinan og Abdo voru föst undir rústum heimilis síns í borginni Harem í tvo daga áður en þeim var bjargað. Foreldrar þeirra og systkini létust öll í jarðskjálftanum. Ungu systkinin tvö eru nú komin undir læknishendur á sjúkrahúsi í Idlib en þau slösuðust bæði talsvert. Frændi þeirra hyggst taka þau að sér þegar þau útskrifast af sjúkrahúsinu. „Húsið hrundi yfir okkur. Pabbi vakti mömmu og byggingin hrundi ofan á mig og Abdo, bróður minn. Mamma, pabbi og allar systur mínar dóu,“ segir hin fimm ára Jinan. Hver eru þá eftir? „Bara ég og Abdo.“
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira